Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 82
50 12. september 2009 LAUGARDAGUR Hljómsveitin Nolo sem er skipuð menntskælingunum Ívari Björnssyni og Jóni Baldri Lorange hefur vakið mikla athygli á síðunni Gog- oyoko.com að undanförnu. Þeir félagar hafa átt mest spil- uðu lögin á síðunni auk þess sem tvær stuttplötur þeirra hafa fengið góðar viðtökur. „Við byrjuðum að gera fyrsta lagið okkar árið 2008. Þetta byrjaði á því að ég fór í Góða hirðinn og fann gamlan tveggja hæða skemmtara og keypti hann,“ segir Ívar. Þeir félagar voru áður í hljóm- sveitinni Spooky Jetson sem tók þátt í Músíktilraunum 2007 og í Sidewalk. „Eftir marga tromm- ara og bassaleikara enduðum við tveir, hann á gítar og ég á hljóm- borð og á bassanum. Við fórum að semja stanslaust og ákváðum að sleppa því að vinna í tvö sumur til að reyna að semja meira.“ Nolo spilar epíska rólegheita- tónlist sem rennur sérlega ljúft í gegn. Áhrifavaldar þeirra félaga eru af ýmsum toga. Ívar hlust- ar á Marc Bolan og eitís-tónlist en einnig pönk og klassískt rokk, sem Jón er einnig hrifinn af ásamt blúsrokki. Ívar er afar þakklátur fyrir tækifærið sem þeir hafa feng- ið hjá Gogoyoko, sem nú er skráð með hátt í 900 íslenska flytjendur. „Þegar þetta var opnað fyrir almenningi sendum við lögin inn og upp úr öllum væntingum vorum við nr. 1. Gogoyoko hefur hjálpað okkur gríðarlega mikið að koma okkur á framfæri.“ Nolo gefur á næstunni út litla plötu hjá Braki, undirfyrirtæki Kimi Records. Einnig spilar sveit- in á tónleikaröðinni Réttir sem verður haldin í Reykjavík síðar í mánuðinum. Áframhaldandi laga- smíðar og upptökur eru sömuleiðis á döfinni. „Við erum með svo ótrúlega mörg lög sem við erum að taka upp. Á hverri æfingu erum við að semja eitt eða tvö lög,“ segir Ívar og greinilegt að Nolo á framtíðina fyrir sér. freyr@frettabladid.is Semja í stað þess að vinna NOLO Ívar Björnsson og Jón Baldur Lorange skipa hljómsveitina Nolo sem hefur vakið mikla athygli um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta var svo óeigingjarnt og fal- lega gert að maður fékk nánast tár í augun. Maður hefði haldið að peyj- ar sem þessir mundu heldur vilja eyða peningunum sínum í eitthvað annað,“ segir Ólöf Jóhannsdóttir, meðlimur Göngum saman-samtak- anna um peningagjöf frá Lúkasi Jarlssyni og Jóel Þóri Ómarssyni, tólf ára drengjum í Vestmannaeyj- um. Samtökin Göngum saman safn- ar fé til grunnrannsókna á brjósta- krabbameini. Lúkas og Jarl færðu samtökun- um peningagjöf að upphæð 30.000 krónur sem þeir höfðu safnað í um ár með því að leika tónlist fyrir fólk og gangandi. Faðir Lúkasar, Jarl Sigurgeirs- son, segir hugmyndina hafa alfar- ið verið drengjanna og er að eigin sögn mjög stoltur af syninum. „Þeir ætluðu svo sem ekkert að fara að safna pening heldur vildu bara skapa smá jólastemningu síðustu jól. Þegar fólk fór svo að gefa þeim pening þá datt þeim í hug að það væri sniðugt að styrkja gott mál- efni. Þeir gripu svo tækifærið þegar Göngum saman-gangan fór fram hérna í Eyjum um síðustu helgi. Það sem mér þótti svo gaman var að það var enginn að halda þessu að þeim, þeim datt þetta algjörlega í hug sjálfum,“ segir Jarl. Vinirnir, sem báðir leika á saxófón með skólalúðrasveit Vestmannaeyja, segjast vel geta hugsað sér að endur- taka leikinn fyrir næstu jól. „Þetta var mjög gaman, skemmtilegast var samt að gefa peningana til Göngum saman. Mér sýndist líka fólk hafa gaman af tónlistinni,“ segir Lúkas Jarlsson. Báðir drengirnir hyggjast halda áfram tónlistarnáminu í fram- tíðinni. „Okkur langar líka báðum að verða kokkar þegar við verðum stórir. Kannski opnum við saman veitingastað þar sem annar okkar spilar fyrir gestina á meðan hinn eldar,“ segja þeir Lúkas og Jóel að lokum. - sm Góðhjartaðir Eyjapeyjar GÓÐHJARTAÐIR VINIR Lúkas og Jóel söfnuðu fé til styrktar Göngum saman með því að leika tónlist fyrir utan versl- anir í Vestmannaeyjum. