Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 49

Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 49
matur 5 Við gerð góðrar súpu þarf galdra sem felast í góðu skapi. Þrír úlfar og gæs. Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari ásamt úlfhundunum sínum tveimur með gæsasúpuna góðu. GÓMSÆT VILLIGÆSASÚPA FRÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N A Helgarmatseðill Weekend special Geysir Bistro & Bar Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, Sími: 517 4300, www.geysirbistrobar.is Forrréttur: Ofnbakaðir humarhalar m/humargljáa Owenbaked lobstertails w/ Lobster glaze Eftirréttur: Ítalskur vanillu búðingur m/mangó Mango panna cotta Aðalréttur: Nautalundir og Hreindýr m/rösti kartöflu, svepparagú og eplasósu Beeftenderloin and raindeer v/ rosti potado, mushroomragu and applesauce. Aðeins Kr. 4.900,- Verði ykkur að góðu. GÆSAGÚLLASSÚPA fyrir 6 4 gæsalæri salt og nýmalaður pipar 4 msk. olía 2 ½ dl hvítvín eða mysa 1 laukur, smátt saxaður 2 hvítlauksgeirar, smátt sax- aðir 1 paprika, skorin í litla bita 1 gulrót, skorin í litla bita 1 sellerístilkur, skorinn i litla bita 2 tsk. paprikuduft ½ tsk. kúmín 1 ½ msk. hveiti 1 lárviðarlauf 9 dl villibráðar- eða kjúkl- ingasoð, eða vatn og kjúkl- ingakraftur 400 g niðursoðnir tómtar í bitum 15 g þurrkaðir villisveppir, lagðir í vatn í 20 mín. 100 g kjörsveppir, skornir í bita ¼ tsk. cayenne pipar 6 msk. sýrður rjómi eða grísk jógúrt Kryddið lærin með salti og pipar og steikið í 2 msk. af olíu á vel heitri pönnu þar til lærin verða gullinbrún. Takið þá lærin af pönninni og setjið í pott. Bætið hvítvíni á pönn- una og sjóðið niður um helm- ing. Hellið þá víninu í pottin. Kraumið laukinn, hvítlaukinn, papriku, gulrætur, sellerí og sveppi í afganginum af olíunni í þrjár til fjórar mínútur. Þá er paprikudufti og kúmíni bætt á pönnuna og kraumað í tvær mínútur í viðbót. Hveitinu er þá stráð yfir grænmetið og kraumað í tvær mínútur. Hærið stöðugt í með sleif á meðan. Hellið þá grænmetinu í pott- inn, ásamt soðinu, niðursoðnu tómötunum og cayenne-pip- arnum og sjóðið við vægan hita í 60 til 80 mínútur, eða þar til kjötið af lærunum er orðið mjúkt. Takið þá lærið upp úr súpunni og skerið kjötið í ten- inga. Setjið þá teningana aftur í pottinn og sjóðið í fimm til tíu mínútur og smakkið til með salti og pipar. Setjið súpuna í skálar og bætið einni matskeið af grískri jógúrt í hvern disk og skreytið með til dæmis kórí- ander- eða óreganólaufum. GÆSAMAUKSÚPA MEÐ VILLISVEPPUM 2 msk. olía 4 gæsalæri salt og nýmalaður pipar 20 g þurrkaðir villisveppir, lagðir í volgt vatn í 20 mín. 100 g kjörsveppir, skornir í sneiðar 1 l villibráðar- eða kjúkl- ingasoð eða vatn og 1 msk. kjúklingakraftur ½ dl brandí 1 dl púrtvín sósujafnari 1 dl rjómi 4-6 msk. léttþeyttur rjómi Kryddið lærin með salti og pipar og kraumið í olíu í potti í þrjár til fjórar mínútur eða þar til lærin verða fallega brún. Bætið þá kjörsveppunum í pottinn og kraumið í tvær mín- útur. Kreistið þá vatnið af villi- sveppunum og setjið í pottinn ásamt tveimur desilítrum af sveppavatninu, villibráðarsoð- inu, brandí og púrtvíni. Sjóðið við vægan hita í eina og hálfa klukkustund. Takið þá lærin upp úr pottinum og skerið kjötið af beinunum. Skerið kjötið í litla bita og setjið aftur í súpuna. Látið sjóða í tíu mínútur í viðbót. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Þá er rjómanum bætt í súpuna og smakkað til með salti og pipar. Berið fram með léttþeyttum rjóma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.