Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.06.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framlcvœmdaslj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Síini 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Einu sinni var barnalegt góð- menni, sem hjelt að menn segðu altaf satt um náungann, því að hann hafði aldrei reynt annað. Hann var vitanlega alinn upp ein- hversstaðar fjarri hinni „æðri sið- menningu". En þar kyntist hann nýju fyrirbrigði. Hann hafði heyrt fólk skrökva en hann hafði aldrei heyrl málsmetandi menn ljúga jafn frek- lega og þeir segði að hvítt væri svart, og halda líkum staðhæfingum lil streitu. Það er gott fyrir þennan mann, að hann skuli vera dauður, en ekki dvelja i Reykjavík núna fyrir kosn- ingarnar. Því honum mundi véra kvöl að lifa. Hann mundi lesa öii blöð, til þess að komast að sann- leikanum. En árangurslítil mundi sú le.it verða. „Hvað er sannleikur?" mundi hann spyrja, eins og forðum gerði Pílatus. Aldrei er lesendunum boðið upp á eins óvandaða fæðu eins og vik- urnar fyrir alþingiskosningar. Þá þykir mest liggja við, að eignast itök í skoðun háttvirts kjósandans. og til þess að eignast þau ítök þykir lygin áhrifamesta meðalið, alveg eins og eiturgasið þykir í hernaði mi orðið. Skæðustu meðul mannsins eru ávalt neikvæð - þau eru drep- andi, eða spilla manninum, en l'æstir hugsa um að finna þau meðul sem bæta manninn. Þ. e. meðulin scm verka á hug mannsins og skoð- un. Líkaminn er settur hærra sál- inni hvað þetta snertir, þvi að fjöldi lækna er settur til þess að vaka yfir velferð hans. íslendingar hafa minkað i áliti er- lendra þjóða fyrir bardagaaðferðir sinar í stjórnmálum. Þjóðin er lil- il og einstaklingarnir þekkja hver annan, og líklega hefir baráttan orð- ið grimmari og persónulegri fyrir þá sök. Og svo hafa þeir skákað i því skjólinu, að aðrar þjóðir skildu ekki viðræður þeirra um stjórnmál og hlustuðu ekki á þær. í því skálka- skjóli skáka þeir enn, jafnvel þó að þeir sjeu farnir að finna, að hljóð- bærara er enn áður gegnum vegg- inn, sem skilur þá frá nágranna- þjóðunum. En sjálfrar sín vegna er þjóðinni nauðsynlegt, að taka upp nýja háttu i umræðum um stjórn- mál. Þau eru að verða að pest, sem góðir menn hafa beyg af, i stað þess að vera göfugmannleg viður- eign l'imra íþróttamanna, sem kunna að beita rökum i stað ósanninda og glæsimensku i stað óþokkaskapai. Ei' islenskir stjórnmálamenn temja sjer að gerast íþróttamenn í ræðum og rökfimi, munu „háttvirtir kjós- endur“ hlakka til kosninganna i stað þess að kviða fyrir þeim. Flugfjelag i Akureyri. Kofoed-Hansen flugmálaráðunaut- ur hafði merk tíðindi að færa, þeg- ar hann kom úr Akureyrarför sinni um inánaðarmótin síðustu. Nokkr- um áhugamönnum í höfuðstað Norð- urlands hafði á skömmum tíma tek- ist að safna um 25 þúsund krónuin í hlutafje nýs flugfjelags þar nyrðra og jiegar síðast frjettist að norðan var fjárupphæðin komin upp í 40.000 krónur. Hefir þetta nýja fje- lag nú afráðið að festa kaup á llýrri Waco-flugvjel, sem getur verið kom- in hingað til lands nú á miðju sumri, ef engin ófyrirsjáanleg al- vik eða hömlur verða þar á vegi. Vjelar þessar eru ódýrar í rekstri, hafa 225 eða 275 ha. hreyfil, en geta borið 4—5 menn. Lendingar- útbúnaði þeirra er hægt að breyta, og lenda þeim á vatnsskíðum bæði á sjó og snjó, eða setja undir þær