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON Kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham, segist ekki hafa viljað taka sæti Paulu Abdul sem Idol- dómari þótt henni hafi þótt gaman að hafa fengið að dæma í tveimur þáttum. „Ellen á eftir að vera frábær í þessu hlutverki. Mér sjálfri fannst fínt að fá að prófa þetta og geta svo haldið áfram í öðru. Þarna var margt hæfileika- ríkt fólk sem tók þátt,“ sagði Beckham sem að eigin sögn reyndi að vera jákvæð í garð þátttakenda. „Ég fann alltaf eitt- hvað jákvætt til að segja um hvern og einn. Ég er mjög andlega þenkjandi og trúi því að maður uppskeri sem maður sái, þess vegna fann ég allt- af eitthvað fallegt til að segja.“ Jákvæð kona Söngkonan Whitney Houston fór beint á toppinn á Billboard-list- anum í Bandaríkjunum með sína fyrstu plötu í sjö ár, I Look To You. Platan seldist í 305 þúsund eintök- um fyrstu vik- una á listanum, sem er nýtt met hjá söngkon- unni. Whitney hefur undan- farin ár átt í vandræðum í einkalífinu en virðist vera komin á beinu brautina á ný. Nýlega fór hún í viðtal hjá Oprah Winfrey og lýsti spjallþáttastjórnandinn því yfir að þetta væri besta viðtalið sem hún hefði nokkru sinni tekið. Viðtalið verður sýnt í þætti henn- ar í næstu viku í Bandaríkjunum. Whitney fór á toppinn „Ég er búinn að bjóðast til að taka Læðuna og geyma hana. Hún er náttúrulega best geymd hér,“ segir Árni Sigurpálsson, hótelstjóri á hinu sögufræga Hótel Bjarkalundi. Embættisverki Læðunnar, Suzuki Fox-smájeppa Ólafs Ragnars úr Nætur-, Dag,- og bráðum Fanga- vaktinni er lokið. Læðan var í stóru hlutverki í Dagvaktinni þar sem þre- menningarnir fengu vinnu á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit og nú vill Árni hótelstjóri stilla bílnum upp á staðnum. „Ég get geymt hana inni yfir vet- urinn og svo myndi ég stilla henni upp yfir sumartímann,“ segir Árni. „Ef þau þyrftu að fá hana aftur er ég búinn að lofa að redda því.“ Árni segir að gestir á Hótel Bjarkalundi hafi enn þá mik- inn áhuga á að skoða sögusvið Dag- vaktarinnar. „Já, það er mikið að gera hjá okkur og það er enn þá að koma fólk og fá að skoða,“ segir hann og bætir við að svefnherbergi félag- anna séu sérstaklega vinsæl. Loks er vopnið, sem Georg notaði þegar hann myrti Guggu enn þá notað til að steikja hamborgara ofan í svanga gesti hótelsins: „Já, pannan er í fullu fjöri!“ Læðan er komin aftur í hendur eiganda síns, að sögn Hörpu Þórs- dóttur, framleiðanda hjá Saga Film. Ekki náðist í eigandann við vinnslu fréttarinnar. - afb Vill Læðuna á Hótel Bjarkalund SÍÐASTA EMBÆTTISVERKIÐ Læðunni var stillt í partíi Stöðvar 2 á dögunum. VILL LÆÐUNA Árni hótelstjóri vill stilla Læðunni upp á Hótel Bjarkalundi. Hljómsveitin Mammút er á leið- inni í sína fyrstu stóru tónleika- ferð um Evrópu. Ferðin stend- ur yfir frá 4. til 27. nóvember og spilar sveitin í Þýskalandi, á Spáni, Ítalíu og víðar. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur,“ segir gítarleikarinn Arnar Pétursson. „Við höfum ekki gert svona áður. Við höfum farið í nokkra skottúra en núna verðum við úti í mánuð. Maður veit ekkert hvað maður er að fara út í og við erum ekkert með rosa- lega miklar væntingar. En það væri gaman ef það gengur vel.“ Record Records gefur út plötur Mammúts á Íslandi en sveitin er að leita sér að dreifingarsamn- ingi erlendis. „Það tekur tíma, þetta gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Arnar. Öll fjögur lögin sem sett hafa verið í spilun af síðustu plötu Mammúts, Karkari, hafa farið á toppinn á X-Dómínós-listanum. Eitt lag af fyrstu plötu sveitar- innar fór einnig á toppinn. Von- andi verða íbúar meginlands Evr- ópu álíka hrifnir í nóvember. - fb Mammút í Evróputúr MAMMÚT Hljómsveitin Mammút er á leiðinni í mánaðarlanga tónleikaferð um Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrirsætan og þáttastjórnandinn Heidi Klum á sem kunnugt er von á sínu fjórða barni. Í nýlegu við- tali ræddi hún um meðgönguna og sagðist enn varla trúa því hvað líkami hennar breytist mikið við það að verða barnshafandi. „Síð- ustu mánuðirnir eru ótrúlegir. Maginn á manni vex svo hratt! Lærin og rassinn sömuleiðis. Maður fær aldrei nákvæmlega sama vöxt og maður hafði áður en fyrsta barn fæddist, en þó næstum því og ég er ánægð með það,“ sagði fyrirsætan. Spjallar um meðgönguna WHITNEY HOUSTON Whitney virðist vera komin á beinu brautina á nýjan leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.