Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Hussein á marga bíla og er hér að skoða nýjan Ford, sem hann hefir keypt sér. liann er umsvifalaus í viðrœðum. Er hann vinsæll? Bæði og. Beduín- arnir í eyðiniörkinni fyrir austan Jordanána hafa miklar mætur á hon- um. En vestan árinnar á liann engum vinsældum að fagna. Par búa sem sé nær háli' milljón manna, sem flúið hafa frá ísrael og hýrst í Jordan und- anfarin tiu ár. Þeir eru miltlu hetur menntir en beduinar en eiga samt við mikla fátækt að búa, og eru því móttækilegir fyrir áróðri Nassers og kommúnista. POTUFLJÚGANDI IÍONUNGUR. Tvennt er það, utan stjórnmálanna, sem Hussein hefir mestar mætur á: að fljúga og aka í bifreiðum. Eitt kvöidið sat hann í höliinni og heyrði í flugvéi, sem hann heyrði að var með biiaðan hreyfil og var að reyna að nauðlenda i Amman. Konungur hijóp út í Cadillac-bíiinn sinn og ók eins og vitlaus maður út á flugvöll- inn. En þar var enginn vörður. Kóng- urinn kveikti sjálfur á lendingarljós- unum og náði talsambandi við flug- manninn. Og flugvélinni tókst að lenda með alla farþeganna óskaddaða. Hussein hefir tekið flugstjórapróf og mun vera eini konungur i heimi, sem kann að stýra þotu. Iiann á flug- vél sjálfur, búna öllum þægindum eins og í besta gistihúsi. Klefinn skraut- legur og í búrinu er kæliskápur og ýmsar eldhúsvélar. Og hann á fjölda af hraðgengum bílum, frá Aston Martin til Ferraria. Hann hefir stofnað bifreiðáklúbb í Amman og er sjálfur rnesti ökugikk- ur. Hefir hann lengi haft liug á að taka þátt i Le Mans-kappakstrinum, en ráðherrar hans hafi ekki leyft hon- um það. í fyrra stofnaði hann lífi sinu i voða iil þess að bjarga mannslifi. Hann var á leið heim í höllina og barn hljóp allt í cinu i veginn fyrir bilinn. Huss- ein vatt honum til liliðar til að bjarga barninu. Bíllinn valt en barnið og konunginn sakaði ekki. TRÚÐU EKKI ÞEIM FRÁ SALT, ráðlagði Abdullah afi hans lionum. Salt er smúhær milli Amman og Jeríkó. Peir sem hafa verið hættu- legaslir Hussein eru allir frá Salt. I'aðan eru pólitísku ævintýramenn- irnir Ali Ahu Nuwar hershöfðingi og Ali Miyari og Suliman Nabulai for- sætisráðherra. Vegna þessara manna hafði Ilussein nærri þvi misst hásæti sitt. Hussein hefir breyst mikið siðan 5. júli 1951 er hann grét yfir liki hins myrta afa síns við musterisdyrnar i Jerúsalem. Síðan er hann var um sig og treystir engum nema sjálfum sér. GIFTINGIN VAR FLÓNSKA. Hussein býr í hvítri höll á einni af hinum sjö hæðum í Amman. Hann Framhald á bls. 14. MAÐIRH\H, NEM vor pfinn sex 30. 1) Arið 1839 kom Paganini til Nizza og hafði þá töfrað Evrópu með fiðluleik sínum í mörg ár. Hann var á leið til Genua, en í þeirri horg var liann fæddur. Fólk þyrptist kringum húsið er hann bjó i við Rue de la Préfecture til að hlusta ú töfra hans, heyrði þó ekki nerna fáa tóna með sordínu, því að meistarinn mikli var að dauða kominn. Daginn fyrir dauða sinn, 27. mai 1840 skriftaði hann, en þegar læknirinn neitaði að hann meðtæki saltra- mentið vegna þess að liann var með sífelld uppköst, bannaði Galvano erkibiskup að hann fengi leg i vígðri mold. Achillino sonur Paganinis skaut því máii til púfans, og meðan beðið var eftir úrslitum var kistan látin standa i kjallara hattara eins. 3) Achillino sótti enn um leyfi til þess að faðir hans fengi leg í vígðri mold i Ítalíu. Hann leigði sér skip og sigldi til Genua með lík föður sins. En sóttvarnaaeftirlitið leyfði ekki að kistan yrði flutt i land, en þegar reynt var að koma líkinu i land i Cannes var sama bann þar. Lét skipið þá í haf á ný og með mestu leynd var kistunni smyglað á land á lítilli, óbyggðri eyju sem Ferreol heitir, þann 15. ágúst 1844. Þar stóð hún í kletta- skoru í sex ár. Loks tókst Achillino með mútum að koma kistunni í vígða mold i kirkjugarðinum í Polcevera skammt frá Genúa. En hjátrúarfullt fólk krafðist þess að kistan væri flutt burt. Hertoga- 2) Nú komust sögur á kreik. Var sagt að Paganini hefði dáið úr kóleru og að líkið hefði verið illa smurt. Þess vegna var kistan flutt i líkhús sjúkrahælis í Viliefrance, en vegna sivaxandi orð- róms um smitunarhættu þótti þó réttara að setja kistuna ofan i læk einn, skammt frá afrennsli frá oliusuðu einni. Ýmsum vinum hins látna snillings fannst þetta ósæmileg meðferð á líki frægs manns og auðugs, og eina nóttina tóku þeir sig til og fengu nokkra fiskimenn i lið með sér og drógu kistuna til Point Caþ Hospice og settu liana á klett einn skammt fyrir ofan flæðarmál. frúin af Parma, ekkja Napoleons, ieyfði loksins að kistan væri grafin i garðinum við hús Paganinis i Gaione. 4) Par var hún svo til 1855, er hún var opnuð og likið smurt á ný. Leið svo og beið til 1876. Þá leyfði páfinn, að likið fengi samastað í kirkjunni Madonna delle Staccate. Var biysför í lík- fylgdinni en þöglir áhorfendur röðuðu sér á bakka Boganzaár er líkfylgdin fór framhjá. Árið 1896 var kistan opnuð og líkið smurt að nýju. En 1905 fékk líkið loks varanlegan samastað í hinu fagra grafliýsi er Parmaborg lét reisa í kirkjugarðinum fyrir utan bæ- inn. Og þar með lauk 65 ára lirakningum dauðs manns.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.