Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 4
4. FÁLK'INN Ifórull 09 fróður ÍMingur Eitt sinn í haust, undir rökkur, ók ég um fjölfarna götu í Vesturbæn- um. Á tröppunum á stóru húsi sá ég freíhur lágan mann, vel búinn, gráhærðan, stórleitan, hnakkamikinn og ennisbreiðan, knýja dyra. Hann mun þá Jiafa verið búinn að liringja dyrabjöllunni nokkrum sinnum, því að um Jeið og ég ók fram lijá, sner- ist liann á hæl á tröppunum og gekk varlega niður þær. Hann leit á mig snögglega, en í sama mund var ég þotinn framhjá. En svipur lians greyptist í vitund mína. Mér datt í liúg. „Hver er liann þessi gamli kviki maður? Hann er nýr á sjónarsviðinu.“ Og þessi svipur var lifandi, sérkennilegur, valíti forvitni, festist í minningunni. Eg frétti í liaust, að dr. Jón Stef- ánsson væri kominn á Elliheimilið. Um leið og ég heyrði það, datt mér i hug, hvort að gamli maðurinn á tröppunum myndi ekki hafa verið liann. Nokkru síðar ákvað ég að fá liann lieim til mín og rabba við liann. Eg bað kunningja minn að gangast í þvi fyrir mig livort ég gæti fengið viðtal við hann og fékk þau svör, að það væri sjálfsagt. Akveðinn tími var tiltekinn, sem liann kæmi til mín, og þegar stund- in nálgaðist, lá ég í glugganum. Bæði var, að ég vildi taka á móti Jionum á tröppunum og svo lék mér allmikil forvitni á þvi að sjá livort að liugboð mitt um liann og gamla manninn á tröppunum reyndist rétt. Og þarna kom liann. Það var rétt. Og nú hefir Jiann setið í stofunni minni í þrjá klukkutíma og farið með mig um öll lönd og allar aldir. Og ég held að ég liafi sjaldan skemmt mér eins vel. Mér finnst það furðulegt, að hér skuli vera á meðal oltkar íslending- ur, sem hefir átt að kunningjum Strindberg, Ibsen, Björnson og Bernard Shaw, sem hefir átt viðtal við Bismark, járnkanslarann, scm hefir verið giftur aðalskonu á eyju í Indlandshafi, ferðast um alla Af- ríku, verið búsettur i Marokko, átt s\'o að segja heimili í meira en hálfa öld í British Museum, gert þar merkar bókmenntalegar uppgötvanir um Giordano Bruno og álirif lians á Sliakespeare, setið þar hjá Lenin og konungi Póllands, kennt við Lundúnaháskóla, skrifað bréf sem Mussólíni hefir lilegið sig máttlaus- an að — og farið ríðandi á is- lenskum hestum aldamótaárið eftir endilöngu Englandi .... Svo að nokkuð sé talið. En það er vist best að reyna að draga saman í heild eilthvað af þvi sem ég jós úr þessum fræða- og ævintýrasjó á þessum þremur stund- um, og er mér þó Jjóst, að það verð- ur aðeins svipur hjá sjón. Það er aðeins bót í máli, að fyrri hluti af ævisögu hans, tæpar 400 síður, er að koma út — svo að þar geta menn lesið allt, ekki aðeins þreifað á skurninni, eins og hér er gert. Dr. Jpn Stefánsson er logandi af fjöri. Þegar hann fótbrotnaði og mjaðmarbrotnaði síðastliðinn vetur, sögðu læknarnir honum, að hann yrði að liggja i 3—4 mánuði. En það var ekki meira en vika liðin frá slysinu þegar hann fór á fætur. „Og ég gat vel gengið“. Læknarnir urðu alveg liissa, svo að þeir fóru að rannsaka i honum blóðið. „Og þeir sögðu að rannsókninni lokinni, að það væri eins og i liálffertugum manni. Já, það var blóðið sem gerði það.“ — Og þó er hann 87 ára. Hann fæddist að Grund í Grund- arfirði 4. nóvember 1802. Faðir hans var bóndi, lireppstjóri og nokkurs konar lögreglustjóri. Hann kunni frönsku, enda þurfti hann oft á því að halda, því að franskar duggur komu á fjörðinn og faðir lians fór út í hverja einustu þeirra. Hann liét Stefán Danielsson og var dugnaðar- maður og vel gefinn, en móðir hans var stórættuð og velættuð, dóttir Árna Þorsteinssonar sýslumanns, sem var hinn mesti liöfðingi livernig sem á hann var litið. Hún hét Jakobína. Strax á unga aldri ltom í ljós, að Jón var miklum gáfum gæddur og foreldrar hans ákváðu því að setja hann til mennta. Hann lagði þvi land undir fót og fór í Latínuskólann árið 1876. Hann bjó þá hjá Jóni Hjaltalín landlækni, er var þá orð- inn þungur á sér og á ferðum sín- um um bæinn studdist hann oft við skólapiltinn. Bústýra Hjaltalins en ekki uppeldissonur, í 6 ár, erfði all- ar eigur hans. „Eg var heppinn með kennara í Latínuskólanum. öll skáldin þrjú, Steingrimur, Gröndal og Matthías kenndu mér, en rektor var Jón Þor- kellsson eldri. Eg varð ekki siður