Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 7
Ð HEILLAR ALLAR erlend flugfrejjuefni sóknir og bíða þess með óþreyju að mega klæðast bláa einkennisbúningnum og svífa af stað langt út í lönd. AÐ eru ekki einungis ís- lenzkar stúlkur sem dreym- ir um að gerast flugfreyjur, heldur einnig ungar kynsystur þeirra um allan heim. Og nú er svo komið, að tæplega fyrir- finnast nógu margar hérlemd- ar stúlkur á aldrinum tuttugu til tuttugu og fimm ára sem uppfylla þær kröfur er gerðar eru til flugfreyjuefnanna, og því hafa Loftleiðir orðið að bæta við sig erlendum flug- freyjum í vaxandi mæli. Á for- síðunni sjáið þið nokkrar þeirra þrjátíu og átta stúlkna sem ný- lega voru valdar úr rúml. þrjú hundruð umsækjendum í Dan- mörku, Noregi og Þýzkalandi og á meðfylgjandi myndum sjá- ið þið sex þeirra af jafnmörgum þjóðernum þar sem þær fylgj- ast með á námskeiðinu og lesa undir tímana í hinum vistlegu herbergjum sínum á Hótel Holt. Þær eru allar fjörlegar og aðlaðandi stúlkur, ólíkar hver annarri innbyrðis eins og geng- ur, en eiga það þó sameigin- legt að hlakka til að byrja að fljúga. OG af hverju langar þær að verða flugfreyjur? „Mig hefur alltaf langað til þess,“ segir Lize Boye. Hún er dönsk og lítur út eins og ball- ettdansmær eða módel, enda reynist hún hafa verið hvort tveggja. „Alltaf frá því að ég man eftir mér. Mig langar að vera flugfreyja um tíma, kann- ski nokkur ár, og sjá mig um í heiminum.“ „Það var ábyrgðin sem lað- ;aði mig,“ segir Renate Basse. Hún er alvarleg stúlka og íhug- ul, þýzk að þjóðerni og lang- skólagengin, hefur verið í há- skólum í London, Genf og Barcelona og lagt stund á bók- menntir. „Mig langar að vera með fólki og hjálpa því, gera fyrir það eins og ég get og vera því til aðstoðar." „Þú hefur ekki hugsað þér að gerast hjúkrunarkona?“ „Nei, ænei! Pabbi var nefni- lega læknir, og ég fékk nóg af slíku þegar ég hjálpaði honum á stofunni. En ég vil gjarn- an vera með fólki og hugsa um það — ekki hitta það í boðum og svoleiðis.“ -jTi G hef verið ákveðin frá ”LLi því að ég var smák>-"kki, að ég skyldi verða flugfreyja,“ segir Anne-Marie Duplaissy sem er frönsk og skrafhreyfin, talar enskuna með sterkum hreim og miklu handapati. „Mamma vinnur hjá Air France, og ég hef flugið alveg í blóðinu, enda þekki ég sand af flugfreyjum og flugmönn- um og hef heyrt allt um betta frá blautu barnsbeini. Ég er vitlaus í ferðalög og finnst gaman að kynnast fólki og helzt af sem flestum þjóð- ernum. Mig langar að læra siði annarra þjóða, sjá hvernig fólkið er, hvað það borðar og drekkur, hvernig það skemmtir sér, hvernig heimilin eru, hvað fæst í búðunum — sjá muninn á mínu eigin landi og öðrum löndum. Ég vil helzt alltaf vera á ferð og flugi.“ 1. Anne-Marie Duplaissy frá Frakklandi: „Ég lief flugið alveg í blóðinu.“ 2. Elisabeth Paulsberg frá Nor- egi: „Mér finnst gaman að bitta nýtt fólk og fara í ferðalög.“ 3. Astrid Krogh frá Svíþjóð: „Ég vil vinna sjálfstætt og standa á eigin fótum.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.