Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 20

Fálkinn - 16.11.1960, Blaðsíða 20
FORSAGA Ung systkin, Kata og Frank O’Connor, búa saman í útjaðri London. Frank er starfs- maður öryggisþjónustxmnar og Adrian Sulli- van, flugmaður, sem einnig starfar fyrir ör- yggisþjónustuna, er tíður dvalargestur á heimili þeirra, enda ekki laust við, að nokk- urt tilfinningasamband sé milli hans og Kötu Frank er sendur til Ástralíu, og Adrían flýg- ur þangað, en þar ætlar hann sjálfur að taka við nýju starfi. Vinátta Franks og Adríans hafði eitthvað kólnað áður, og Frank hafði látið þau orð falla við Kötu, að hann treysti ekki Adrían lengur, — hann sé jafnvel vís til að myrða sig. Kata fréttir ekkert af Frank lengi vel, en fær svo að vita hjá yfirmanni öryggisþjónustunnar, að Frank sé horfinn sporlaust. Flugvélin hafði þurft að nauðlenda í óbyggðum Ástralíu og Frank svo orðið við- skila við Adrían, sem sjálfur komst til byggða. — Kata ákveður þá, og að nokkru leyti fyrir tilstilli öryggisþjónustunnar, að ráða sig sem einkaritara dr. Bemard Wil- liams, sem er á leið til Ástralíu, á sömu slóð- ir og Frank, og leita bróður síns. — Samferða þeim í flugvélinni er eistnesk stúlka, Helga Prava, sem líka er á Ieið til Ástralíu. Hegð- un hennar í vélinni er allundarleg, en þegar Kata sér af tilviljun, að hún er með mynd af Frank í veski sínu, fer hún fyrir alvöru að fylgjast með henni. — Síðasta spölinn í Ástralíu eiga þau að fara í sérstakri flug- vél, og þegar til kemur er það Adrían, sem á að fljúga með þau. Endurfundir Kötu og hans eru ekki allt of hlýlegir — hún minn- ist orða bróður síns, og er full tortryggni. Samt lætur hún ekki á neinu bera, og ákveð- ur að sjá hverju fram vindur. — Þegar þau koma til Bangoola — áfangastaðarins — tek- ur Dennison nokkur og fjölskylda hans á móti þeim, en hjá þeim hafði Helga ráðið sig vinnukonu. Þau hjónin bjóða Kötu að dvelja hjá sér fyrstu dagana, meðan hún hvílist eftir ferðina, og þáði hún það. Hún kemst fljótlega að þvj fyrir tilviljun, að Helga er í leynimakki við Dennison, og einr . . ig, að hann veit meira um hvarf Franks en hann vill vera 'láta. Adrían hegðar sér mjög undarlega og virðist því frábitinn, að hún búi hjá Dennison-hjónunum. Hann útvegar henni íbúð, en þegar hún er að koma frá því að skoða hana, heyrir hún samtal Denni- son-hjónanna, þar sem þau ráðgera að myrða hana. Um nóttina læðist Helga inn til henn- ar og grátbiður hana að fara strax. Helga bægir burt köngurló af öxl Kötu, en verður þá sjálf fyrir stungu dýrsins. Helga er flutt milli heims og hélju á sjúkrahús, því að köngurlóin var trektar-köngurló, baneitruð. Var köngurlóin þarna af tilviljun eða .... Framhaldssaga eftir J. Ames 20 FÁLKINN Hann leit á hana hlýlega, en þeg- ar hann sá andlitið á henni, varð hann strax alvarlegur. — Það hefur gerzt sitt af hverju í nótt, Bern. Eða réttara sagt i morg- un. Það munaði minnstu, að ég yrði fyrir kongulóarbiti —- eitraðri trekt- ar-konguló — en svo varð Helga fyrir því í staðinn, þegar hún var að flasma kvikindið burt af öxlinni á mér. Það var hræðilegt, Bern! Helga var í lífs- hættu um stund. Þeir voru hræddir um, að hún mundi ekki lifa það af. — Hvað ertu að segja, Kata? spurði hann hásróma. — Segðu mér nánar frá þessu! Kata, góða Kata! Hann spratt upp frá skrifborðinu og tók í öxlina á henni. — Og þú ert ósködduð? spurði hann hásróma eins og áður. — Kata, hugsum okkur, að eitthvað hefði komið fyrir þig! Hann linaði á tak- inu á öxl hennar. — En ég skil, að það gengur ekkert að þér, góða mín — annars værir þú ekki hérna núna. — Nei, það mundi ég ekki vera, sagði hún. — Ég mundi vera í sjúkra- húsinu, þar sem Helga er núna, eða þá . . . Hún lauk ekki setningunni. — Var þetta virkilega svona hættu- legt kvikindi? Hún kinkaði kolli en sagði ekkert. Hann strauk hendinni um ennið. — Ég veit ekki hvað ég hefði átt að gera, ef eitthvað hefði komið fyr- ir þig, Kata. Ég get ekki hugsað til þess! Ég veit ekki hvers vegna það er ekki fyrr en nú, sem ég geri mér ljóst, hvernig ég væri staddur undir þeim kringumstæðum ... Svo varð þögn. Hann