Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 83

Andvari - 01.01.1933, Side 83
Andvari Á Arnarvatnsheiði. 79 að þúsund ára gömul bein má finna þar enn þá ófúin. Það eru ekki nema níu ár síðan er bein af manni fundust undir skúta í hraungjá, skammt fyrir austan Píjótstungu í Hvítársíðu. Þetta er rétt við þær slóðir, sem Grettissaga segir frá hinu fyrsta vígi Grettis, þegar hann varð missáttur við Skeggja samferðamann sinn, út nestismalnum, og hjó hann banahögg. Telja menn en9an eða lítinn vafa á því, að samfylgdarmenn Skeggja hafi búið honum hvílurúm, þar sem bein hans geymdust ^fúin í allar þessar aldir. Hraunið geymir líka allt vel, sem því er trúað fyrir. Þetta var heima við búfjárhaga; hafði þó dulizt fyrir augum manna allar þessar aldir. Þessi bein, sem eftir afar sterkum líkum, eru talin að ^ra af þessum Skeggja, fundu frændur tveir, Vilhjálmur tinarsson í Reykholti og Eggert Briem Vilhjálmsson. 'Jndruðust menn það mjög, að þeir skyldu gefa þessum 0rnminjum gætur á svo duldum stað. Eftir biskupsboði ^°fu bein þessi grafin í vígðri mold og var það gert í Reykholtskirkjugarði. É9 hefi skrifað þetta erindi með það fyrir augum að visa mönnum nokkuð til vegar, sem að sumarlagi vildu .a 'nn í þessar miklu óbyggðir, hvort heldur þeir stefna hrauns eða heiða. Og til þess að bregða lífi yfir andið, hefi ég getið lítið eitt um öræfin og viðburði Sem hafa skeð á þeim slóðum, þótt flest sé ósagt, sem ''ert væri að greina frá. Varla ganga menn svo um Hallmundarhraun, að þar sé ekki einhverja nýung að 'nna, svo sem hella í ótal myndum, og suma stór- jnerkilega. Má til nefna einn slíkan helli, sem leitamenn "ndu fyrir nokkrum árum, sem gengur frá Reykjavatni ' lökulkrók. Stóðu þar dropasteinar í fylkingum um ellisgólfið líkt og taflmenn á skákborði, og aðrir höfðu s*°rknað uppi í hvelfingu hellisins. Margir slíkir hásalir

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.