Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.07.1940, Blaðsíða 5
F Á L K. I N X sár auðmýking. Andstæðingar hans koina því til leiðar, að hann verður að fallast á, að láta sjer- staka læknanefnd rannsaka ná- kýæmlega líkamlegt heilbrigði sitt. En læknanefndin lýsir þvi yfir, að hann sje nægilega hraust- ur til þess að laka að sjer forseta- embættið. Og nú lætur Roosevelt ekki á sjer standa, eins og ham- hleypa gengur hann út i kosn- ingabaráttuna gegn Hoover. Dag og nótt ekur hann um þvera og endilanga Ameríku. Við hverja stöð nemur lest hans staðar. Hornafloklcur hans leikur. For- setaefniS gengur út á pallinn og ávarpar fólkið: „Hjer er liinn lijálparyana og vonlausa mannvera, sem and- stæðingar mínir hafa svo kallað, jeg hefi flutt 15 ræður í dag, þessi er sú 16 ....“, Svo heldur hann áfram og kem- ur víða við. „Ef við eigum að komast hjá hruni, verður að grípa til nýrra ráða. Stóriðnað- ur og fjármálaauðvaldið hefur herfilega misnotað aðstöðu sína. Það eru 1 Smiljónir atvinnuleys- ingja i Bandaríkjunum. Þeir sem hingað til hafa haft spilin á hendinni, hafa haldið slælega á þeim. Nú verða spilin að gefast um. Kjörorð Roosevelts í kosn- ingum: „New Freedom and Square Deal“, varð í styttingu „New Deal“, sem einnig þýðii- á amei-ikönsku: ný spilagjöf. Roosevell var kjörinn forseti með meira atkvæðamagni en nokkur fyrirrennari. hans. 44 af 48 ríkjum styðja hann. En lion- um veitir ekki heldur af þessum stuðningi. Hann tekur við for- setaembættinu á þeim tíma er nærri liggur við byltingu í Banda ríkjunum. Þúsundir bænda tapa jörðum sinum, sem seldar eru á neyðaruppboðum, stórfyrirtæki lirynja, almenningur keppist um að laka sparifje sitt út úr bönk- unum, svo að sumir bankanna höfðu þegar lokað. Fyrstu nóttina sem hann var forseti samdi hann frumvarp að nýjum bankalögum. Næsta dag þegar hann er að semja langa ræðu um þessi mál, kemur hann auga á málara, er situr á „palli“ rjetl við gluggann hans ög er að mála framhlið hins Hvíta húss. Hann kallar til málarans og biður liann, að smeygja sjer inn um gluggann og tala við sig. Fáið yður sæti, segir for- setinn, siðan byrjar liann að þylja útvarpsræðu um bankamál vfir málaranum, og þegar hon- um finst áhugi hans vera að fjara út, þá breytir liann þeim hluta handritsins, því að hann vill tala þannig, að allir skilji hann. Og ])að hefir Roosevelt tekist flest- um betur. Allir kannast við viðreisnarlög- gjöf Roosevelts. Ilún fól í sjer al- hliða viðreisn í atvinnulifi Banda- ríkjanna, hjálp til bændanna, við- O Þaö er sagt, aÖ Roosevelt gefi sjer jafnantíma til alls, og þó hlýtur maÖurinn aÖ vera allmjög önnum kaf- inn. Hjerna er hann aÖ gæla viÖ verðlaunabelju er hann sá á sýningu einni í Rhineheck í New Yorkriki. urkenningu verkalýðsfjelaga og takmarkanir á braski og spá- kaupmenslcu. Viðreisnarlöggjöf- inni var tekið með mikilli lirifn- ingu meðal almennings í Banda- ríkjunum, sjerstök hreyfing var sett á laggirnar undir forystu Franlc, sonw forsetans ofi kona hans. Johnsons hershöfðingja. Allir þeir, sem styðja þessa hreyfingu hafa levfi til þess að setja „bláa örninn“, sem er tákn hennar á