Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 55

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 55
Frá tannlæknanemum janúar s.l. Var þess rainnzt með mikilli liátíð þann 20. janúar. Hátíðin var tvi- skipt og fyrri hluti hennar hófst með há- tíðafundi i Tjarnarbúð. I>ar flutti Jakob Gíslason orkumálastjóri erindi, þar sem hann fjallaði m. a. um verkfræðistörf og framtíð verkfræði á íslandi. Seinni hluti hátiðarinnar fór fram að kvöldi sama dags í Dansskóla Hermanns Ragnars. VeÍ7.1ustjóri var Guðmundur Iljörnsson. Þótti gestum tuttugu ára afmæli félagsins vel minnzt. S.l. vetur var reist styrk stoð undir fé- lagsstarfsemi Félags verkfræðinema. Fékk félagið til umráða tvö herbergi í gömlu Loftskeytastöðinni. Er þar góð lestrarað- staða, auk þess sem húsnæðið er notað af nemendum til ýmissa félagsstarfa. Segja má, að félagsstarfseminni hafi bætzt önnur stoð á s.l. vetri, en þá koin út í fyrra sinn Segull, blað Félags verkfræði- nema. Var blaðið vandað að frágangi og flutti greinar verkfræðilegs eðlis og fréttir af félagslífi. Ritstjóri Seguls var Ólafur Bjarnason. S.Í.S.E. leitaði á miðjum vetri til Félags verkfræðinema um samstarf til undir- búnings ráðstefnu um verkfræði og verk- legar framkvæmdir á íslandi. í ágústmán- uði s.l. var ráðstefnan lialdin á vegum S.Í.S.E. og Félags verkfræðinema. Til hennar var boðið öllum verkfræðinemum heima og við nám erlendis, svo og helztu framámönnum á sviði verkfræði. Segja má, að Félag verkfræðinema hafi haft veg og vanda af öllurn undirbúningi. í undirbúningsnefnd áttu sæti: Óskar Svcrrisson, Leifur Benediktsson og Páll Jensson, allir við nám í Háskóla íslands. Ráðstefnan var sett að kvöldi 15. ágúst og stóð tvö kvöld. Fundarstjóri var Þórð- ur Vigfússon, verkfræðinemi f Berlfn. Milli 80 og 100 þátttakendur sátu ráð- stefnuna bæði kvöldin. S.l. vctur tóku nemendur i verkfræði- deild að íhuga, hvort ekki mætti koma við kcnnslutækjum til þess að lífga upp á hið þurra fyrirlestrahald. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að það væri hægt, en einnig varð þeim ljóst, að þessi kcnnslutæki kostuðu mikla pcninga. Þótti ncinenduin eðlilegt, að þeir kæmu frá Há- skólanum, en er leitað liafði verið til há- skólayfirvalda kom í ljós, að skólinn var svo að scgja févana og sá sér ekki fært að lcggja til allt það fé, sem til kaupanna þurfti. Ollum bar þó saman um, að þessi tæki væru þarfleg og natiðsynleg. Endir- inn varð sá, að nemendur hófu söfnun fjár, sem hefur gengið mjög vel, og vil- yrði fékkst hjá háskólanum uin framlag til þcssara kennslutækjakaupa. í október barst svo verkfræðideild höfðingleg pen- ingagjöf frá Sjóvá, að upphæð kr. 100.000,00, og áskilið var, að þeirri upp- hæð skyldi varið til kennslutækjakaupa og samráð yrði haft við F'élag verkfræði- nema um val þeirra. Hyggja nú stúdentar í verkfræðideild gott til glóðarinnar og ætla að taka tæknina í sína þjónustu. Ekki er hægt að láta hjá líða, að minn- ast lítillega á hina viðbjóðslcgu og lieilsu- spillandi bekki í kennslustofum skólans. Stúdentar í verkfræðidcild, sem sækja um 30 kennslustundir i viku, liafa setið á þess- um bekkjum í 28 ár. Auk þess sem bekkir þcssir eru sérlega óþægilcgir, eru þeir allir brotnir og laskaðir, og marr, brak og ískur eru yfirgnæfandi við fyrirlestrahald. Ef ckkert verður að gert, er ekkert liklegra cn stúdentar i verkfræðideild taki sig til og liendi bekkjunum út um glugga skól- ans og brenni þá á háskólalóðinni. Rétt er að geta þess hér, að á aðalfundi Félags verkfræðinema nú í haust var nafni félagsins breytt, og lieitir það nú Omcga, félag stúdenta í verkfræðideild. Kosin var ný stjórn, og í henni eiga sæti Hclgi Bjarnason formaður, Stefán Egg- ertsson ritari og Rúnar Sigfússon gjald- keri, og auk þeirra eiga sæti í stjórn Kristján Már Sigurjónsson og Sigrún Guðnadóttir. Úr stjórn gcngu Trausti Eiríksson, Pétur K. Maack, Guðrún Zoega, Jóhann Bergmann og Þorgcir J. Andrés- son. Hér hefur verið getið helztu atriða I starfsemi félagsins s.l. starfsár og einstakra baráttumála stúdenta i verkfræðideild. í nóvember 1968. Trausti