Fálkinn


Fálkinn - 21.01.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.01.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN - LITLA SAGAN - Dulræna að austan. Eftir Lord Dunsany ÞAÐ var rökkíir í stofunni í klúbbnum, þar sem við sátum eftir máltíðina. ViS vorum að tala um dularöflin í Austurlöndum. Einn hafði upplifað eittlivað i Port Said, annar i Aden, þriðji i Billindini. Fiðrildasafnari sagði frá særinga- mönnum i Indlandi. — Já þeir kunna særingar, sagði Jenkins og glaðvaknaði. Hann hafði dottað í stólnum sínum. — Ha, hverjir kunna? sögðum við og urðum liissa á orðunum, sem við héldum að kæmu frá sofandi manni. — Þeir þarna eystra, svaraði Jenkins, — þar vita særingamenn- irnir hvað særing er. Mér þykir vænt um að Mr. Ter- hut fékk Jenkins að segja frá, því að það er svo sjaldan sem maður heyrir sannar sögur af særingum, og svo byrjaði Jenkins: ÞAÐ var eitt kvöld ekki alls fyr- ir löngu. Eg stóð á Gangesbökkum og dáðist að þessu tignarlega fijóti, eins og í leiðslu. Allt i einu rank- aði ég við mér, er mér varð litið á mann, sem sat grafkyrr á hakkan- um. Eg gleymdi alveg áhrifunum, sem ftjótið hafði haft á mig, en mér fannst iikast og ég sæi endurspegl- ast í augum mannsins fegurðina, sem iiafði heiilað mig rétt áður. Þarna sat maðurinn, nakinn niður að mitti, og lét eins og hann sæi mig ekki. — Þarna er einn af þeim, liugsaði ég með mér, og nú datt mér nokkuð i hug. Það var ekki auðvelt að útskýra fyrir manninum hvað liappdrætti og happdrættismiði væri. En ég gat þó gert honum skiljanlegt, að núm- erið á miðanum, sem ég har á mér, væri tika til á öðrum miða, sem væri dreginn út. Það var eins og maðuriiin gæti lesið hugsanir minar þvi að hann sagði: — Útskýrið ekki frekar. Fyrsta númerið, sem verður dregið, svarar til númersins á mið- anum þínum. Ef það verður ekki gert þá er enginn kraftur í Ganges. Eg ætlaði að þakka lionum fyrir, en hann bandaði hendinni. Jæja, þá get ég sagt ykkur strax, að fyrsti vinningurinn í iiappdrætt- inu var 30.000 pund. Eg fór frá manninum glaður og ánægður. Að vísu var ég í vafa, en eitt var ég þó viss um: að ég hafði hitt indversk- an særingamann. Viku siðar var ég farinn frá Ind- landi, en ég hugsaði oft um hvort ég mundi vinna jiessi 30.000 pund. Var eitthvað liæft i þessum ind- versku særingum, eða var það ekki nema hjátrú? UM horð i skipinu liitti ég mann, sem hét Lupton. Hann hafði verið eystra árum saman og þekkti siði og hætti Indverja eins vel og liann hefði alist þar upp. Eg var alltaf að liugsa um særingamanninn og fór þessvegna að tala um galdra við Lupton. Hann vildi sem fæst um þá tala fyrst í stað, en loks liðkaðist hann um málbeinið. Við töluðum um margt og loks bar ég upp spurn- inguna: haldið þér að særingamað- ur geti látið ákveðið númer koma upp í liappdrætti? — Herra minn, sagði . liann og virtist forviða. — Það er ekki að- eins liægt, en ég þekki sjálfur inn- fæddan mann i Norður-Afriku, sem getur þetta. — Hvar i Norður-Afríku á þessi maður lieima? — Hálfa aðra dagleið með járn- hraut inn í land. Þér getið farið til E1 Kantara og