Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1937, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.06.1937, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Fljótt! Flýttu þjer! Þú ger- ir mjer greiða með því! Jeg hljóp bak við tjaldið. Þar stóð jeg og hlustaði og jeg gat ekki að því g'ert, að mjer fanst þetta all vera fyllilega óraun- verulegt, ])egar fram i sótti. Jeg lieilsa þjer! var sagt á kínversku. Erum við einir? Hvað slýrir för þinni hing- að? Hvað er erindi þitt? spurði Tsjin og slepti öllum kínverska siðaformálanum, sem þeir gulu annars tíðka. Vertu þolinmóður, Tsjin. Innan skamms verður þjer all kunnugt. Jeg er meðlimur „Bræðrafjelags liinna rjettlátu“ eins og þú. Segðu mjer þá hvað þjer er á höndum. Erindi ])itt mun ekki vera annað en að tilkynna mjer að fresturinn er að renna úl. Hversvegna þarftu að hrópa þetta upp i andlitið á mjer, úr því að þú veist, að jeg get ekki gleymt því? Jeg sá hvernig gesturinn færði sig nær Tsjin. Rólegur og eins og með áherslu á hverju orði sagði hann: — Þjer skjátlast, sonur Tsjin! Gef þú mjer rýting bræðralags- ins og þá skal jeg mvrða Chwan Chu f Það varð löng, nístandi þögn i stofunni. Hvernig —? stamaði Tsjin að lokum. Þú ætlar að drepa Chwan Chu fyrir mína hönd? Hversvegna 7 Um rifu á tjaldinu hafði jeg getað horft á þessa óvenjulegu samfundi. Gesturinn sat á stóln- um, sem jeg hafði setið á. Á litla borðinu milli hans og Tsjin blik- aði á langan rýtinginn. Chwan Chu hefir svívirt lög bræðrafjelagsins. En þú veist, sonur Tsjin, að það er til eitt hoðorð, sem við aldrei hrjótum: „Gleymdu aldrei vini, fyrirgefðu aldrei óvini!“ Jeg þekki það, sagði Tsjin, og' jeg geri þá ráð fyrir, að Chwan Chu sje óvinur þinn!“ Nei, alls ekki. En faðir þinn var vinur minn! Tsjin hallaði sjer aftur á bak í stólnum: — Nú fer jeg að skilja. Faðir minn liefir ein- liverntíma g'ert þjer greiða, sem þú ætlar að endurgjalda með þvi a'ð drepa Chwan Chu fyrir mig. En hefir hann nokkurn- tíma gerl þjer nokkuð ill? —Aldrei! En livað kemur það málinu við? „Bræðralag' hinna rjettlátu“ hefir dæmt hann til dauða. Fyr eða síðar drepur ein- liver liann í fjelagsins nafni. Þú ert ungur og átt fagra framtið fyrir höndum, en henni verðiir fvrirgert ef þú framlcvæmir verknaðinn. Jeg er gamalll mað- ur, jeg' vil gera þetta fyrir þig. Með því horga jeg' skuld mína við föður þinn, og „hinir rjett- látu“ vita ekki annað en að hönd þín h'afi stýrt rýtingnum. — Ilið góða tilboð þitt lirærir Gjðrningarnar í verslunarhúsinu. huga minn djúpt, svaraði Tsjin. Jeg þakka þjer fyrir það. En vitanlega get jeg' ekki hugsað mjer að taka á móti því, og — hann leit aftur á klukkuna og eftir fimm mínútur hefi jeg sjálfur afráðið, hvernig mjer heri að liaga rnjer í þessu máli. Ekkert tilboð er ótækt, son- ur Tsjin. Og jeg' ætla að gera þetta. Það eina sem jeg þarf með er rýtingurinn, sem þjer hefir eflaust verið sendur til þess að Cliwan Chu fjelli fyrir vopni „hinna rjettlátu“. í sama hili kom hann auga á rýtinginn á borðinu. Hann tók viðhragð og greip hann. Faðir þinn bjargaði mjer og minum frá hungurmorði og jeg hefi aldrei g'etað sýnt hon- um þakklæti mitt. Loksins núna get jeg borgað af þeirri skuld. Þjónninn hafði komið inn i herbergið án þess að þeir tæki eftir. Herra, sagði hann, það stendur maður lijerna úti, sem segir, að þjer hafið bundið fast- mælum við hann, að hann kæmi á þessari. stundu. Tsjin leit aftur á klukkuna. Það er rjett, sagði liann lágt. Segi'ð gestinum, að jeg skuli laka á móti honum rjett undir eins. Þjónninn fór út. Jæja, svo að faðir minn hefir bjargað