Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 22

Fálkinn - 30.05.1966, Blaðsíða 22
— En ég vil segja þér írá því, sagöi hún með skyndilegri hörku í málrómnum. Það var þegar ég kom aftur frá sjálfu fangabúðasvœðinu. Ég fór inn i krá til að fá mér að borða. Hugs- aðu þér úr hvílíkum málmi ég er gerð. Eftir þriggja tíma göngu um dauðans dal var ég svo svöng að ég hefði getað stol- ið mat ef ég hefði verið peninga- laus. Jœja, nú átti ég peninga. Inni í kránni var kolaofn, hann var rauðkyntur, og þarna var heitt eins og í baðhúsi. Mér var tekið mjög vingjarnlega. En þegar ég hitans vegna hafði íar- ið úr bæði kápu og peysu upp- götvaði ég mér til skelfingar að ég var í hálfermakjól. Brenni- merkið var sýnilegt hverjum sem var, og gestgjafinn tók sam- stundis eftir því. Ég fann hvern- ig hann byrjaði að hata mig. Ég beið þess aðeins að hann bæði mig að fara. Hann varð ókurteis, bar matinn fram örar en ég gat í mig látið, gat auðsjáanlega ekki losnað við mig nógu fljótt. Hann vildi ekki láta minna sig á Mauthausen. Það var eins og ég hefði framið glæp með því að snúa aftur og rif ja upp minn- ingar. Hún þagnaði enn á ný og horfði út yfir glitrandi götuljós Kaupmannahafnar sem nú voru að byrja að slokkna. — Og ég skal ekki fara þangað aftur. Ekki einu sinni í hugan- um. Nú hef ég losnað úr tengsl- um við fangabúðirnar. — Það er ágætur ásetningur, sagði hann. En sennilega muntu þurfa að berjast við það enn um hríð. — Við hvað áttu? Lars Stenfeldt hugsaði um ljósmyndina í brúna umsiaginu, sem lá í brjóstvasanum á ferða- fötunum hans. — Ég á ekki við neitt sérstakt, sagði hann og færðist undan. Aðeins það að þú skalt ekki verða fyrir vonbrigðum þótt þú getir ekki losað þig' við minning- arnar svona allt í einu. Það tekst 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.