Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 18

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 18
ÞA£> ÞYKIR vart tíðindum sæta nú á dögum þótt íslendingar fari til náms- dvalar á erlendri grund. Við kunnum ekki að nefna tölu þeirra allra, sem dveljast við nám erlendis, en þeir eru margir og þeir eru víða. Norðurlöndin nægja ekki lengur, — þeir eru um alla Evrópu: í Þýzkalandi, Ítalíu, Spáni, Tékkóslóvakíu og síðast en ekki sízt Frakklandi. Og ekki má gleyma stór- veldunum tveim: Bandaríkjunum og Rússlandi. Við minntumst á Frakkland og þá dettur okkur i huga, að um þessar mund- ir er það draumur allra ungra stúlkna að fara til Parísar, — miðstöð tízku og listar, borgarinnar, sem svo lengi hefur verið sveipuð rómantískum ævintýra- ljóma. Fálkinn hafði spurnir af tveimur ung- um Reykjavíkurstúlkum, sem báðar eru þegar orðnar þekktar, og lögðu af stað til námsdvalar í draumaborginni fyrir rúmri viku síðan. Þær fara saman í þessa reisu, enda gamlar skólasystur og vinkonur. Þessar stúlkur eru Hólmfríð- ur Kolbrún Gunnarsdóttir, sem verið hefur blaðakona við Alþýðublaðið und- anfarin tvö ár, og Brynja Benedikts- dóttir, leikkona og flugfreyja hjá Loft- leiðum. Við lögðum af stað til Hólmfríðar og svo vel vildi til, að Brynja var þar stödd. Þetta var daginn áður en þær fóru og þær voru í óðaönn að pakka niður dóti sínu. Við rákum augun í umsóknareyðu- blað Brynju um námsstyrk og reiturinn, þar sem tilgreind skyldu próf umsækj- enda var engan veginn auður. Hún hef- ur lokið unglingaprófi, landsprófi, stúd- entsprófi, prófi úr Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins og prófi í teikningu frá verkfræðideild Háskóla íslands. — Varstu að hugsa um að gerast verk- fræðingur? — Nei, það hvarflaði aldrei að mér. En veturinn eftir að ég lauk stúdents- prófi, var ég í leiklistarskóla Þjóðleik- hússins og mér fannst ég vel geta stund- að eitthvað annað nám jafnframt. Þess vegna skellti ég mér í verkfræðideild- ina til þess að læra teikningu og geta þar með fengið starf á verkfræðilegri teiknistofu, ef ég þyrfti á því að halda. — Leiklistin hefur þá átt hug þinn allan? — Já, og á hann enn, og einmitt þess vegna legg ég nú af stað til þess að nema leiklist í Frakklandi. — Verður það ekki langt nám og strangt? — Jú, áreiðanlega. Maður verður víst seint fullnumin í þeirri göfugu listgrein. Ég hef hugsað mér að reyna að læra málið fyrsta árið og einnig franskan lát- bragðsleik, ef ég get. — Hvað geturðu sagt okkur um leik- list í París? — Hún stendur á mjög háu stigi, eins og kunnugt er. Þar eru til dæmis 52 leikhús og ég get bætt því við til gam- ans, að helmingur leikstjóranna við þau eru konur. Það er í mörgum tilfellum ungar stjörnuleikkonur, sem hafa krækt sér í gamla leikstjóra og þegar þeir hafa látizt, hafa þær tekið við. — Hvers vegna valdirðu París til náms? — Ég fer til Parísar, af því að mér finnst sú leiklist, sem þar er iðkuð eiga bezt við mig. Ég kann miklu betur við hana, heldur en til dæmis leiklist í Bandaríkjunum eða Svíþjóð. — Ætlarðu að leggja flugfreyjustarf- ið á hilluna? — Nei, alls ekki. Ég ætla að vera áfram flugfreyja á sumrin til Þess að vinna fyrir mér. Óbilandi starfsþrek og óbilandi áhugi. Við vékum okkur að Hólmfríði Kol- brúnu, þar sem hún var að setja hvern Myndin Inér til vinstri er af Brynju og Hólmfríði, þar sem þœr pakka ofan í töskur sínar. — Til hægri a'ð ofan: Brynja og að neðan: Hólmfríður. — (Ljósm.: Oddur Ólafsson).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.