Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 110

Andvari - 01.01.2005, Page 110
108 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Þegar litið er um öxl til þessa tímabils í íslensku bókmenntalífi vekur það athygli hversu lítt fræðimenn láta að sér kveða í umræðunni um verk Joyce og annarra nútímahöfunda sem brotið höfðu blað í bókmenntum Vest- urlanda. Ein ástæðan fyrir þessum seinlátu viðbrögðum hlýtur að felast í því að á þessum tíma er íslensk bókmenntafræði sem og bókmenntagagnrýni enn í afar veikri stöðu hvað varðar nútímabókmenntir og fræðilega umræðu tengda þeim. Það skortir meðal annars á þátttöku fólks sem hefur stundað bókmenntanám erlendis. Þetta breytist smám saman seint á sjötta áratugnum og á þeim sjöunda, auk þess sem íslenskir rithöfundar taka að bregðast í vaxandi mæli við erlendum nútímabókmenntum með umræðu og þýðingum. Þessi viðleitni nær þó ekki nema að takmörkuðu leyti til prósaskáldskapar módernismans. Mjög fáar módernískar skáldsögur höfðu verið þýddar um og uppúr miðri tuttugustu öld, þrátt fyrir stóraukin þýðingaumsvif á þeim árum og þeim fjölgar ekki að ráði á næstu áratugum, ekki einu sinni þegar módernisminn lætur loks til sín taka af krafti í íslenskri skáldsagnagerð uppúr miðjum sjöunda áratugnum með verkum Guðbergs Bergssonar, Thors Vilhjálmssonar, Svövu Jakobsdóttur, Steinars Sigurjónssonar og fleiri höf- unda. Halldór Laxness hafði greinilega endurmetið afstöðu sína til módemismans þegar hér var komið sögu og 1968 tók hann þátt í umbyltingu skáldsögunnar með Kristnihaldi undir Jökli, þar sem „ósamræmið“, sem hann hafði áður gagnrýnt, er í senn leikrænt viðfangsefni og formgerðareinkenni á sögunni. Og kannski boðar Laxness vissa sátt við James Joyce og kvenhetju hans í hinum kommulausa kafla í Ulysses, þegar látið er að því liggja að prestsfrúin Ua, eða „Ursalei“, þessi kvenmynd eilífðarinnar, kunni að vera „írsk-spænsk aðalsmær og valið til hennar í báðum ættum í marga liðu með tilliti til holds [...].“ Þetta hljómar vissulega eins og vísun til Molly Bloom og gott ef þær Ua eiga ekki sitthvað sameiginlegt.27 Byltingin í íslenskri skáldsagnagerð á sjöunda áratugnum var auðvitað síðbúin miðað við atburðarásina víða erlendis. Það þýðir ekki að íslenski módernisminn verði „epigónískur“, einskonar eftirásköpun og endurómur þess sem skáldsagnahöfundur höfðu gert mun fyrr á tuttugustu öld. Það má allt eins líta á þetta sem athyglisverða „tímaskekkju" sem lýsir sér m.a. í því að þegar áðumefndir íslenskir skáldsagnahöfundar rjúfa loks múrinn þá búa þeir ekki aðeins yfir þekkingu á umbrotunum snemma á öldinni (einkum á þriðja áratugnum) heldur á „samþjöppuðum" inódemisma tveggja eða þriggja kynslóða. Semsé ekki aðeins á James Joyce, Virginiu Woolf, William Faulkner og Franz Kafka, heldur einnig Jorge Luis Borges, Samuel Beckett, Albert Camus, Gúnter Grass, Alain Robbe-Grillet og fleiri höfundum. Ég tel að í verkum íslensku höfundanna megi jafnvel sjá merki um „aðgengi“ þeirra að og úrvinnslu úr sköpunarstarfi þessarar margbreytilegu módemísku
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.