Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Qupperneq 53

Fálkinn - 12.12.1958, Qupperneq 53
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 47 sárt að minnast á bróður sinn, sem dauðinn hafði liklega sótt í loftinu eða á vígvellin- um. En það hafði verið titrandi undirtónn í röddinni þegar hann talaði um gömlu trén og garðinn. — Þér hafið átt margbreytilega ævi, sagði hún. — Þér hafið framkvæmt margt. — Talsvert margt. En mér hefir ekki tek- ist að giftast. — Það getur viljað til að þér giftist einn góðan veðurdag, sagði hún létt. — Annars er sagt að þegar menn eru komnir yfir þrí- tugt verði þeir svo vandfýsnir, að erfitt sé að gera þeim til hæfis. Hann andmælti því ekki, en sagði í stað- inn: — Já, en hugsið þér yður hve heppin sú kona hlýtur að vera. Hún veit að hún skar- ar fram úr öllum og á enga keppinauta. Það eru mikil hlunnindi. — Konan kýs fremur að vera elskuð en að vera eins konar úrval annarra. — Jæja, sagði hann ertandi. — Hafið þér þegar — eftir svona stutta viðkynningu — komist að raun um að ég eigi engar dýpri tilfinningar? Þér hafið ef til vill rétt fyrir yður, en mér finnst að þér hefðuð getað biðið svo sem mánaðartíma með að mynda yður skoðun. Eftir mánuð, hugsaði hún með sér og fékk sting fyrir hjartað — eftir mánuð var hún meinlaus og gagnslaus Elisabeth Mayne og Julian mundi líta niður á hana vegna þess að hún hafði gabbað hann. — Ég átti við það að ástin er konunni mikilsverðari en manninum — að minnsta kosti sumum mönnum. Annars hefi ég alltaf haldið að karlmennirnir yrðu að hafa ein- hvern til að njóta gleðistundanna með. Það er hið mikilsverðasta í lífinu. Hann dró við sig svarið eins og hann væri að athuga þessa staðhæfingu eins gaumgæfi- lega og hún ætti skilið. En tónninn var enn ertandi er hann spurði: — Hvað viljið þér að ég geri? Falla fyrir Elisabeth? Hún fölnaði og beit á vörina. Hún óskaði að Amy kæmi hlaupandi inn í stofuna, svo að þau kæmist niður á jörðina aftur. Þetta samtal var eins og flóðalda, sem sogaði hana með sér án þess að hún gæti veitt mótspyrnu. — Það var góð hugmynd, sagði hún nauð- ug. Hún mundi eflaust verða gott lyf handa kaldryfjuðum manni. Letilegt augnaráð hans varð skarpara og nasafliparnir titruðu lítið eitt. — Hispursleysi yðar er ekki án þyrna ,sagði hann. Nú varð stutt þögn. Hægur andvari utan úr garðinum bærði gluggatjöldin inn í stof- una og blómin í stofunni sveigðust. Loks sagði hún: — Má ég bjóða yður glas? Ég skal hringja á ís. Nú heyrðu þau til Amy frammi í ársaln- Jólasveinninn er ekki einn. Á myndinni eru einnig sjö dýr. Getið þið fundið þau? um. Hún kallaði til þeirra er hún þaut fram- hjá, og flýtti sér upp til að skipta um föt. — Nú man ég nokkuð, sagði Julian. — Aðstoðarmaður föður yðar kemur með næsta skipi. Það var óheppilegt að hann skyldi kom einmitt meðan sir Henry er í ferðalaginu, því að hann verður að útvega sér bústað einhvers staðar annars staðar. Annars vill landstjórinn helst hafa aðstoðar- manninn búandi í húsinu en þessi ungi mað- ur verður að bíða. Hann heitir Peter Gilmering. — Verður hann látinn vinna hérna í hús- inu? — Ekki fyrr en sir Henry kemur heim. Hann hefir haft stöðu í Singapore og lagði mikið á sig til þess að fá þessa stöðu. Lik- lega er hann sæmilega fær. Hann getur orð- ið að gagni. Hvað var það við Julian að hann gat látið fólk verða við óskum sínum, hugsaði hún með sér. Líklega var helsta starf hans það, að velja rétta menn á réttan stað. Hvað þenn- an Peter Gilmering snerti gerði hann sitt besta til að láta skína í gegn að maðurinn væri ungur og áhugasamur og þess vegna yrði að fara vel með hann. Eftir hádegisverðinn lagði hann kapp á að sýna þeim Bolani frá sem bestri hlið. Hann ók þeim upp fjallveginn og sýndi þeim hvern staðinn öðrum fallegri — ólgandi fossa, djúpa dali og smá þorp á víð og dreif um frjó- samt landið. Elisabeth varð glöð er þau héldu loks heim- leiðis aftur. Hún hafði fengið sig fullsadda á Julian í dag, og þráði að fá að verða ein með Amy um kvöldið. NÝI AÐJÚTANTINN. Það var ekki oft fyrstu vikuna, sem Elisa- beth fékk að tala í næði við Amy. Á kvöldin kom Amy venjulega geispandi inn til að bjóða góða nótt, og ómögulegt að toga orð af viti upp úr henni. — Það er svo gaman að það væri synd að hætta leiknum strax. Sannast að segja tekst þér ágætlega með Julian, gullið mitt. Hann lítur á þig sem duttlungafullan kettling — með mjúkan bjór og hvassar klær. Og hann er auðsjáanlega að draga sig eftir þér. — Já, en finnst þér ekki mál til komið að hætta þessum gamanleik? Nú fer að styttast þangað til hann faðir þinn kemur. Við meg- um ekki halda þessu áfram fram á síðustu stundu. — Þú fjasar of mikið, væna min. — Og þú ert of gálaus. Amy yppti öxlum. — Við skulum skemmta okkur meðan færi er á, og láttu mig svo um hitt. Góða nótt! Hún lét sér allt í léttu rúmi liggja, sem kallað er skyldur. Miðvikudag — þegar Elisa- beth hafði boðið Celiu í tennis — lék Amy aðeins einn leik og fór svo í sjó með yngri starfsmönnunum. Á eftir sagði hún álit sitt á Celiu Cartney: Mjög einkennileg stúlka, finnst þér ekki? Sveigjanleg eins og vafnings- jurt, en tókstu eftir hve tenniskjóllinn henn- ar var sniðugur? Hún er líklega ekki eins fátæk og hún lætur. Elisabeth hafði tekið eftir tenniskjólnum. Celia var grönn og ungleg í þessum stutta kjól með fellingapilsi og Ijósbláum, víðum jakka, svo að brúnu lappirnar á henni virtust langar og föngulegar. Ungu mennirnir höfðu sveimað kringum hana eins og flugur og kvenfólkið hafði tekið hana gilda, brosandi og náðarsamlegast. Celia var ansi þokkaleg, hafði einhver sagt, og það hlaut að vera erf- itt að eiga bróður eins og Tim. Fallega gert af dóttur sir Henrys að bjóða henni, og hér eftir yrðu allir að leggjast á eitt um að gera henni lífið bærilegra. Julian kom ekki svo snemma að hann gæti farið í tennis, en hann hafði talað við Celiu á svölunum á eftir. Elisabeth tók eftir hvernig Celia studdi hendinni á handlegginn á hon- um og horfði á hann með trúnaðartraustið uppmálað í andlitinu. Það hiaut að vera gaman að vera Julian og fá allt sem hann benti á, hugaði Elisabeth með sér. Mjög gaman. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastrœti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og IV2—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Iljaltested. — Sími 12210. HERBERTSprent. ADAMSON Adamson borðar jólaeplin.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.