Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 25

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 25
 á þetta og gengu svo hneyksluð áfram, þegar einhver opnaði hurðina og fór inn í húsin. — Góða fólkið verður miklu betra því verr sem aðrir haga sér. En ég gat ekki að því gert, að ég hafði samúð með skækjunni og sjómann- inum, sem fór inn til hennar. Og ég hugsaði með mér: — Ekki er hún Anna- María orðin svona: Ég fór milli gildaskálanna og bjór- kránna. Mér fannst leitin að Önnu-Maríu vera meir áríðandi nú en nokkurntíma áður. Hún hafði ákveðinn tilgang, hún var lífsauðsyn, hafði meiningu í öllu meiningarleysinu, var sannleikur í öllu lygafeninu. En heimsóknirnar fóru að hafa áhrif. Dýru droparnir — tveir sentilítrar af lélegu brennivíni á hverjum stað, sem maður varð að kaupa til þess að fá að setjast og hlusta á hljómsveitirnar og horfa á lappasprikl og nektarsýningar, eða glímu í forarpolli — fóru að stíga mér til höfuðs, og ég varð frakkari, en dálítið loðmæltari, er ég spurði: — Kennen Sie Anne-Marie? (Þekkið þér Önnu-Maríu?). — Hvernig spyrjið þér? Ég er hérna. — Kennen Sie Anne-Marie? — Já, ég þekki þúsund. Svo gefst ég upp við hana. Fer í einn gildaskálann enn. Og annan til. Og loks mókti ég yfir ölglasi og horfði á tvær stúlkur skemmta áhorfendunum með því að fljúgast á í drullupolli. Sem betur fór voru þær þó í buxum. Þarna sat ég og þverneitaði að láta framreiðslustúlkuna flá mig. Hún fræddi mig á því, að ef ég keypti litla flösku af þýzku kampavíni fyrir DM 8.50, skyldi ég fá að koma heim með henni undir morguninn. — Til hvers? spurði ég — Ertu flón? — Nei, ég er hygginn. Við það sat. En ekki varð hún reið. Gerfibrosið kom aftur á sinn stað, hún varð auðmjúkur þjónn skemmtilífsins og bar mér bolla af kaffi án þess að nöldra um að ég keypti líkjör með. Og svo settist hún hjá mér við borðið. — Hvers vegna eruð þér að spyrja um Önnu-Maríu? — Af því að mig langar til að vita, hvort hún er að farast eða ekki. Þetta er persónulegt mál. Eins konar veðmál við sjálfan mig. Hún hafði heilbrigða lífsskoðun — annaðhvort væri maður manneskja eða ó-manneskja. Ég vil frétta nánar af því. — Er maður ekki bæði manneskja og ó-manneskja í senn, maður minn. — Jú, hérna í Þýzkalandi. Og áreiðanlega í þínu landi líka, kunningi. Samtalið lognaðist út af. Hljómsveitin tók lúðrana sína og fór, lélegur ballett- flokkur kom í staðinn, smjörlíkistenór söng og kvensurnar fóru að fljúgast á í drullupollinum á ný. Þjóðverjarnir störðu úr sér glyrnurnar, Ameríkumenn- irnir skelltu á lær, yfir sig glaðir yfir þessari hámenningu, sem auðsjáanlega átti mjög vel við þeirra lundarfar. Valkyrjurnar í drullupollinum á leik- sviðinu kútveltust og flugust á af kappi. Ég smellti fingrum til að ná í fram- leiðslustúlkuna — hún hét Martha — og spurði hvers vegna það þætti svona skemmtilegt að sjá strípaðar kvensniftir velta sér í drullunni, og hve lengi svona skemmtanir hefðu tíðkazt á Reeperbahn. — Oh lala, sagði hún og vildi sýnast frönsk, — Þetta hefur verið sýnt hérna í mörg ár — fólk hefur gaman af því og kemur langar leiðar að til þess að sjá það. Þú líka! — Er eitthvað í þýzku þjóðarsálinni, sem heillast af þessum „Schlamm- kámpfe“ — drulluáflogum, sagði ég og reyndi að vera meinlegur. — Ef svo er, þá er áreiðanlega mikið af þessu sama í amerísku þjóðarsálinni, sagði Martha og benti með þumalfingr- Frh. á bls. 33 FALKiNN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.