starði á hana og það var líkast og brúnu augun vildu spyrja hana að einhverju. Hún leit undan. Hún var rugluð og hik- andi, gat ekkert sagt. Kannske gat ást Bems látið hana gleyma Adrian að fullu og öllu? — Kata! Hann steig einu skrefi nær henni, en í sömu svifum var drep- ið á dyrnar. Grant Stewart kom inn með sæg af teikningum. Og þegar hann fór út aftur var augnablikið horfið, augnablikið, sem — allt hefði getað skeð á. — Ég verð að fara í heimsókn til Helgu undir eins og hún fær að taka á móti gestum, sagði hann. — Það er ekki eingöngu um líkamlegar þján- ingar að ræða í þessu tilfelli, heldur líka taugaáfallið, sem hún hefur orð- ið fyrir. Hann leit hálf vandræðalega á armbandsúrið sitt. Og hún var vandræðaleg líka. Kannske voru þau bæði að hugsa um hvað hefði getað komið fyrir, ef Grant Stewart hefði ekki komið inn —. — Ég á að vera á fundi, sagði Bern. — Hann stendur líklega til há- degis. Ég var að skrifa minnisgreinar í gærkvöldi — viltu gera svo vel að hreinskrifa þær á meðan? Hann kink- aði kolli til hennar og sagði svo: — Við sjáumst þá seinna. Hún tók minnisblöðin hans og sett- ist við ritvélina, en henni veittist erf- itt að byrja að vinna. Sárnaði henni að þau skyldu vera trufluð? Hún var í vafa um það, en svo mikið vissi hún, að henni fannst gott að vera ein núna. Hún var uppgefin — bæði líkamlega og andlega. Allt of mikið hafði komið fyrir hana á örstuttum tíma. Hún hafði ekki ennþá náð sér eftir skelfinguna um nóttina, og nú vissi hún að hún yrði von bráðar að ráða fram úr máli, sem réð örlög- um hennar til æfiloka. Bern yrði vafalaust fyrirmyndar eiginmaður. Hann var alúðlegur og nærgætinn, og það yrði eflaust bæði örfandi og hressandi að lifa í sambúð við mann eins og hann. Hún taldi víst, að hún gæti gert honum rólegt heimili, einmitt eins og síhugsandi heilans menn þurfa til að hvílast. Og í rauninni gat hún ekki séð neina vankanta á sliku hjónabandi. Hún var viss um, að hjá honum mundi hún njóta öryggis, friðar og samræmis. — Hún fór snemma í há- degisverðinn og gekk síðan áleiðis upp aðalstrætið, í áttina að sjúkra- húsinu. Þetta var falleg nýtízku- bygging, einlyft, og mikið af blómum í garðinum umhverfis. Hún fór inn um glerdyrnar. Hjúkr- unarkonan sagði henni, hvar hún gæti hitt Helgu, og áminnti hana um að vera ekki of lengi. Kata drap á dyr stofunnar nr. 12 og heyrði rödd Helgu, sem svaraði lágt: „Kom inn.“ Hún opnaði dyrn- ar og fór inn fyrir. Helga sat upp við dogg, með marga kodda undir herð- unum. Hún brosti lítið eitt þegar Kata kom inn. Kata brosti á móti. — Hvernig líður þér, Helga? — Ég er máttlaus og lin, eins og þú skilur, sagði Helga, — og ég er alltaf að fá kuldaköst. Kata gekk að rúminu hennar og rétti henni Ijósrauðar rósir, sem hún hafði keypt á leiðinni. Helga horfði á þær, og allt í einu urðu augu henn- ar tárvot. — Þær eru yndislegar, Kata, sagði hún. — Hjartans þakkir. — Vertu ekki að neinni vitleysu, sagði Kata. Hún reyndi að tala harka- lega, til þess að leyna eigin tilfinn- ingum sínum. — Þetta er ekkert, eða að minnsta kosti lítið. Ég á þér svo mikið að þakka, Helga. Þú bjargaðir lífi mínu — og lagðir líf þitt í hættu. Helga brosti veikt aftur. — Ég hafði enga hugmynd um að ég hefði bjargað lifi þínu, Kata — ef ég hef þá gert það. Það var hrein og bein tilviljun að ég bandaði kongu- lónni frá þér... Og þó þetta hefði kostað mig lífið, sagði hún hægt, — þá hefði það ekki gert svo mikið til — eða ekki nema lítið. Þá hefði ég aðeins borgað skuld... Hún leit und- an, tárin runnu niður kinnar hennar. Kata studdi hendinni á öxl hennar og spurði, skjálfrödduð: — Er það vegna Franks, Helga? Helga svaraði ekki. Kata tók fast- ar um öxlina á henni. — Helga, góða Helga! Ef þú veizt eitthvað um Frank, getur þú þá ekki sagt mér það? Geturðu ekki skilið, að mér er kvöl að því að vita ekkert um hvað hefur komið fyrir hann? Nú sneri Helga andlitinu að henni aftur. — Jú, ég skil það, Kata. En ég get ekki sagt þér neitt. Þú mátt ekki biðja mig um það! Það gæti orðið lífshætta fyrir okkur báðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.