heppinn með skólafélaga. Meðal þeirra voru Jón Þorkellsson forni og Niels Finsen. Eg var oftast hæst- ur, en Níels með hinum lægstu. Við áttum það sameiginlegt tveir, að við vorum einrænir. Eg lá alltaf í bókum, var sannkallaður bókaorm- ur en Níels var alltaf með hugann fullan af rannsóknum. Við fórum báðir dálítið einförum, en það varð til þess að við hændumst hvor að öðrum. Eg varð svo heppinn eitt sinn að geta sagt Níels frá mið- aldalækni, sem hafði Jæknað hör- undssjúkleika með þvi að klæða herbergi innan með rauðu, ég man alltaf hvað Niels varð liugsi þegar ég sagði honum frá þessu. Níels var ekki mikill námsmaður, en hann var gáfaður og rannsóknarþorsti lians óslökkvandi. Hann átti erfitt uppdráttar eins og flestir hugsuðir. Þegar liann hafði sigrað, sendu danskir læknar nefnd á fund hans, en læknarnir liöfðu ætíð verið hat- rammir i hans garð. Nefndin bar fram sínar heillaóskir, en Níels svaraði: „Gott hefði verið að ég hefði fengið að njóta stuðnings yð- ar meðan ég var að brjótast áfram, en nú þarf ég ekki á honum að halda.“ Meira sagði liann ekki ..“ Árið 1882 sigldi Jón Stefánsson og lióf nám við háskólann i Kaup- mannahöfn. Lauk liann öllum prófum með bestu einkunnum og nam ensku, enska málfræði, sögu enskrar tungu og enskar bókmenntir. Tók hann doktorspróf í þessari grein. Kenn- ari hans, enskur maður, vildi að hann tæki við prófessorsembætti hans, er hann hætti, en það var veitt hljóðfræðingnum Ottó Jesper- sen. — En svo strauk hann danskt ryk af fótum sínum — og fór um Þýskaland til Englands. Það var 1893. Og þar var hann svo að segja óslitið í 50 ár, þar til liann kom heim fyrir jólin í fyrra. Vitanlega fékk doktorinn sér her- bergi, en svo má segja að hann sett- ist að í hinu risavaxna heimsbóka- safni British Museum, frægasta safni veraldarinnar; hvelfingin yfir lestr- arsalnum er einu feti meira i þver- mál en hvelfingin yfir Péturskirkj- unni i Róm. Menn af ýmsum þjóð- um, fróðir menn, dvelja þar. „Þar sem maður getur jafnvel kynnst öll- um heiminum án þess að fara um iöndin, þar eru geymdar bækur allra alda, og má segja, að enn sé margt ókannað þar til fulls eins og úthöfin.“ Já, það má segja að British Museum hafi verið heimili dr. Jóns Stefánssonar i meira en hálfa öld. Hann kom þangað á hverjum morgni og dvaldj þar til kvölds. „Það er ekki aðeins mesta bókasafn heims- ins, heldur ríkir þar alveg sérstakt andrúmsloft. Þar eru allir starfs- menn þjónar gestanna, vilja allt fyr- ir þá gcra og þar koma allir kunn- ustu menn heimsins. Þar kynntist ég tilvonandi PóIIandskonungi. Þar sá ég Lenin. Hann var þumbari, vann frá morgni til kvölds, kom áð- T7m Dr. Jón Stefánsson 82ja ára að aldri, á skátamóti í London. ur en var opnað og fór um leið og lokað var, svaraði ekki þó að á hann væri yrt og ávarpaði aldrei neinn að fyrra bragði, en vinnu- hestur var hann, þessi lágvaxni mað- ur. Ekki kynntist ég honum þó að ég sæi hann daglega, en ég kynnt- ist öðrum Rússa miklu glæsilegri andans manni, anarkistaforingjan- um Krapotkin fursta. Ilann vildi enga stjórn liafa og dáðist að hinni fornu íslensku stjórnarskipun, þar sem engin stjórn var raunverulega til i landinu, en að eins lögsögu- maður. Hann sagði það við mig, að þar væri sönnun þess að fólkinu liði best þar sem engin stjórn væri. Hann var sannkallað góðmenni, hvað svo sem menn segja um stjórn- málaskoðanir hans. Hvernig væri að við íslendingar strikuðum yfir all- ar stjórnarmyndanir nú i stjórnar- kreppunni og tækjum upp það form, sem dugði okkur svo vel á fjórða hundrað ár? En ég kynntist fleiri mikilmenn- um. Eg þekkti Maeterlink, liið heims fræga leikritaskáld, Eg heimsótti Björnstjerne Björnson, talaði við Ibsen, skrifaðist á við Strindberg, enda þýddi ég leikrit eftir hann. Eg átti viðtal eitt sinn við Bismark, járnkanslarann þýska eftir að hann lét af störfum. Hann vildi ekki taka á móti neinum, en hann tók á móti mér af þvi að ég var íslendingur. Við röbbuðum góða stund saman. Eg þekki Bernard Sliaw og lief þekkt hann i nærri hálfa öld. Við kynnt- umst hjá William Morris meðan Shaw var enn blaðamaður og ó- þekktur sem skáld. Hann segist ætla að verða 150 ára. Eg þekkti Verner

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.