Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1933, Page 24

Andvari - 01.01.1933, Page 24
20 Fiskirannsóknir. Andvari Grindavík eða austan yfir fjall eða jafnvel frá fjarlæg- tim stöðum, eins og Vestmanneyjum og Stykkishólmi. Rannsóknarferðir hefi ég aðallega farið á togaranum >Skallagrími<; á honum fór ég tvær ferðir, aðra vorið 1931, norður fyrir land, hina í vor er leið á ýmis djúp- mið við vesturströnd landsins, eins og síðar verður getið nánara. — Þá er ég hafði yfirgefið >Dönu< á Siglu- firði 1931, dvaldi ég þar nokkra daga meðan ég beið eptir skipsferð (>Esju<) heim. Fékk ég tækifæri til að athuga mótorbátsafla af djúpmiðum þar út og vestur, góða viðbót við það sem ég hafði áður athugað þar um vorið á »Skallagrími<. En á leiðinni heim kom ég við á ýmsum stöðum, sem ég hafði eigi komið á í langa tíð og mun ég geta þess nokkuð nánara síðar. — í sumar sem leið yfirgaf ég »Dönu« á Patreksfirði og dvaldi þar vikutíma, því að þangað hafði ég ekki komið lengi, nema með örstuttri viðstöðu á »Dönu« 1924 og 1926. Fór ég þaðan heim á »Brúarfossi«, með stuttri viðkomu á Breiðafjarðarhöfnunum. — Loks skal ég geta þess, að ég hefi komið til Grindavíkur, bæði haust og vor, eins og undanfarið og safnað þar kvörnum úr þorski til aldurs-ákvarðana fyrir Árna Friðriksson. Svo var ég þar í viku í ágúst síðastliðið sumar og kom um leið til Keflavíkur. í ágúst 1931 brá ég mér til Borgarness og upp að Ferjukoti og hafði tækifæri til fá upplýsingar um veiðiskap Borgnesinga. — Loks skal þess getið, að ég brá mér til Kaupmannahafnar í sumar er leið (7.-25. sept.) til þess að hitta próf. Johs. Schmidt að máli; hann ætlaði að koma hingað til lands á >Dönu< í sum- ar er leið, en gat það ekki vegna fundahalda rann- sóknaráðsins; varð ég því að heimsækja hann. Skal nú skýrt nánar frá því, hvers ég hefi orðið vís- ari á þessum rannsóknarferðum.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.