Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 57

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 57
Frá Félagi róftækra stúdenta l'élag róttækra stúdenta var stofnað 13. apríl 1934 sem samfylking frjálslyndra og róttækra stúdenta gegn vaxandi áhrifum auðvalds og fasisma innan Háskóla ís- lands. Var félagið fyrsta virka andstaðan gegn þessum öflum innan liáskólans, og varð því þegar mjög ágengt. í fyrstu störf- uðu í félaginu ýmsir þeir vinstri menn, sem sfðar liafa mjög komið við sögu vinstri flokkanna i landinu á Alþingi og víðar. Skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld klufu nokkrir félagar sig úr og stofnsettu Félag frjálslyndra stúdenta, cn Félag rót- tækra stúdenta tók upp sósfalíska stefnu- skrá og hefur síðan beitt sér fyrir út- breiðslu sósíalisma meðal stúdenta. Félag róttækra stúdenta hefur alla tíð tckið virkan þátt í félagslífi og hagsmuna- baráttu stúdenta. Það liefur gætt þess að svara kröfum hvers tíma og fylgja eftir nýjum viðhorfum. Félagið hefur verið eitt um að túlka í háskólanum málstað hinna framsæknustu afla þjóðfélagsins. Samkvæmt lögum Félags róttækra stúd- enta er markmið þcss að glæða skilning stúdenta á þjóðfélagsmálum og berjast fyrir sigri liins lýðræðislega sósfalisma á íslandi. Við núverandi Jrjóðfélagsaðstæður telur félagið efst á baugi að berjast fyrir því, að efna til fræðslu, kynningar og um- ræðu um sósfalisma og vandamál fslenzks þjóðfélags, að berjast fyrir eflingu ís- lenzkrar menningar og gegn hvers konar Jrjónkun við erlent vald, og að berjast fyrir sem víðtækastri samstöðu allra stúd- enta um hagsmunamál sín, fyrst og fremst varðveizlu óskoraðs sjálfstæðis fslenzku þjóðarinnar. þrjú pólitísku félaganna viðurkennt Jrað f verki, með stuðningi sfnum við B-list- ann, að ástæðulaust er, að hið úrelta flokkakerfi endurspeglist í háskólanum. Þetta er ckki merki um neinn „grímu- dansleik", heldur afleiðing ófidlnægjandi ástands og bending um nauðsyn samfylk- ingar framsækinna stúdenta. Það er ástæða til að hvetja stúdenta til að fylgjast mun betur með því, sem gerist á sviði félagsmála þeirra f framtíð- inni. Öllu lengur má það ekki dragast, að stúdentar vakni til meðvitundar um Jjjóðfélagslegt hlutverk sitt og skóla síns. Víst er, að án áhuga og afskipta þorra stúdcnta af málum sínum munu framfar- irnar láta á sér standa. Jón Eiríksson. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta Núgildandi lög Félags róttækra stúd- enta voru sett í október 1966, cn síðan liefur meiri festa komizt á félagsstarfsemi stúdenta og reynsla fengizt af þeim breyt- ingum, sem gerðar hafa verið á stofnun- um og samtökum þeirra, og verða lög fé- lagsins brátt tekin til nýrrar endurskoð- unar til að hasla því betur völl innan hinnar nýju skipunar. Æðsta vald f málefnum Félags róttækra stúdenta milli aðalfunda hefur fulltrúa- ráð þess, Rauðka. Hún er kjörin á aðal- fundi og hefur forystu um starfsemi fé- lagsins auk félagsstjórnarinnar. Síðastliðið sumar var félaginu kjörin sérstök sumarstjórn, er unnið hefur að undirbúningi aukinnar starfsemi félags- ins. Hana skipa Hafsteinn Einarsson stud. jur., Jón Sigurðsson stud. philol. og Þor- steinn Blöndal stud. med., en aðalfundur verður haldinn í nóvember. Félag róttækra stúdenta er eina stjórn- málafélagið f Háskóla íslands, þeirra er að B-lista samstarfinu hafa staðið, er lialdið hefur uppi sjálfstæðri starfsemi með fundahöldum, umræðuhópum og les- hringjum. Er nú í undirbúningi áætlun um starfið á þcssum vetri, cn félagið hyggst lialda áfram á braijt blómlegs fé- lagslífs sem áður. Nú, er forystu B-listans fyrir félagslífi stúdenta er lokið um skeið, er tími til að líta um öxl og endurmeta árangur sam- starfsins og taka ákvarðanir urn framtíð- arstarf og vettvang félagsins. Verður þetta gert jafnhliða almennu félagsstarfi f vetur. Félag róttækra stúdenta vinnur að stefnumálum sínum með útgáfu blaðs, fundastarfscmi og þátttöku f starfi S.F. H.