bjól og lenda þeim á velli. Er lík- legt að fyrnefndi útbúnaðurinn verði notaður í reynsluflugunum til að byrja með og að fyrst og fremst verði hugsað um að halda uppi flug- ferðurh milli Akureyrar og Reykja- víkur, beina leið. Vjelar af þessari tegund bafa verið notaðar mikið i Noregi og gefist ágætlega. — Myndin hjer að ofan er af þessari vjelar- tegund. Með þessari fjelagsstofnun hafa Akureyringar endurnýjað sókn Jiá í flugmálum, sem hafin var hjer syðra, fyrir 17 árum, en endaði fyrir nokkrum árum með ósigri. Sá er munurinn þá og nú, að þörfin á flugsamgöngum er orðin brýnni en hún var og skilningur almennings á þýðingu flugs hefir stórum aukist. Og nú eiga íslendingar sjálfir út- lærða flugmenn og flugvjelfræðinga, íin þeir voru engir til fyrir tíu ár- um. Aðstaðan er þvi breytt og má telja fullvíst, að Reykvíkingar hefj- ist nú handa á nýjan leik og stofni fjelag, svo að þeir verði ekki eftir- bátar Akureyringa, og að stjórnar- völdin leggi þessum málum svo gott lið, að þau komist á fastan grund- völl og heilbrigðan. Það er gott að leggja fje til þess að vega landið, brúa árnar og efla samgöngurnar a sjó, en hinu má ekki gleyma, að leiðir loftsins eru leiðir framtíðai ■ innar og eru orðnar leiðir nútíðar- innar í öllum löndum Evrópu nema íslandi. Hjer í Reykjavík er nú ekki til nema ein lítil skemtiflugvjel sú, sem Ilelgi Eyjólfsson keypti frá Ameríku í fyrra. Fálkinn birtir mynd af henni hjer að neðan, i lieirri von að hann geti birt aðrar myndir af íslenskum flugvjelum að ári um þetta leyti, til samanburðar um framfarir flugs á íslandi í na- inni framtíð. Ekkjan Þorbjörg Gnðmunds- Guðjón Björnsson oerslunarm., dóttir í Ásgarði við Stokkseyri Lindargötu 26, verður 70 ára varð 70 ára 4. þ. m. 14. \þ. m. Nýr vígslubisknp. Hinn 2. þ. m. voru talin atkvæði presta i Hólastifti forna um kosn- ingu vígslubiskups, í stað fyrverandi vigslubiskups, Hálfdans Guðjónsson- ar prófasts á Sauðárkróki, sem ljest síðastliðinn vetur. Kosningu hlaut síra Friðrik Rafnar prestur á Akur- eyri og fjekk lö greiddra atkvæða, en önnur atkvæði fjellu einkum á l>á prófastana síra Stefán Kristins- son á Völluhi i Svarfaðardal og síra Guðbrand Björnsson á Hofsósi. Síra Friðrik er maður rúmlega fertugur og hinn glæsilegasti kennimaður, sem þegar hefir áunnið sjer traust innan klerkastjettarinnar, eins og kosning hans sýnir, því að undan- farið hefir það ávalt verið venja presta, að kjósa til vígslubiskupa rosknari menn en hann. Ilafa allir vígslubiskupar hingað til verið eldri að árum, er þeir voru kosnir til vígslubiskupa en þeir tveir, sem nú bíða eftir vígslu í embættin sunnan lands og norðan, þ. e. sira Bjarni dómkirkjuprestur Jónsson og síra Friðrik. Sunnanlands hafa áður ver- ið vígslubiskupar þeir síra Valdi- mar Briem og Sigurðuv P. Sívertsen prófessor, en norðan síra Geir heii- inn Sæmundsson og síra Hálfdán Guðjónsson. Hinir nýju biskupar nuinu báðir verða vígðir í sumar. Birtist hjer mynd af síra Frið- rik. Fimlíu ára er Ásgeir H. P. Hraun- dal rithöfundur, Sogabletti 8. Hann er fœddur 13. júní 1887, í Hraun- dal á Langadalsströnd. Foreldrar hans voru Pálmi Pálmason bóndi og Valgerður Þórðardóttir tjósmóði- ir. Þau hjón bjuggu í Hraundal 22 ár, en þá dó Pálmi, ungur að aldri, 1894, en Valgerður lifir enn, nú á tíræðisaldri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.