Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1940, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.07.1940, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Mark Helimger: Sagan endurtekur sig. AU sátu í bifreiðinni' og þar var engin birta nema skím- an frá mæliborðinu. Og þau hjetu hvort öðru trú og trygðum. — Er það vist, að þú elskir mig, Larry?“ — Jeg elska þig meira en nokk uð annað í veröldinni, sagði ungi maðurinn. Svo hristi liann liöf- uðið. — En jeg licfi engan rjetí til að segja það, Martha. Það get- ur ekki orðið neitt af því. Allir mundu lilæja að þjer ef þú gift- ist bílstjóranum bennar móður þinnar. En Martba þrýsti sjer að hon- um og horfði í augun á honum. — Mig varðar #elckert um hvað a.ðrir segja, livíslaði liún. — Hvað gerir það til. Jeg veit bara, að jeg elska þig og meira heimta jeg ekki. Hálftima síðar kom bíllinn á aðalveginn og rann i spretti þang- að til hann staðnæmdist fyrir ut- an lítið hús. Yfir dyrunum stóð: Friðardómari. Þau stigu bæði út. Larry ljet bílstjórabúfuna liggja i bílsætinu. Þau börðu á dyrnar og friðdómarinn sagði, að þau yrðu að borga tvo doilara auka- ^ega fyrir giftinguna, þvi að þau hefðu vakið hann og þetta væri næturvinna. Marta lánaði Larry pússunartollinn. Þau fóru til Evrópu og öll blöðin sögðu frá brúðkaupsferð- inni á fyrstu síðu. Ung miljóna- mær giftist bílstjóra móður sinn- ar! Móðir Mörtu fjell í yfirlið reglulega á hverjum klukkutíma, næstu dagana. Og pabbi hennar. varð svo reiður, að hann rak þrjá bestu bankagjaldkerana sína úr vistinni. Blaðamennirnir eltu ungu hjón in á röndum og svifu á þau þeg- ar tækifæri gafst. Larry sagði hreinan sannleikann: „Jeg giftist Mörtu af þvi að jeg elskaði hana, og ástæðan var sú sama lijá henni. Ef Grahams- hjónin halda, að við ætlum að lifa á sníkjum frá þeim, þá skjátlast þeim. Konan mín verður hjá mjer í þjónaibúðinni og ef frú Graham rekur mig, þá fæ jeg mjer stöðu annarsstaðar og Marta fer með mjer. Við skulum lcomast af.“ Blaðamennirnir slcrifuðu þetta og fójkið las það og þótti gott. Undir eins og Larry og Marta komu vestur aftur flýtti Marta sjer heim til móður. sinnar. Og Iiún faðmaði hana að sjer. „Blessað barn, livað hefir þú gert? Var þetta nauðsynlegt, lambið mitt? Hann hlýtur að hafa dáleitt þig, strákurinn! Hefi jeg eklci altaf sagt þjer, að þú ættir að forðast ófínt fólk? Svona hjónabönd verða aldrei farsæl .... En töluð orð verða ekki aftur tekin og jeg verð víst að reyna, að fá hann pabba þinn til að gera eitthvað fyrir strák- inn.“ „Hann er svo indæll, manna.“ Svo ypti hún öxlum. „Annars get ur vel verið, að þú hafir rjetl fvrir þjer. Jeg fer að verða þreytt á lionum úr þessu . . . . “ Þegar Larry kom upp til mála- fiutningsmannsins lyfti hann mjóum vísifingri og sagði: „Það versta við þetta leiðindamál er, að þið skulið eiga barn í vonum. Ef þetta hefði ekki verið, liefði ungfrú Graham .... jeg meina konan yðar — blátt áfram sótt um skilnað og þar með búið. En barnið gerir málið flóknara. Ef þjer viljið slcrifa undir þetta skjal, um að þjer afsalið yður öllum rjetti til barnsins, þá greið- ir mr. Graliam yður allstóra fjár- upphæð . . . .“ Larry hallaði sjer yfir skrif- borðið: „Jeg heimta aðeins tvent af mr. Graham. í fyrsta lagi, að barnið bafi full rjettindi, þar á ineðal erfðarjettindi, -gagnvart mr. Graham. f öðru lagi, að þau fari vel með það. Ef jeg fæ tryggingu fyrir þessu, þá skal jeg skrifa undir .... annars ekki!“ Málaflutningsmaðurinn ljóm- aði 'eins og sól: Þá tryggingu skuluð þjer fá,“ sagði liann. „Ger ið þjer svo vel, að skrifa hjer.“ Hann ýtti skjalinu til Larry og rjetti honum lindarpenna. - Larry skrifaði undir og leit svo upp: „Nú fæ jeg þá ekld að sjá barnið framar,“ sagði hann hægt. „En jeg lield að jeg geri það, sem því er fyrir bestu.“ „Og svo eru peningarnir . .. . “ sagði málaflutningsmaðurinn. „Heilsið mr. Graham frá mjer, og segið, að hann geti átt aurana sína sjálfur!