brjefsefni sin. Alda hrifningar rís um forsetann. Honum tókst að sigra sinn eigin sjúkdóm og almenningur trúir því, að lionum muni einnig takast að sigrast á sjúkdómum hins ameriska þjóð- arlíkama. Og Roosevelt tókst það. Atvinnulíf Bandaríkjanna rjetti við. Hann gat lejd't sjer að brosa. Almenningur kallar liann líka hinn brosandi forseta. Margir andstæðingar hans viðurkenna árangur þann, sem liefur náðst. Stállconungur einn skrifar Roose- velt lof um athafnir hans. Roose- velt segir við ritara sinn: - Berið stálkonunginum kveðju mína, og segið honum, að kring- umstæðurnar verði aldrei þann- ig aftur, að hann geti g'rætt milj- ón dollara á ári. En andstæðingar eins og Ford og Morgan, kæra sig ekki um af- skifti annara af viðskiftaaðferð- um sínum. Þeir ákæra Roose- velt fyrir að hafa brotið stjórnar- skrána. Hæstirjettur, sem slcip- aður er að meiri hluta aftur- haldssömum öldungum felst á skoðun þeirra, og því er lýst yfir, að mikill hluti viðreisnarlöggjaf- arinnar komi í bága við stjórnar- skrána. Roosevell er í vanda staddur, en hann vill ekki gefasl upp. Han heldur útvarpsræðu þar sem hann minnir á hvemig ástatt var þegar hann tók við: — Sumarið 1933 fjell gamall vingjarnlegur maður í sjóinn. Hann var ósyndur, en snarráðum LINCOLN ÚU STEINl. Mið fræga ininnismerki i Kusli- more-fjalli er nú nærri þvi fullgerl. Hafa andlitsmyndir ýmissa Banda- vinum hans tóksl að bjarga hon- um, aðeins hatturinn hans varð öldunum að bráð. Þegar búið var að fá líf aftur i gamla manninn þakkaði hann vinum sínum fyrir björgunina. En nú meira en þremur árum eftir að óhamingj- an skeði, ræðst hann að vinum sínum fyrir að hafa ekki sjeð um að bjarga hattinum hans. Og það fór svo, að Roosevelt tókst að standa af sjer alla ágjöl' og i næstu forsetakosningum vann liann enn glæsilegri sigur en i þeim fyrri. Hæstirjettur varð að beygja sig og viðreisnar- löggjöfin var framkvæmd. Roosevell hefur sitt aðal fylgi meðal alþýðumanna, millistjetta, bænda og verkamanna. Hann hefir völd, sem hann væri ein- ræðisherra, en liann óskar eftir að stjórna eftir reglum fullkoro- ins lýðræðis. Skúli Magnússon. Flugmaðurinn sænslci, Cart Gustaf von Rosén, sem gerðist sjálfboSaliði hjá Abessiniumönnum i ófri'ðnum við ftalíu og síðar hefir verið póst- flugmaður i Svíþjóð, liefir gerst sjáll' boðaliði i her Finna. Vekur þetta eirikum athygli vegna liess, aö hann er nátengdur Hermann Göring. Fyrri lcona hans var föðursystir Carls von Rosén. Höfundur orgelsins. Það er talið, að Klesibias nokkur frá Alexandríu sje höfundur orgels- ins. Hann var uppi nálægt 150 árum fyrir Krist. Ekki er kunnugt hvenær fyrsta orgelið kom til Vestur-Evrópu, en giskað er á, að Vitálianus páfi hafi orðið fyrstur til, að nota orgél við guðsþjónustugerð. Það var árið (i70, sem hann ljet nota orgel í kirkju i fyrsta sinn. kunnugl er, að gríski keisarinn Kopronymos sendi Pípin Frakkakonungi orge) að gjöf árið 775. rikjaforseta verið höggnar í sjálft fjallið, svo gífurlega stórar, að þær þekkjast langl að. Það var danski niyndhöggvarinn Gutzom Bördlum, sem hóf þetta verk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.