Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 10
10 12. september 2009 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Samfélagslegur kostnaður vegna reykinga á ári svarar til þess að allir Íslending- ar greiði um 94 þúsund krónur úr eigin vasa. Sígarettupakkinn þyrfti að kosta um 3.000 krónur ef reyk- ingamenn ættu sjálfir að bera allan kostnað sem fellur á samfélagið árlega. Þetta var meðal þess sem kom fram á tóbaksvarnaþingi Lækna- félags Íslands í gær. Áætlað er að 36 þúsund Íslendingar reyki í dag; rúmlega tuttugu prósent þeirra sem hafa náð fullorðinsaldri. Kostnað- ur samfélagsins er áætlaður hátt í þrjátíu milljarðar króna á ári. Í upphafi ráðstefnunnar gerði hópur lækna grein fyrir því að öfugt við almannatrú snertu tóbaksreykingar allar sérgreinar læknisfræðinnar með einum eða öðrum hætti. Kristín Þorbjörnsdóttir heilsu- hagfræðingur útskýrði að þegar kostnaður vegna reykinga væri reiknaður þyrfti að hyggja að mörgu. „Annars vegar er það kostn- aður einstaklingsins sjálfs og hins vegar samfélagsins í heild. Þessi kostnaður liggur mjög víða og má nefna kostnað heilbrigðiskerfisins, eldsvoða, mengun, rusl, forvarn- ir og framleiðslutap vegna ótíma- bærra dauðsfalla og örorku.“ Breskar rannsóknir sýna að 5,5 prósent heilbrigðiskostnaðar þar í landi er vegna reykinga. Séu þær tölur settar í íslenskan búning var þessi kostnaður á sjöunda millj- arð hér á landi árið 2007, að sögn Kristínar. Valgerður Rúnarsdóttir, lækn- ir hjá SÁÁ, fjallaði um reykingar sem fíkn. „Nikótínneysla er hegðun sem má fyrirbyggja og nikótínfíkn er sjúkdómur sem hægt er að með- höndla.“ Valgerður sýndi fram á að reykingar væru stærsta fyrirbyggj- anlega ástæða dauðsfalla í vest- rænum heimi en mun fleiri falla frá vegna reykinga en vegna slysa, hvaða nafni sem þau nefnast. Valgerður varpaði því fram á þinginu að sjö prósent fullorðinna Íslendinga hefðu leitað sér aðstoð- ar á Vogi og ekki væri ofreiknað að önnur sjö prósent þyrftu á aðstoð að halda. Níu af hverjum tíu þeirra sem kæmu á Vog reyktu, eins og tölur frá stofnuninni sýndu. Á þessu sæist að nikótínfíkn og fíkn almennt væru náskyld. Ögmundur Jónasson heilbrigðis- ráðherra flutti ávarp á þinginu og minnti á að 400 Íslendingar létu lífið af völdum reykinga árlega. Líta mætti á þá staðreynd í ljósi þess fórnarkostnaðar sem sam- félagið bæri af umferðarslysum en árlega deyja tuttugu til þrjátíu manns lífið í umferðarslysum á Íslandi. svavar@frettabladid.is Reykingar kosta 100.000 á hvern mann Niðurstaða tóbaksvarnaþings er að einskis megi láta ófreistað til að draga úr reykingum hér á landi. Boð og bönn virka og þeim ætti að beita í ríkari mæli. FRÁ TÓBAKSVARNAÞINGI Fjallað var um reykingar frá mörgum hliðum í gær og kom skýrt fram hversu fórnarkostnaður samfélagsins er gífurlegur vegna þeirra. Ögmund- ur Jónasson heilbrigðisráðherra tók til máls. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÁTTÚRA Nýliðinn ágústmánuð- ur mældist þriðji lægsti ágúst- mánuður hvað varðar heildar- fjölda frjókorna síðan mælingar hófust árið 1988. Heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík reyndist sá fjórði minnsti í 22 ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Í tilkynningunni kemur fram að algengast sé að lítið sé um frjókorn í september. Helst er að grasfrjó mælist, en þá yfir- leitt í litlu magni eða innan við tíu frjókorn í rúmmetra lofts á sólarhring. Fæstir finni fyrir þeim frjókornum. - kg Náttúrufræðistofnun Íslands: Lítið af frjó- kornum í ágúst VIÐSKIPTI Fyrirtækið Jóhann Ólafs- son & Co hefur átt í vandræðum síðustu misseri og var því skipt upp