“ sagði Larry og fór út. Marta ól barnið í Frakklandi og það var skýrt Millicent. Svo fór hún lil Parísar undir eins og hún varð ferðafær — hún var boðin í stórt samkvæmi, og frá París fór hún til Róm. Hún fjekk fóstru og hjúkrunarkonu handa Millicent litlu. Marta kom aftur eftir mánuð, en stóð svo stutt við, að það var rjett svo, að liún hafði tíma til að kyssa barnið. Svo fór hún til London og giftist barón. Millicent dafnaði og var lagleg og tilfinninganæm telpa, sem var altaf lirædd og lá altaf við gráti. •Móðir liennar kom til að sýna nýja manninum sínum barnið. Hann var langur og rassstór með svart yfirskegg. Milicent hneigði sig, en þegar maðurinn ætlaði að kyssa hana hljóp hún út grát- andi. Mai-ta kallaði barnið vanþakk- látan kenjakopp og fór undir eins aftur. Millicent grjet alla nótt- ina .... Þegar Millicent var sextán ára skrifaði liún móður sinni, að sig langaði að koma til Ameriku. Hún liafði aldrei sjeð ættjörðina hinum megin liafsins, en hún hafði lesið um hana og langaði til að sjá liana. Marta vissi ekki hvernig hún átti að snúa sjer í þessu. Hún var nú háttsett dama- og miðdepill samkvæmislífsins, tignuð og til- beðin. Eiginlega var lienni óljúft að fara að auglýsa, að hún aetti svo gott sem uppkomna dóttur. Þessvegna skrifaði hún Millicent l'allegt brjef og-sagði, að eins og sakir stæðu gæti hún ekki komið vestur, en seinna .... siðar meir Og hún lagði fallega ávísun inn í brjefið. Tveimur árum seinna sat Marta beima hjá sjer, í miljóna- mæringahverfinu í Florida, þeg- ar símskeyti kom frá Sviss. Það var frá forstöðukonu skólans, sem Millicent var á. Skeytið liljóðaði svo: Millicent strokin giftist veitingaþjóni farin til París. Hvað skal gera? Marta vissi ekki sitt rjúkandi rgð. Blöðin náðu í frjettina sama daginn og sögðu frá með stórum l’yrirsögnum, og unr kvöldið þeg- ar gestirnir komu í eina af þess- um frægu veislum Mörtu, vissu allir livað gerst hafði. Þeir reyndu að lmgga Mörtu, og Marta tólc upp kniplingaklútinn, feldi eitt tár og sagði með grát- stafinn í kverkunum: „Jeg gaf henni alt .... Jeg Ijet dóttur mína njóta liverrar einustu mínútu, sem jeg liafði af- lögu. Jeg gaf henni fyrsta flokks uppeldi, sá um, að hana skyldi ekkert vanta .... varaði hana þúsund sinnum við að fara xit með ungum mönnum. Og nú ... og nú . . . . “ Nú kom aftur tár. „Og nú .... já, þetta er þakk- lætið, sem maður fær! Mig hafði átt að gruna þetta, jeg liefði átt að liugsa út í, að hún mundi lílcj- ast föður sínum .... hann var lika vanþakklátur, einþyklcur og dóni . . . . “ Egsls ávaxtadrykkir er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. GOÐ SAMTÍBARINNAR Uaino Tannzr. Eftir að Pasikivi hafði farið hina fyrstu ferð sína til Moskva i haust, var Vaino Tanner þáverandi fjár- málaráðherra sendur með honum til frekari sainninga. Var það gert vegna þess, að Tanner taldist til þess fíokks, sem næst stóð Rússum al' þingflokkunum og auk þess persónu- lega kunnugur Stalin. En Stalin hefir ekki lagt mikið upp úr þeim kunn- ingsskap, þvi að þegar friðarsamn- inganefndin k°m til Moskva í mars, liafði Slalin sagt við Pasikivi, að það hefði farið betur, að Tanner hefði aldrei komið með honum, því að þá hefði engin styrjöld orðið, en samn- ingar náðst í haust. Tanner er helsti jafnaðarmaðurinn í nýju stjórninni, sem mynduð var er styrjöldin hófst, undir forsæti Ryti bankastjóra, og varð Tanner þar utanríkisráðherra. Hafa Rússar ráð- ist freklegar á hann en íhaldsmenn- ina í Finnlandi, og mun það koma af því, að þeim kemur illa, að aðal- áhrifamaður stjettarinnar, sem Rúss- ar þóttust ætla að „frelsa" sitji í sljórn landsins. Það er líka ekki hentugt til rússnesks áróðurs, að það var frú Tanner, sem hjálpaði Lenin, þegar hann var í Finnlandí. Tanner er verkamannasonur frá Helsingfors og vann fyrir sjer sjálf- ur meðan hann stundaði nám. Hann er lögfræðingur. Hefir hann unnið mikið starf fyrir samvinnufélags- skapinn finska og er forstjóri sam- vinnusambandsins Elanto. Tanner er maður fjölfróður. Hann er málamaður mikill, talar öll norð- urlandamál nema íslensku, og auk þess þýsku, ensku, frönsku rússnesku og estnesku. Hefir lionum komið sú kunnátta vel, þvi að hann er mesti „kongressamaður“ Finnlands. Hann tók þátt í friðarsamningunum við Rússa í Dorphat forðum, ásamt Pasikivi. Árið 1920 varð hann for- sætisráðherra um skeið og árið 1937 varð hann fjármálaráðherra í stjórn Cajanders, þeirri sem sat til desem- berbyrjunar síðasta ár. Tanner hefir hefir tekið drjúgan þátt í hinni norrænu samvinnu norræmi fjelag- anna. ttbreiðið Fálkann! Drekkiö Egils-öl I t .♦

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.