Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 87

Andvari - 01.01.1948, Side 87
ANDVAKI Uin Bjarna Thorarensen 83 harmaíuna hitaðri að neðan en ofan vökvaðri eldregni tára! Og ekki á síðasta erindið í þessum harmljóðum miður við hann: En þú, sem undan ævistraumi flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu’ ei laxinn, sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa! Því að hann leitaði sjálfur móti straumnum, meðan honum entist ævin. Ef hann hefði látið berast með straumnum, meir en hann gerði, hefði liann vafalaust komizt hjá sumum þeim óþægindum, sem geta valdið viðkvæmum sálum óþolandi beizkju og áttu þátt, og hann ekki lítinn, í því að stytta hon- um aldur; en heilablóðfall varð honum að bana og bar bráðan að, svo sem hæfði hans fjöruga anda og eirðarlausa lífi. Hann var annars „undarlegt sambland" af hugsjónaríku skáldi og áhugasömum embættismanni. Á þessu tvennu urðu jafnvel stundum skrítileg hausavíxl: annars vegar reyndi hann stundum að koma skáldlegum hugsjónum sínum að í hversdag- legustu efnum, t. d. í embættisfærslu sinni, á hinn bóginn var stundum ekki laust við, að ummæli hans um skáldleg efni hefðu á sér næsta hversdagslegan blæ, þótt barnsleg einfeldni þeirra sýndi að vísu, að þau voru fremur sprottin af ytri ástæð- um en eðlisfari hans, því að jafnvel slík ummæli tengdi hann samlíkingum. Þannig komst hann í bréfi, þar sem hann ræðir um ungan landa sinn,1) sem fékkst við skáldskap i stað þess að stunda lögfræðina, meðal annars að orði á þessa leið: „Mér þykir það ills viti, þegar ungir stúdentar taka að yrkja ljóð áður en þeir hafa lokið prófi; það cr aldrei affarasælt, að tdómstrið komi, áður en stöngullinn er fullþroska.“ Síðan 1) Bréfið er til Grims Thomsens sjálfs, dags. 15. febr. 1841, og hinn „ungi landi“ Bjarna er Grímur sjálfur. Bréfið er prentað í Skírni 1918, bls. 286—87. Þýð.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.