þjer. Já, mig rám- ar eithvað í það. En það er merkilegt að jeg skuli ekki muna hvað þú heitir. Augnahliki síðar sá jeg að þeir spruttu báðir upp í senn eins og' nöðrur. Borðið valt um og í gegnum hávaðann heyrði jeg Tsjin hrópa í æsingi: Þú ert sjálfur Chwan Chu! Já, öskraði Chwan Chu. — Og til að greiða skuld mina við fjölskyldu þina .... Nei, jeg banna þjer það . . . . ! Jeg gat ekki á mjer setið að koma fram þegar jeg hevrði ör- væntingaróp Tsjins. Nokkrum vikum seinna sát- um við Tsjin saman og vorum að drekka te. Þá sagði hann. Kanske var þetta besta lausnin. Það hefði verið úti um Chwan Chu hvort eð var. Og, hætti hann við nokkru seinna og hrosti raunalega þó að kvnlegt sje, þá loðir svo lítið kátliroslegt atvik við þennan raunalega atburð: Alt hitt hefir „Bræðrafjelag hinna rjettlátu“ getað skilið að jeg ginti Chwan Chu heim til min og að jeg hafi drepið liann með þess- um rýtingi. En hvernig jeg hefi getað fengið þig, livítan mann- inn, lil þess að sverja fyrir rjett- inum, að Chwan Chu hafi fram- ið sjálfsmorð það geta þeir aldrei til eilífðar skilið! Alll með Islenskum skrpum' »fi C 1EGFRIED HAGENS MAGASIN var að verða gjaldþrota. Hagen hafði setið tangt fram á nótt og reiknað og áætlað. Nú sat hann yfir bókunum kengboginn og úrræða- laus. — Nú getur ekki einu sinni andskotinn hjálpað mjer, andvarp- aði liann. En þá heyrði hann hvísl- að fyrir aftan sig: Eruð þjer nú viss um það, stórkaupmaður? Hann spratt upp lafhræddur, Þarna stóð pattaralegur og bráð- snyrtilega búinn maður fyrir aftan hann, dökkur á brún og brá eins og suðurlandabúi. Þessi næturgestur mintist ekkert á hvaðan hann kæmi, hann hneigði sig bara djúpt, brosti alúðtega og sagði: — Afsakið að jeg trufla yður. En mig langar til að gera yður tilboð. Jeg skal ábyrgjast yður, að jeg skal ekki aðeins koma verslun yðar á rjettan kjöl aftur heldur Jíka gera hana voldugri en yður dreymir um. Hvernig? Það er ofur einfalt. Jeg útvega yður allar vörur sem þjer þurfið, alt fyrsta flokks vörur — og alveg ókeypis. Hagen stórkaupmaður gat varla stilt sig ,um að hlæja. En svo varð liann fjúkandi vondur og hrópaði: Jeg er ekki upptagður fyrir spaug. Ef þjer þegið ekki, skal jeg sjá um, að þjer liypjið yður á' burt, og það lieldur fyr en seinna. Augnablik! brosti gesturinn kurteislega, — mjer er alvara með þetta tilboð. En það fylgja því ofur- litil skilyrði. Þjer verðið að skuld- binda yður til þess að selja hverja nýja vörusendingu sem þjer fáið, lofurlítið ódýrar en þá næstu á undan. Þjer standið yður vel við það, þegar vörurnar kosta yður ekki nein. En ef þjer haldið ekki þetta skil- yrði þá kemur 13. grein samnings- ins til framkvæmda. Þá fæ jeg full- an eignar- og ábúðarrjett á sál yðar og atls starfsfólksins, sem hjá yð- ur er. Þjer eruð andskotinn? spurði Hagen lafhræddur. Þjer eigið kollgátuna. En nú skuluð þjer ekki láta slúður ög bak- nag frá keppinautum mínum fæla yður frá, að taka þessu góða boði. Hann tók fram skjalamöppuna sina og upp úr henni tvö samrit af samningi gerðum á pergament, sjálfblekung og ofurlitla sprautu. Leyfið mjer að soga nokkra dropa af blóði úr hæstvirtum æð- ununi á yður —- svona, þakka yður fyrir — jeg vissi að jeg átti við duglegan kaupsýslumann. Hann fylti pennann með lilóðinu, sem hann hafði sogað úr liandleggnum á stór- kaupmanninum og rjetti honum hann, að skrifa undir. Hagen tók pennann eins og í draumi og skrif- aði nafnið sitt. Og nú skuluð þjer gefa mjer skrá yfir vörurnar, sem yður vantar. En Hagen hristi höfuðið. - Jeg þarf ekki á neinu að halda í hili. Það liefir ekkert gengið út hjá