Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 4
Stúdentablaðið Reykjavíkurlistinn hefur stuðning 70% háskólanema - U 0 % m u n u r á R o g D l i s t a i n n a n Háskólans Af þeim háskólastúdentum sem búsettir eru í Reykjavík og af- stöðu taka í skoðanakönnun Stúdentablaðsins segjast 69,9% myndu kjósa Reykjavíkurlistann ef kosið yrði nú í sveitarstjórnarkosn- ingunum í Reykjavík. Þá segjast 29,1% kjósa D-lista Sjálfstæðisflokks- ins af þeim sem afstöðu taka og 1% ætla að kjósa Húmanistaflokkinn. 20,3% segjast enn óákveðin eða óviss. Þegar allt úrtakið er skoðað segj- ast 52,4% myndu kjósa Reykjavíkur- listann og 21,4% Sjálfstæðisflokkinn. Þegar óvissir voru spurðir um hvað þeir myndu líklega kjósa fer fylgi R- lista upp í 56,8% og fylgi D-lista í 23,4% og óákveðnum fækkar í 13,9%. Flestir treysta Ingibjörgu Sólrúnu Þegar spurt var hvoru treystirðu betur sem borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eða Árna Sig- fússyni sögðust 78% treysta Ingi- björgu Sólrúnu betur en 22% treysta Árna betur af þeim sem afstöðu tóku. Af þeim sem ætla að kjósa D- listann segjast 22% treysta Ingi- björgu Sólrúnu betur sem borgar- stjóra og 78% treysta Árna betur til þeirra verka. Af fylgismönnum R- lista segjast 99,5% treysta Ingibjörgu Sólrúnu betur en 0,5% Árna. Málefnin ráða mestu Spurt var hvað réði mestu um val fólks, framboðslistinn í heild sinni, borgarstjóraefni eða málefni og sögðu flestír að málefnin réðu vali sínu, eða 51,5%. Því næst kom borgastjóraefnið en það ræður vali 21,9% háskólanema og framboðslist- inn ræður vali 13%. Áberandi fleiri kjósendur R-lista segja að borgarstjóraefni ráði vali sínu, eða 29,2% á meðan borgar- stjóraefni ræður vali 11,5% kjósenda D-lista. Framboðslistinn ræður vali 13,4% kjósenda R-lista en 18,4% kjós- enda D-lista. Málefnin ráða vali flestra stuðningsmanna beggja lista en áberandi fleiri stuðningsmenn D- lista láta þau ráða vali sínu eða 62,1% á meðan þau ráða vali 44,5% kjós- enda R-lista. Annað ræður vali 12,9% R-listafólks en 8% kjósenda D-lista nefnir annað. Af þeim sem eru óviss- ir segja 59% að málefni muni ráða vali sínu, 14,3% nefnir borgarstjóra- efni og 4,1% framboðslista. Konur styðja R-lista Af þeim sem afstöðu taka þá er fylgi kvenna við R-listann hátt, 82,7% kvenna í Háskólanum myndu kjósa R-listann en 17,3% kjósa D-listann. Bilið minnkar þegar kemur að körl- um en 55,1% karla kjósa R-listann og 42,6% kjósa D-listann. Þá segjast 2,2% karla ætla að kjósa Húmanista- flokkinn en engin kona nefndi hann. Kjósendur Vöku og Röskvu Spurt var hvað fólk hefði kosið í síð- ustu Stúdentaráðskosningum og þá kemur í ljós að 63,2% þeirra sem kusu Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í HÍ, ætla að kjósa D-list- ann og 21,1% R-listann. Af þeim sem kusu Röskvu, samtök félagshyggju- fólks við HÍ, ætla 80% að kjósa R-list- ann og 8% D-listann. Af þeim sem kusu ekki í síðustu Stúdentaráðs- kosningum ætla 54,5% að kjósa R- listann en 15,7% D-listann og 20,9% þeirra eru óvissir. Borgarstjórae&ii ræður vali 24,4% kjósenda Röskvu en 17,8% kjósenda Vöku, framboðslistinn ræður vali rúmlega 15% kjósenda beggja fylk- inga en málefnin ráða vali 57,5% kjósenda Vöku og tæplega 50% Röskvukjósenda. Þegar allt úrtakið er skoðað segjast 37,5% aðspurðra hafa kosið Röskvu í síðustu Stúd- entaráðskosningum en 20,7% Vöku. 37,5% kusu ekki og 2,2% skilaði auðu. Ef athugað er hlutfall óvissra af kjósendum Röskvu og Vöku kem- ur í ljós að 18,4% kjósenda Vöku eru enn óákveðnir en 22,4% kjósenda Röskvu hafa ekki enn gert upp hug sinn og af þeim sem kusu ekki eru rúm 57% óákveðin um atkvæði sitt í borginni í vor. Slembiúrtak 500 nema Reiknistofnun Háskólans tók slembiúrtak 500 háskólanema bú- settra í Reykjavík fyrir Stúdentablað- ið og Þorlákur Karlsson, aðferða- fræðingur, yfirfór spurningar og ráðlagði með stærð úrtaks. Gunnar Haugen, aðferðarfræðingur, vann úr könnuninni. Könnunin var fram- kvæmd dagana 21 og 22 apríl og var svarhlutfall 74,8% og er hún því marktæk. Spurningarnar sem spurt var að í könnuninni voru: Ef kosið væri á morgun í sveitarstjórnarkosn- ingunum í Reykjavík, hvað myndir þú kjósa? Þeir sem sögðust óvissir voru þá spurðir: En hvað telur þú líklegast að þú munir kjósa? Hvað ræður mestu um val þitt, er það borgarstjóraefni listans, fram- boðslistínn sjálfur eða eru það mál- efni listans?, var spurning númer tvö. Þriðja spurning var : Hvoru treystírðu betur sem borgarstjóra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir eða Árna Sigfússyni? Nöfnin voru nefnd fyrst á öðru hvoru blaði. Fjórða spurning var: Hvaða fylkingu kaustu í síðustu Stúdentaráðskosningum? Svarhlutfall eftir kyni -K0NUR R lÍStí HiDlisti Svartilutfall ettir kynl -KARLAR 1» R-listi mm D-listi mm H-listi Fylgi við listana eftir þeim sem afstöðu tóku. ■■H R-llsti mm D-nsti Wmm Kýs ekki mwm öviss Verkfræökieíld 17.6% 29,4% ! 11} H III I I Raunvisindadeild a ■■■ R-listi wmm D-iisti I ■■ H-listi ■■■ Kýsekki B&fl öviss

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.