haldið þaðan á- fram með úlfaldalest, það er ekki nema nokkurra daga leið upp í Ouled Nail-fjöll; þar á hann heima. — Hvar i fjöllunum? spurði ég, því að* mér fannst heimilisfangið nokkuð ógreinilegt. — Það er enginn vandi að finna hann. Hann er helgur maður og allir þekkja hann. Spyrjið eftir Hamid ben Ibrahim. Og liúsið lians sjáið þið í þriggja mílna fjarlægð. Það er aðeins 3 metra hátt og 4 metrar á hvorn veg', hvítkalkað und- ir mósvartri fjallsbrún, en flöt eyði- mörkin niður að Niger framundan. Þér finnið Ibrahim. — Hann gerir þetta varla fyrir ekki neitt, sagði ég. Eg var ekki beinlinis fjáður eftir Indlandsferð- ina, þó ég gerði mér von um þessi 30.000 pund. ■—- Nei, svaraði liinn, — en hann gerir það fyrir þetta. Og svo fékk iiann mér litinn poka með dufti. Eg fann það gegnum pappírinn. — Hvað er þetta sagði ég. — Vismút, svaraði hann, — Ham- id hefir hálfslæma meltingu. En hann er lielgari en svo að liann noti iaxerolíu, og hefir aldrei reykt tó- bak eða smakkað brennivín. Svo að það er ekki auðvelt að lækna hann. Þeir halda þarna að allir Evrópumenn séu læknar og hann mun spyrja yður ráða. Eg hugsa að vismut dugi, og þá lijálpar hann yður með happdrættismiðann. Ann- ars getið þér ráðgast við skips- iækninn. Gerið það sem þér getið fyrir karlinn. EFTIR ljómandi ferð um Miðjarð- arhaf komum við til Marseille. Eg fór í land þar og keypti happdrætt- isseðil af Englendingi, sem hafði týnt trúnni á iukkuna. Svo fór ég í skip, sem liafði áætlun til Afríku. Eg keypti ódýrt tjald i Alsir, fór suður með lestinni og daginn eftir sá ég Ouledfjöll i fjarska. Eg sagði Aröbunum að ég væri læknir og færi þessa eyðimerkurferð mér til heilsubótar. Svo fór ég til E1 Kantara með þrjá Araba. Aldrei mun ég gleyma EI Kantara. Þar voru þúsundir af grænum döðhipálmum, gullnáma í- búanna, og fjöll allt i kring. Við fórum yfir eitt skarðið og komum nú á eyðimörk, og fjöllin voru á hægri hönd. Við mættum hirðingj- um, sem höfðu frétt af lækninum, orðsporið fór á undan okkur. Þau voru töfrandi fögur, kvöldin þarna í eyðimörkinni. Og eitt kvöldið sáum við hvíta liúsið, alveg eins og Lupton hafði lýst því. Við riðum undir fjallsrót- unum, götu sem lá lieim að húsinu. Vitanlega sást til okkar á löngu færi. ÞEGAR við komum heim undir liúsið kom gamli maðurinn þjótandi á móti okkur, ótrúega liratt af svo gömlum manni að vera. Eg kunni dálitið í arabisku og hann í frönsku, svo að samtalið gekk greitt. Það er mikils virði að kunna að þekkja sjúkdóma og áhrifamikið að geta sagt til um sjúkdóminn áður en sjúklingurinn liefir sagt nokkurt orð. Þið munið, að Lupton hafði sagt mér frá sjúkdómi mannsins, og þessvegna gat ég sagt honum allt. Eg gaf honum meðal, liann hitaði kaffi, og við sátum saman í fjóra tíma. Hvort heldur það stafaði af sjúkdómslýsingu minni eða meðnl- inu — svo mikið er víst að mann- inum ieið miklu betur, og þegar liann ætlaði að fara að borga mér sagðist ég ekki taka á móti borgun, og að læknislist mín byggðist frekar á dulmætti en lærdómi. Eg sagðist hafa lieyrt að liann væri særinga- maður sjálfur og að það væri