Eiriksson. Tannlæknadeild Háskóla íslands var stofnu árið 1945, og þótti þá mörgum í stórvirki ráðizt, því cnda þótt hún hafi jafnan verið með ininni deildum skólans, þá hefur hún yfirleitt verið með þeim dýrari. Tannlæknadeild er ekki sjálfstæð, hún er undir áhrifavaldi læknadeildar, og er það að okkar áliti eitt mesta ólán hennar. Umhyggja „stóra bróður" fyrir „litla bróður" hefur að minnsta kosti liin síðari ár verið heldur til skammar. — í dag er deildin staðsett í kjallara Lands- spítalans. Við flutning hennar þangað urðu áhrif læknadcildar á liana enn meiri og var sízt á bætandi. Tannlæknadeild hafði upphaflega húsnæðið til ársins 1972, en leigusamningar hafa nú verið framlengdir til 1974. Ekki veit ég, hvort það getur talizt akkur hennar, því að hús- næði þetta er bæði lítið og ámerkilegt. Bezta lausnin hefði auðvitað verið sú, að byggja sérstaklega undir tannlæknadeild á háskólalóðinni sjálfri. Sú hugmynd að liola deildinni niður með læknadeild í framtíðarhúsnæði hennar er út í liött. Þessar tvær deildir ciga enga samleið, og cr hvorugii ágóði af liinni i námunda við sig, enda er læknadeildarhúsið ekki til á pappírnum ennþá. Værð hefur sem sé færzt yfir yfirvöld við það að stinga dcildinni í kjallarann. Ekkert hefur bólað á viðleitni til öflunar framtíðarhúsnæðis. Var málið orðið svo alvarlcgt fyrir tveim árum, að enginn ný- stúdcnt fékk þá inngöngu eins og frægt er orðið. Bjuggust menn nú við, að tann- læknadeildar biði liægfara dauði, enda heyrðist héðan og þaðan að leggja ætti liana niður. Svo stórhuga voru forráða- menn skólans og læknadeildar, að meðan rætt var um eflingu háskólans og stofnun nýrra deilda, var í sömu andrá ekki talið fráleitt að leggja niður rúmlega 20 ára gamla deild til þess að flýja vandamálin. F'élag tannlæknancma var stofnað 23. marz 1949 og á því tvítngsafmæli á næsta ári. Starfsemi þess licfur staðið með mesta blóma undanfarin ár. Á vegum félagsins er gefið út málgagn tannlæknanema, „Harðjaxl", 3—4 tölublöð á ári. F'élagið cr aðili að tveimur milliríkjasamböndum, alþjóðasambandi tannlæknanema (I.A.D. S.) og sambandi norrænna tannlækna- nema (N.O.S.). Vetrarþing N.O.S. var lialdið hér í Rcykjavík í febrúar síðast- liðnum og sóttu það um 20 fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum. Kann nú ein- kundur séu varla til mikils og lítt annað hverjum að detta í hug, að slíkar sam- en skemmtun ein. Sú er þó raunin, að hér fer saman gagn og gaman. Menn kynnast ekki aðeins tannlækningum og kennslu í þeirri grein meðal annarra þjóða, lieldur og er hér stofnað til pcr- sónulegra kynna, sem ómetanleg eru. Eitt mesta vandamál okkar tannlækna- nema leystist nú í sumar eða haust. Al- gert öngþveiti hefur ríkt í lestraraðstöðu stúdenta yfirleitt þar sem háskólabóka- safnið hrekkur skanunt. Félag okkar hef- ur lcngi reynt að fá lestrarpláss í næsta nágrenni Landsspltalans, en ekki orðið ágengt fyrr en nú í sumar. Háskólinn tók á leigu lestrarhúsnæði fyrir 23 nemendur tannlæknadeildar. Þökkum við rektor góðan skilning lians og háskólaritara vaska framgöngu í málinu. Tveir vísindaleiðangrar voru farnir á starfsárinu. Annar upp á Akranes í boði tannlæknisins á staðnum. Nú í haust voru svo bandarískir tannlæknir á Keflavíkur- flugvelli sóttir heim. Þeir starfa þar að jafnaði 5 talsins, og má það teljast góð þjónusta við ekki fjölmennari lióp en þar er. F’ræðslufundir um tannlæknisfræðileg efni eru orðnir fastir liðir í starfsemi fé- lagsins, og var á sfðastliðnu vori lialdinn mjög fróðlegur fyrirlestur um tannholds- sjúkdóma, sem mjög eru algengir liér á landi. Enn eitt baráttumál okkar, sem hafið böfum nám 1 II. og III. hluta, hefur ver- ið að fá aðgang að mastofu Landsspítal- ans. Þetta mál er orðið allgamalt, en imprað hefur verið á þvl við forráðamenn Ríkisspítalanna ár eftir ár. Skóladagur okkar er allstrangur, cða frá kl. 8—12 og 1—6 flesta daga, þannig, að örðugt er fyrir nemendur að komast heim í mat. l'yrir skömmu rættist svo úr, að heilsu tannlæknanema verður ekki hætta búin. Sigurjón H. Ólajsson. 55 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.