fyrr á árinu. Allar eignir og rekstur fóru yfir í GV-heildverslun, fyrir utan að Jóhann Ólafsson & Co hélt áfram með viðskipti á sviði lýsingar, undir nýrri kennitölu. Fyrirtækið flytur meðal annars inn Osram- ljósaperur. GV fór síðan í þrot. Jón Árni Jóhannsson framkvæmdastjóri segir að þess sé vænst að eignir GV fari langleiðina upp í skuldir. Ástæða þess að fór sem fór sé „gengisfall krónunnar og síversn- andi kreppuástand“. Fyrirtækið Jóhann Ólafsson & Co var stofnað árið 1916. - kóþ Rótgróið fyrirtæki í vanda: Jóhanni Ólafs skipt í tvennt Játaði rán í matvöruverslun Karl um tvítugt hefur játað að hafa framið rán í matvöruverslun við Hlemm fyrr í vikunni. Maðurinn, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. LÖGREGLUMÁL Kosningum flýtt Neðri deild tékkneska þingsins hefur samþykkt stjórnarskrárbreytingu svo flýta megi kosningum, sem haldnar verða jafnvel strax í nóvember. Efri deildin á eftir að samþykkja breytinguna, en búist er við þingslitum í næstu viku. TÉKKLAND Níkótínneysla er hegðun sem má fyrirbyggja og nikótínfíkn er sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. VALGERÐUR RÚNARSDÓTTIR LÆKNIR HJÁ SÁÁ Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Nánari upplýsingar og tillögur um breytingar á samþykktum eru á heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is. Sjóðfélagafundur Almenni lífeyrissjóðurinn boðar til sjóðfélagafundar mánudaginn 28. september 2009 á Grand Hótel Reykjavík kl. 17:15. DAGSKRÁ 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar um rekstur og afkomu Almenna lífeyrissjóðsins. 3. Tillaga og ákvörðun um sameiningu Almenna lífeyris- sjóðsins og Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka hf. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum. 5. Önnur mál. A N T O N & B E R G U R FELUMYND DAGSINS Hann sést ekki vel á myndinni, þessi litli blettatígur í dýragarði í Basel sem horfir stórum augum á ljósmyndarann. Fyrir aftan þann litla er móðirin Msichana sem snýr baki í okkur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LONDON, AP Breska lögreglan rann- sakar nú ásakanir á hendur MI6- utanríkisleyniþjónustunni þar í landi, þess efnis að erlendir fang- ar í haldi leyniþjónustunnar hafi verið pyntaðir. Þetta er í annað sinn á síðustu mánuðum sem framkoma starfsmanna leyniþjónustu Breta er rannsökuð sérstaklega. William Hague, þingmaður stjórnarandstöðunnar, bað utan- ríkisráðherrann David Miliband og forsætisráðherrann Gordon Brown skriflega um að rannsaka ásakan- ir breskrar þingnefndar á hendur leyniþjónustunni. Þar eru starfs- menn MI6 og MI5, innanríkisleyni- þjónustu Bretlands, sakaðir um að hafa pyntað fanga í sinni vörslu í Pakistan, Egyptalandi og Guant- anamo-fangabúðunum á Kúbu. Miliband, sem er æðsti yfirmaður MI6, segir í svarbréfi til Hague að leyniþjónustan hafi átt frumkvæði að því að málið yrði rannsakað. Það tengist ekki utanaðkomandi ásökun- um. „Ríkisstjórnin fordæmir pynt- ingar. Við munum hvorki styðja slíkar aðgerðir né biðja aðra um að framkvæma þær fyrir okkur,“ segir Miliband í bréfinu, sem birt var í gær. Lögregla staðfesti í gær að rann- sóknin tengdist ekki máli Eþíópíu- mannsins Binyam Mohamed, sem rannsakað var í júlí. Mohamed held- ur því fram að starfsmenn MI5 hafi látið pyntingar á sér afskiptalausar þegar hann var í haldi í Pakistan og Marokkó árið 2002. - kg Lögregla rannsakar meintar pyntingar af hálfu leyniþjónustu Bretlands: MI6 sökuð um pyntingar GUANTANAMO Meintar pyntingar bresku leyniþjónustunnar eiga meðal annars að hafa átt sér stað í fangabúðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.