Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 10
í Kaupmannahöfn. Seinna lærði ég hjá Inge Sand.“ „En þú hefur ekki gert dans- inn að atvinnu?" „Nei, til þess þarf maður að vera svo ógurlega flinkur. Ég hef unnið sem módel — það er vel borgað en leiðinlegt starf, og ekki langaði mig að leggja það fyrir mig.“ ÉG lærði ballett í fimm ár,“ segir Bertie. „Hvar?“ „í heimabæ mínum, Arn- hem.“ „Var það ekki þar sem Audrey Hepburn bjó á stríðs- árunum?“ „Jú, einmitt, og það eru stór- #r myndir af henni uppi á öll- um veggjum í ballettskólanum. Hún er langfrægasti nemand- inn sem nokkurn tíma hefur lært þar.“ HVAÐ ætlið þið svo að gera þegar þið eruð orðnar leiðar á flugfreyjustarfinu? Gifta ykkur?“ „Ekkert í heiminum vildi ég frekar verða en húsmóðir,“ segir Renate á sinn hæga rólega bátt. „Mér finnst gaman að heimilisstörfum og langar að eiga góðan mann og börn. — Ég gerðist samt ekki flugfreyja af því að ég væri að leita mér að eiginmanni,“ flýtir hún sér að bæta við. „Ekki gæti ég hugsað mér að verða bara húsmóðir,“ segir Jón Júlíusson, ráðningarstjóri Loftleiða, er ábyrgur fyrir valinu á þessum fríða hópi. 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.