Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.02.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. líUZICKA: % fmwlisgjöfin Æ, já, vindurinn hefir líka áhrif á listina. Að minnsta kosti var ])aS vegna roksins, sem ég flýði inn á hátísku-listsýninguna. Áður en ég vissi af stóð ég andspænis þéssum myndum, sem maður veit ekki livort maður á að hlæja eða gráta yfir. Ég starði á sjöhyrnda málverkið. Á ]>vi voru þrír óreglubundnir hringir, liálft fimmta horn, eitt líkþorn á sveimi í loflinu, tungl sem leit út eins og það hefði hettusótt og fjórir ryðgaðir naglaskafar. Ég var montinn að ég skyldi geta þekkt alla ])essa hliiti, sem voru með ýmist rauðum eða grænum lit. Svo fór ég að gæta að nafninu á myndinni. Það stóð á bréfsnuddu, sem var fest til vinstri á myndina. Mynd- in hét: „Fundur með rauðum tit“. — H vernig líst yður á þessa súrrealistisku mynd mína? spurði allt í einu ])ægileg rödd bak við mig. Ég leit af myndinni. Þarna stóð ungur maður fyrir aftan mig, sem var alveg jafn meðalmennskúlegur að sjá eins og venjulegur knattspyrnu- áhorfandi eða bókhaldari i líftrygg- ingafélagi. — Líst yður vel á hana? si)urði hann aftur. Ég yppti öxlum því að ég var orð- laus og úrræðalaus. — Þetta er iist dagsins í dag. Dags- ins á morgun. Listin seni leggur und- ir sig heiminn. Hvert einasta heimili ætti að verða svo sælt að eignast svona mynd. Yðar líka, herra minn. — Heimili mitt er sælt fyrir, þvi að ég á konu. — Einmitt, svo að þér eigið betri helming. Ennþá betra. Þá skuluð þér gleðja hana með svona mynd. Ég liristi höfuðið. — Ég er í vafa um það. Eg er hræddur um að konunni minni mundi ekki lítast á hana. Hún er mjög íhaldssöm. — Við róttæku mennirnir verðum að sigrast á íhaldinu. Talið ])ér ekki við konuna yðar. Látið þetta koma flatt upn á liana. Það er alltaf liægt að finna tækifæri til að kíTma flatt upp á einhvern. — Ilml sagði ég hikandi. — Það getur verið. Konan mín á afmæli bráðum ... —- Nú þekki ég yður útvortis og innvortis. Ég hefi sogað i mig öll eðl- iseinkenni yðar. Ég skal máta mynd af yður. Hún verður ódýr. Þér getið borgað hana í þrennu lagi. Hann liélt áfram: — Hvers vegna að hika. Ég skal gera yður enn glæsi- logra tilboð Ef yður líkar ekki mynd- in þá megið þér skila henni affur. Þá lél ég uiidan síga. Því miður. Eg liafði eklci keypt neina afmælisgjöf handa konunni minni. Jæja, svo fór ég og sótti myndina. Hún var hræðileg. Enn hræðilegri en „Fundur með rauðum lit“. Hinar myndirnar á sýningunni voru meist- araverk í samanburði við þessa. Ég starði á myndina af mér. Hún var fullkomin staðfesting á Darwins- kenningunni. Ég var eins og kyn- blendingur sjipansa og orangutags. Svo keypti ég að auki rósir handa Lauk úr verðlaunatroginu á hálfum öðrum tíma — og fékk ís í ábæti! arnar á einum og hálfum tíma. Að- spurður hvort liann vildi meira kaus hann sér nugga-ís í ábæti. Guðnnmdur er liið mesta hraust- menni. Hann cr kvæntur og á 10 börn og 20 barnabörn. Gat hann þess við Halldór Gröndal veitingamann að ef hann hefði tekið einn son sinn með sér hefði sá örugglega lokið þessu lítilræði á undan sér. — Guðmundi fannst þrautin létt, en hákarlinn hefði verið það erfiðasta, enda hann ekki vanur honum. Kvenþjóðin hefir ekki heldur látið sitt eftir liggja, og reynst karlmönn- unum í litlu eftirbátur livað matarlyst snertir. Eitt kvöldið sat ung og gerð- arleg frú inni á Nausti með verð- launatrogið fyrir framan sig. Aðrir gestir fylgdust vel með henni og um- ræðuefnið skorti ekki. Voru ýmsir vantrúaðir á að frúnni tækist að leysa þessa þraut. Klukkan tifaði, og þegar tíu mínútur voru eftir af hinum til- skylda tíma var trogið liruðið. Leit þá hver á annan sigri hrósandi. Frú Arn- leif Höskuldsdóttir hafði haldið eftir- minnilega uppi heiðri kvenfólksins og gert sitt til þess að sannfæra menn um að konan stendur karlmanninum hvergi að baki í þessari lystgrein. Frú Arnleif sagði að sér hefði þótt livalurinn erfiðastur, en liákarlinn borðaði hún með bestu lyst, enda vön hákarlsáti af Austurlandi en þaðan er Verðlaunaírogið í 7Xausiinu Veitingastaðurinn „Naust" hefir tekið upp þann sið að hafa góðan þjóðlegan mat á boðstóluni á þorran- um iramreiddan í trogum. í því sam- bandi hefir Naust og á boðstólum sér- stakt verðlaunatrog, sem liver og einn getur reynt við. Er skammturinn þar ekkert skorinn við nögl því hann er alls 2% kg. Þeir, sem geta borðað upp úr troginu á innan við 2 tímum fá allan þann mat ókeypis svo og þann drykk, sem þeir neyta með. konunni minni, og setti hvorttveggja á afmælisborðið. En ásjónan á mér gekk meira að segja fram af blómun- um. Þau litu undan og drjúptu liöfði. Ég fór að svitna af kvíða. Hvað skyldi konan mín segja um þcssa hræðilegu mynd? Svo kom hún. Til þess að áhrifin yrðu ekki eins snögg og annars rnundi, breiddi ég rauðan snýtuklút yfir myndina. — Æ, lofðu mér að sjá liana. Eg hefi lengi óskað mér að eiga málverk af þér. Hvernig gastu vitað það? En nú máttu ekki kvelja mig lengur. Lofðu mér að sjá myndina. Svo afhjúpaði ég myndina. Konan min starði á hana liissa og mállaus. Ég ætlaði að reyna að bjarga málinu við og flýtti mér að segja í afsökunar- tón: — Ég skal segja þér hvernig þetta atvikaðist, Marianne. Það var tilvilj- un að tískumálari málaði mig. Hann var svo áfjáður í það. Og því miður málaði hann mig eftir minni, því að ég sat ekki fyrir hjá honum. — Og þess vegna hefir hann fegr- að þig svona. Ja, Fritz, mikið vildi ég gefa til að þú værir svona fallegur! Sá fyrsti, sem settist að þessum kræsingum og tæmdi trogið var 52 ára gamall vörubilstjóri, Guðmundur K. Jósefsson að nafni. Hann lét sig ekki muna um að ljúka við kræsing- hún ættuð. Hákarlinn mun einnig kominn að austan. Frúin kærði sig ekki um ábæti eins og Guðmundur, en lnin þáði kaffisopa. Hélt uppi heiðri kvenþjóðarinnar! fet Allt með íslenskmn skipuni!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.