Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Frú Antróbus (Regína Þórðardóttir) og börnin, Henry (Baldvin Herra Antróbus (Valur Gíslason) og fegurðardrottningin (Herdís Halldórsson) og Gladys (Bryndís Pétursdóttir). Þorvaldsdóttir). Þjóðleikhúsið hefir nú tekið til sýningar sjónleikinn „Á ystu nöf“ eftir bandaríska höfundinn Thornton Wilder, sem er víðkunnur rithöfund- ur og hefir m. a. þrisvar sinnum hlot- ið Pulitzer-verðlaunin. Er á „Á ystu nöf“ eitt þeirra verka, sem hann hlaut þau fyrir. Sigurður A. Magnússon skrifar um Thornton Wilder í leikskrána og seg- ir m. a. um þetta verk hans: „Hér bregður höfundurinn upp mynd af venjulegri eða „týpiskri" nútima fjöl- skyldu á bakgrunni tíma og rúms. Hann er að kanna söguna og leita að cinbverjum algildum lögmálum i henni.“ Leikrit þetta var mjög umdeilt, þegar það var fyrst sýnt í New York 1942 og vakti mikið umtal. „Margir gengu út af sýningum fylltir heilagri vandlætingu og hneykslun, segir í leikskránni, „en einn kunnasti leik- dömari Bandarikjanna, Alexander Woollcott, kvað upp þann dóm, að þetta væri besti sjónleikur, sem nokk- urn tíma hefði verið saminn af Amerikumanni." Já, það fer eklci á milli mála að leikritið er nýstárlegt og er trúlegt að hér sýnist sitt hverjum. Sagt liefir verið í blaðaviðtali að höfundurinn telji verkið „gamanleik" en þvi er bætt við að undir niðri flytji það al- varlegan boðskap. Það sé eins konar lofsöngur um manninn, konuna og fjölskylduna á öllum öldum. Margur áhorfandinn mun þó — svona i fyrstu atrennu — eiga i nokkrum erfiðleik- um með að benda reiður á efninu og sennilega lítill vafi á að hann færi ánægðari út af annarri sýningu en þeirri fyrstu, þegar hann skildi orðið bctur, hvert höfundurinn er að fara. „Á yztu nöf“ er trúlega mjög skemmtilegt viðfangsefni fyrir leik- ara. Að minnsta kosti virtust þeir i essinu sínu. Leikgleðin var augljós. Hlutverk eru fjölmörg í leiknum. Þar her fyrst að nefna Sabínu þjón- ustustúlku, sem Herdis Þorvaldsdóttir leikur meistaralega. Hlutverkið er raunverulega þriskipt, þvi auk vinnu- konunnar, sem segir upp vistinni við og við með löglegum hálfsmánaðar fyrirvara og mjólkar mammút, birtist hún einnig i gervi fegurðardrottning- arinnar Heiðbjartar, og svo er hún hún sjálf. Og sem slik lætur hún bestu brandarana fjúka. Valur Gíslason leikur herra Antró- bus, sem var að glíma við að finna upp stafrófið og margföldunartöfluna og fann loks ujDp hjólið. Þá var hann þcss fullviss að hann hefði náð öldu- toppinum. Rcgina Þórðardóttir leikur konu hans, sem stjórnar heimilinu af röggsemi og heldur ætíð sínu þótt á Framhald á bls. 14. ■y*v*w.‘.v.w.wwwrfCCvMC' '• >> ; ■ );•; •• ................................ •:-:-::::::ý ... ': ’ . ^ I ■»•••• Ss' IS® : Þetta mun síð- asta myndin, sem tekin er af Jóruhlaupi þar sem minni kletturinn sést. Var hún tekin fjórum dögum áður en hann hvarf. Upphaf- lega voru klett- arnir þrír, en einn mun hafa fallið um síð- ustu aldamót. Klettur I Jórnhlaupi fallinu Þegar fólk á Selfossi reis úr rekkju miðvikudaginn 28. janúar s.l. veitti það þvi athygli að niinni kletturinn í Jóruhlaupi, sem er skammt fyrir of- an Ölfusárbrú, var horfinn. Undan- farin ár hefir áin verað að smásverfa af klettinum, og nú gat liann ekki staðist hið mikla jakahlaup, sem var i ánni, enda engin smáátök, sem þar áttu sér stað. Kletturinn stóð á gjábarmi og er liklegt að hann hafi steypzt niður i hana. Dýpið i þeirri gjá liefir aldrei verið mælt vegna þess hve straumliörð áin er þarna. 1 Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir svo urn Jóruhlaup: Jórunn hét stúlka ein. Hún var bóndadóttir einlivers staðar úr Sand- víkurhreppi úr Flóanum. Ung var hún efnileg. En heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sinum. Einlivern dag bar svo við, að hestaat var haldið skammt frá bæ Jórunnar, átti faðir liennar annan hestinn er etja skyldi og liafði Jórunn miklai’ mætur á honurn. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur. En er atið byrjaði sá hún, að liestur föður henn- ar fór heldur halloka fyrir hinum. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið. Hljóp hún þegar með ])að, svo ekki festi bönd á henni upp að Ólfusá hjá Selfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálega út á miðja á. Siðan hljóp hún yfir á stillum þess- um og mælti um leið: „Mátulegt er meyjarstig. Mál mun vera að gifta sig“. Heitir þar siðan tröllkonuhlaup cða aðrir segja Jórulilaup. <V (V )V (V

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.