í. Það gefur út Nýtt stúdentablað, hef- ur gengizt fyrir umræðum um stjórnmál og félagsmál, vandamál sósíalisma og vcrkalýðshreyfingar, og staðið fyrir les- hringjum tim menningarmál og listir. Það er öllum ljóst, að sósíalisminn er í hraðri sókn um víða veröld og sósíalísk lirræði við samfélagsvandamálum liljóta æ meiri byr. Tfmi fordóma og áróðurs- Jroku kalda stríðsins er liðinn. Félag rót- tækra stúdenta skorar á alla háskólanema að kynna sér stefnu og taka þátt f starfi félagsins. Allir Jicir stúdentar við Háskóla íslands, er aðhyllast stefnu þess, eiga heima í félaginu, og eru þeir livattir að skipa sér með Jiví undir merki hinnar vaxandi sósíalísku hreyfingar. F.R.S. VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, var stofnað árið 1935 af nokkrum há- skólastúdentum. Félagið er sjálfstætt stjórnmálafélag, sem grundvallast á lýð- ræðishugsjóninni eins og nafnið bendir til. Allir stúdcntar, sem aðhyllast lýð- ræðishugsjónina, geta því tekið þátt í störfum VÖKU. VAKA er stærsta og öflugasta stjórn- málafélag stúdenta. í lögum félagsins segir svo um tilgang VÖKU: Tilgangur félagsins er: 1. Að vinna að eflingu og útbreiðslu lýð- ræðis og lýðræðishugsjóna. 2. Að vinna gegn hvers konar áhrifum byltingarsinnaðra ofbeldis- og öfga- stefna á sviði félagsmála. 3. Að efla samtök stúdcnta til sameigin- legs átaks til þess að koma fram þeim málum, sem horfa stúdentum og ís- lenzku Jrjóðinni til heilla. Stefnn VÖKU marka Jijóðmálastefnur, aðalfundir, félagsfundir, fulltrúaráð og stjórn félagsins. VAKA barðist fyrir lýðveldisstofnun- inni. Nú bcrst VAKA fyrir varðveizlu lýðræðis, auknu svigrúmi einstaklinganna innan stjórnmálasamtaka og virkari þátt- töku þeirra í stjórnmálallfinu, en gegn flokksforysturæðinu. VAKA telur kosn- ingahættina, kjördæmaskipan og kosn- ingalög grundvöll stjórnmálastarfseminn- ar og berst fyrir skiptingu landsins alls í einmenningskjördæmi. Telur VAKA von til, að Jiá komist á raunhæft samband á milli Jijóðarinnar og alþingismanna og persónuleg ábyrgð manna komi 1 stað ábyrgðar ópersónulegra stjórnmálaflokka. VAKA beitir sér fyrir þátttöku Jrjóðar- innar í varnarsamstarfi vestrænna lýð- ræðisríkja. VAKA vinnur að bættum liag stúdenta og krcfsl Jicss, að stúdentum verði gefinn kostur á að lifa mannsæmandi lífi, án þess að lífsviðurværisbarátta komi niður á námi þcirra. VAKA vinnur að bættum liag stúdenta samtaka stúdenta að vinna að umbótum á kennsluháttum og bættu húsnæði Há- skóla íslands. Núverandi stjórn háskólans kallar á stóraukin áhrif stúdenta á stjórn stofnunarinnar. Starfsemi VÖKU greinist í þrjá megin- þætti: a) Margjiætt funda- og ráðstefnuhald um málefni stúdenta og Háskóla íslands, þjóðfélags- og menningarmál. b) Umfangsmikil blaðaútgáfa. Félagið gefur út „VÖKU“, blað lýðræðissinn- aðra stúdenta, og er meginefni blaðs- ins gieinar um málefni stúdenta og þjóðmál. Á þessu ári hafa Jicgar kom- ið út sjö blöð af „VÖKU“. c) Þátttaka i stjórn og starfi Stúdentafé- lags Háskóla íslands. VAKA stefnir á þeim vettvangi sem öðrum að umbót- um og aukinni fjölbreytni í félagsmál- um stúdenta. í kosningum til stjórnar Stúdenta- félags Háskóla íslands í haust voru eins og áður bornir fram tveir list- ar, A-listinn borinn fram af Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, og B-listinn, borinn fram af vinstri mönn- um og Vöku-andstæðingum. Vaka sigraði í kosningunum, hlaut 420 atkvæði og fjóra menn kjörna, en B-listinn hlaut 410 atkvæði og þrjá menn kjörna. Náði Vaka þar langþráðu takmarki, og eru Vöku- menn einhuga um að gera Stúdentafélag- ið að öflugu vopni stúdenta. VAKA er aðili að hinni íslenzku Viet- nam-nefnd og Grikklandshreyfingunni. í vor er leið voru eftirtaldir menn ein- róma kjörnir í stjórn VÖKU: Ármann Sveinsson, stud. jur., formaður, Sævar Björn Kolbeinsson, stud. jur., vara- formaður. Aðrir í stjórn: Jón Stefán Rafnsson, stud. odont., gjaldkeri; Kristó- fer Þorleifsson, stud. med., ritari; Ólafur Thoroddsen, stud. jur. og Stefán Skarp- héðinsson, stud. jur. ritstjórar. Stefán Pálsson, stud. jur„ Haraldur Blöndal, stud. jur. og Steingrímur Blöndal, stud. oecon. meðstjórnendur. Hið sviplega fráfall formanns félagsins, Ármanns heitins Svcinssonar, 10. nóvem- ber s.l. snart hjörtu manna og var sem reiðarslag. Ármann hafði vakið eftirtekt vegna framúrskarandi hæfileika til for- ystu. Hann var fullur eldlegum áhuga á málefnum þjóðar sinnar og bar starf hans innan VÖKU þess ljósan vott. Hann var drengur góður, málafylgjumaður hinn mcsti, en var ætíð fús til samkomulags væri Jiess nokkur kostur. VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, sér nú á eftir einum dugmesta leiðtoga sínum. Minning hans mun lifa meðal Vökumanna í stefnu þeirra og gjörðum, Jiannig verður hugsjónum hans komið fram. Haraldur Blötidal. 57 STÚDENTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.