gam- an að fá einhverja sönnun fyrir því. Svo tók ég upp liappdrættis- miðann sem ég iiafði keypt í Mar- seille. Hann leit á miðann og skildi strax iivernig í öllu lá. Jú, liann skyldi liafa einliver ráð með það. A því augnabliki hefði ég ekki selt miðann fyrir 20.000 pund þó einhver hefði boðið mér. Eg fór aft- ur til E1 Kantara og svo til London, vitanlega á III. farrými. Eg setti miðann í bankalióifið mitt og beið happdrættisdagsins. .BlÐlÐ þér augnablik! sagði mr. Terbut. — Þér sögðuð að bann liefði getað gert þetta? — Já, hann gat það. Og maðurinn við Ganges líka. -— Þér fenguð þá 00.000 pund en ekki 30.000? — Þið getið lesið söguiokin sjálf- ir. Eg hefi geymt blaðaúrklipp- urnar. Jenkins tók klippu úr írsku blaði og rétti Terlnit, sem fór að lesa upphátt: — Nú rann liið þráða augnablik upp og hundrað hjúkrunarkonur gengu fram að lukkuhjólinu; þær voru klæddar lijólreiðabúningi frá tíð Victoriu drottningar. Þær gengu l'ram hjá mr. O’Riotti, en liann stóð milli tveggja vélbyssa. Rennilok var opnað á lukkuhjólinu og fyrsta hjúkrunarkonan stakk hendinni nið- ur um opið til að draga fyrsta vinn- inginn. Af tilviljun tók hún tvo iniða og mr. Riotti skipaði lienni að láta þá niður aftur ....... — Þér þurfið ekki að lesa lengra, sagði mr. Jenkins. — Ha? sagði Terbut. — Eg liafði gert skissu, en það þýðir ekki að tala um það núna. — Eg skil, sagði lerbut liugsandi. •— Þér meinið að bæði númerin . . Jenkins geispaði. — Jæja, sagði ég. — eigum við að fá okkur glas af viskí? —■ Viskí. Hvað ætli það dugi .... Húsnœðissalinn: — Þetta hérna er stúlkuherbergið og þetta er tau- skápurinn. Leigjandinn: — Já, ég skil — það er skápurinn, sem er með hillunum. Vitið þér . . ? að stærsta rafknúna vélskóflan í veröldinni notar jafnmikinn rafstraum og 3.000 íbúa bær? Það er hægt að gera sér í hugarlund Iwe stór þessi vél- skófla er með því að bera hana saman við bifreiðina, sem hjá henni stendur. Slcóflan tékur í einu nægilega mikið af mold til þess að fylla herbergi, sem er 3xú metrar að grunnfleti og 4 metrar undir loft, og getur skilað innihaldinu upp í 30 metra hæð. Alls vegur þetta verkfæri 075 smálestir. hvað kastreka er? Orðið kemur fyrir í Biblíunni (Matth. 3.—12.) en fæstir vita samt að þetta verkfæri er skófla, sem notuð er til að kasta korni á milli bingja. / Austurlöndum reka menn land- búnað með líku móti og fyrir 2000 árum og nota ekki þreski- vélar eða því um líkt. En til þess að hreinsa hysmið frá korn inu kasta þeir því á skóflum þegar hvasst er, og feykir vind- urinn þá hisminu burt en korn- ið fellur til jarðar. IIEIMS-HÁSKÓLINN. í Rarís hafa vísindamenn úr öll- um áttum verið að þinga um stofn- un svokallaðs lieimsháskóla, sem cigi að samræma kennslufyrirkomu- lag og prófkröfur allra æðri mennta- stofnana í veröldinni. Er i ráði að stofna i'yrst einskonar háskólamið- stöð, sem geti orðið vísir að heims- liáskóla. Það vakir fyrir frumkvöðl- unum að allir háskólakennarar stofni með sér albeimssamband, til þess að greiða fyrir meiri samvinnu há- skólanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.