mjer upp á síðkastið. — Jæja þá, sagði andskotinn. Setjið þjer allar vörurnar rriður og sjáið til hvort |iær ganga ekki út. Jeg skal fylla hillurnar hjá yður jafnóðum. í hvert skifti sem þjer þurfið eitthvað þá útfyllið þjer þennan pöntunarseðil og sendið okkur hann — liað er ekki annur vandinn en að bera eldspítu að honum og brenna hann. Þá kemst liann til skila. Það tagði brennisteinsþef um herbergið og gesturinn var horfinn. AGEN stórkaupmaður var hálf- ruglaður eftir þessa heimsókn, en tók samt samninginn og læsti hann inni í skáp. — Eintóm blekking, tautaði liann en það er nú sama. Og um nótt- ina svaf hann vært — i fyrsta skifti um tangan tima. Morguninn eftir setti hann alt vöruverð niður um helming. Með risavöxnum auglýsingum í gluggun- um tilkynti liann að „vegna mjög hagfeldra innkaupa sje jeg mjer fært, að selja allar vörur ótrúlega ádýrt“. Og það gekk vel. Fyrst seldist kaffið upp, svo sykur, tóbak, líf- stykki, grænsápa og lakaljereft, Það var ekki laust við að Hagen hefði dálítinn hjartslátt, þegar hann skrif- aði l'yrsta pöntunarseðilinn og kveikti i honum. En alt kom heim, morguninn eftir voru nýjar vörur komnar í hillurnar. Skiftavinirnir beittu pústrum og hrindingum til þess að komast að búðarborðunuin og svo varð að lokum að raða fólk- inu i biðraðir. Allar aðrar verslanir stóðu galtómar, fyrst þær sem i ná- grenninu voru og síðan í öllum bæn- um. Peningarnir hauguðust samaii og að lokum varð að taka tómar lunnur undir þá og velta þeim í bankann. Eftir hálfan mánuð var ekki snefill eftir af gömlu birgðun- um, alt var uppselt og nýjar vörur komnar í staðinn. Og eins og samningurinn hafði niælt fyrir voru nýju vörurnar á- valt seldar ögn ódýrar en þær fyrri. Fyrst i stað voru þær lækkaðar um eiiin af hundraði, svo liálfan og loks ekki nema einn af þúsundi. Aðcins vörur sem gengu illa út, svo sem majolikaskálar og hrákadallar voru settar niður um tiu af hundraði. Húsakynnin urðu of lítil. Húsa- meistarar gerðu uppdrætti að nýjii stórliýsi og það var reist og borgað út i hönd. J-JINIR kaupmennirnir í bænum sendu lögreglustjóranum kæru og siikuðu Hagen um óheiðarlega sam- kepni, en það varð árangurslaust. Þvi að enginn einasti lögfræðingur í bænum hefði þorað að sækja mál- iðj þeir liefðu þá átt konuna sina á fæti, að fara að lögsækja mann fyrir að selja ódýrt. Við sjáum til hve lengi liann getur hallið þessu áfram, sögðu veslings kaupmennirnir. Ein- hverntíma springur hann. Hagen varð ríkasti maðurinn i bænum, eignaðist höll, tylft af luxus- bílum og flugvjel. Konan lians hafði lengi verið vanheil, en iiú voru dýrustu læknaprófessorar fengnir til að klastra hana. Sonur hans kom gjaldþrota gólfklúbb á laggirnar aft- ur og stofnaði bridge-klúbb fyrir fátæka spilamenn. Önnur dóttirin giftist afkomanda fursta sem hafði verið settur af og hin trúlofaðist frægum stórsvindlara. Og Hagens- ættin lifði hvern dag í dýrðlegum fagnaði. Og vörurnar í versluninni urðu sifelt ódýrari. Viðskiftin jukust í sífellu. Nú var starfsfólkið orðið 860 manns. En nú var verðið á ýmsu komið ofan í núll, og það var fartð að ræða um, hvort ekki ætti að byrja að gefa með sunium vör- unum. pÁ FÓR SIEGRIED HAGEN að kviða. Gamla svefnleysið fór að bæra á sjer á ný, og hann ljettist um mörg pund. Loks fór hann tii niálaflutnings- manns og sagði honum, livernig í öltu lá. Þeir sátu lengi fyrir luktum nyrum og ræddu málið. En þegar jieir skildu var Hagen i besta skapi og ljómaði af ánægju. Og einn góðan veðurdag liafði alt verðlag i versluninni verið seri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.