Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 16
 ríkisframlagiö hærra en raun ber vitni. Ástæðan er auðvitað sú að það æpa alls staðar á okkur þarfirnar fyrir aukin framlög úr ríkissjóði til hinna ýmsu verkefna, ekki síst á sviðum mennta- og menningar- málum. Það þarf aö byggja yfir Háskólann. Það þaif að byggja yfir grunnskólann. Það þarf að byggja yfir framhalds- skólann. Það er fjöldinn allur af menningarstofn- unum sem ég vildi gjaman styðja, eins og Handritastofnun og Listasafn íslands. Það er stórt tap á Þjóðleikhús- inu, stórt tap á íslensku ópemnni, stórt tap á flestum menningar- stofnunum okkar. Allt kallar þetta á gífurlega mikið fjármagn úr ríkissjóði, og það fjár- magn kemur auðvitað ekki nema frá einum stað, þ.e.a.s. frá skatt- borgurunum í landinu. Þetta er alltaf spumingin um hvað skuli hafa forgang. Ef viö bemm saman framlögin til Lánasjóðsins og t.d. það sem fer í byggingar og rekstur Háskólans, sjá- um við að hlutfall sjóðs- ins er mjög hátt. Oflitlar endurgreiöslur - Svo aö ég nefni nokkrar tölur, nemur beint framlag ríkisins úr ríkissjóði á þessu ári 928 milljónum króna. Að auki tekur sjóðurinn lán að upphæð 800 milljónir króna. Þessar Qárhæöir eiga að standa undir lán- um, styrkjum og rekstri sjóðsins. En endur- greiðslur námslána í ár verða væntanlega aðeins 37 milljónir króna, sem með vaxtatekjum verða reyndar 108 milljónir króna. Allir sjá hve bilið er gríöarlega breitt. Og það breikkar ár frá ári, eins og málin standa núna, og af þessu hafa menn haft verulegar áhyggjur. Þetta er mál sem auðvitað er háskóla- ^Dæmi - framhald 9) Hitt er ung og atorku- söm kona, gift og móðir eins barns. Heildarnámsskuld hennarveröur 1.459.688 kr. Endurgreiösla hennar að námi loknu nemur á ári 32- 39 þús. kr. Fjörutiu árum eftir námslok, eða þ e g a r þessi kona verður um 65 ára gömul, falla eftirstöðvar lánsins niður, en þær verða þá um 85 þús. kr. Til að hún næði að greiða lánið upp, þyrfti því að bæta 3 árum við endurgreiðslutim- ann. 3-4 TVEIR MANNFRÆÐINEMAR Tveir námsmenn ljúka BA- námi í mannfræði í HÍ á 4 ámm. 3) Annar er einstakling- ur utan af landi sem býr í leiguhúsnæði í Reykjavík á meðan á náminu i HÍ stendur. Heildarnámsskuld hans fer í 934.200 kr. Endurgreiðsla hans að námi loknu nemur á ári 30- 36 þús. kr. , og hann greiðir upp skuld sína á 28 árum. 4) Hinn lendir verr út úr því, því að hann á maka og eitt barn allan tímann. Heildarnámsskuld hans nemur 1.167.750 kr. Endur- greiðsla hans að námi loknu nemur á ári 30-36 þús. kr. 5-7 ÞRÍR GUÐFRÆÐINGAR Nú komum við að þrem guð- fræðinemum sem stunda nám í HÍ í 6 1 /2 ár. En fjár- málahlið námsins hjá þeim er allólík. 5) Sá fyrsti er einstakl- ingur úr Reykjavík sem býr í heimahúsum á meðan á náminu í HÍ stenduiHeildar- námsskuld hans fer upp í 1.062.653 kr. Endurgreiðsla hans að námi loknu nemur á ári 30-36 þús. kr. og hann greiðir lán sltt upp á 32 árum. 6) Stúlkan sem við get- um nefnt guðfræðinema nr. 2 lendir verr út úr því, þó hún hafl ekkert til þess unniö annað en vera utan af landi og þurfa að leigja sér herbergi í Reykjavík, á með- an á guðfræðináminu í HÍ stendur. Heildarnámsskuld hennarveröur 1.518.075 kr. Endurgreiðsla hennar að námi loknu nemur á ári 30- 36 þús. kr., og þegar 40 ára endurgreiðslutíma lýkur um svipað leyti og starfsævi hennar sem p r e s t s , skuldar hún 224.325 kr., sem tæki hana 7 ár til við- bótar að greiða. 7) Þriðji guðfræði- neminn á reglulega bágt, því að hann á sér eiginkonu og eltt barn. Á fjórða námsár- inu í HÍ fjölgar meira að segja í íjölskyldunni um eitt bam. Að námi loknu er heildarnámsskuld hans komin upp í hvorki meira né minna en 2.510.663 kr. Endurgreiðsla hans að námi loknu nemur á ári 30- 36 þús. kr., en með þelrri greiðslu væri hann í 81 ár að greiða skuldina upp. Við lok 40 ára endurgreiðslu- tímans hefur hann hins vegar greitt 1.293.750 og skuldar 1.216.913 kr. 8-9 TVEIR KENNARAR AÐ AFLA SÉR RÉTTINDA í skóla nokkmrn austur á landi hafa starfað í nokkur ár tveir réttindalausir kennarar (“leiðbeinendur"), með stúdentsprófið eitt. Þau ákveða að bæta úr þessu og halda til náms, þótt þau eigi bæði böm og bum. Námið í Kennaraháskó- lanum tekur þau 4 ár. 8) Annar leiðbeinand- inn á sér maka og hefur hlaðið niður 4 bömum. Námslán hennar í heild verða því að upphæð kr. B4 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.