Dvöl - 01.03.1901, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.03.1901, Blaðsíða 2
10 D V Ö'L . ágæt.a í t'eini atgervi, sem þeim tilheyrir. En sá maður mundi eflaust verða eimi af þeim, sem hefði skyribragð á hestum og landbúnaði, en með því þeir eru nú menn, hvaða umsjónarmenn ætlarðu þá að taka handá þeim? hver er kennandi í slíkri atgervi, bæði mannlegri og stjórnfræðisiegri? því ég geri ráð fyrir, að þú hafir skoðað huga þinn um þetta, fyrst þú hefir eignast sonu?“ „Náttúrlega", sagði hann. „Hver er hann þá“, sagði ég, „og hvaðan úr landi og hvað er hann dýr á kennslunni?" „Það er hann Evanos, Sókrates minn, hann er frá P. og kennir fyrir 5 minur og ég prísaði E. sælan, ef hann í sannleika kann þessa íþrótt og kennir hana fyrir svona lítið. Ég mundi fyrir mitt ieyti gera mig til af því og miklast af þvi, ef ég kynni þetta, en ég kann það alls eigi, þér Aþenuborg- armenn. '(Eramh.) Afl móðurástarinnar. (Þytt.) Unglingspiltur nokkur í Nýju Jorvik liafði gert. sig sekan í að brjóta rúðu og var þess vegna ákærð- ur fyrir lögreglustjóranum. Hann ineðgekk brotið og sagðist hafa gert það til þess að hann yrði hnepptur í fangelsi, af því hann liði bæði kulda og hungur og fengi ekkert að starfa. „Því tókstu þá ekki heidur upp á að stela eins og þú heflr gert fyr?“ spurði dómarinn. „Af því, “ svaraði pilturinn, „að óg loíaði henni móður minni sálugu að lifa ráðvandlega og stela aldrei oftar.“ Dóm- arinn sagði honum, að sanna þessa sögu sína; piltur- inn sýndi honum þá fáein ástrík bréf frá móður sinni, sem hún hafði skrifað honum, meðan hann hafði dval- ið annars staðar. Bróf þessi voru svo hjartnæm og ástrík, að það var engin furða, þó þau hefðu áhrif á piltinn. Og honum var trúað. Hann byrjaði nýtt líf, en í sinni dýpstu örbyrgð, þegar hann liafði ekkert að lifa af, tók hann til þessa óyndis úrræðis að brjóta rúðuna, til þess að fá fæði og skýli í fangelsinu. Éetta einkennilega atvik fréttisfc og hrærði marga til meðaumkunar svo honum var útveguð vinna, og opnaðist með því nýr vegur til velgengni. Éessi saga sýnir hverju móðurástin fær orkað. ------o«<x>------ Murillos lærisveinn. (týtt úr onsku). -----— (Niðurl.) Ofur-lítill veikur geisli af morgunsólinni þrengdi sér inn um einn af ávala herbergisgluggann og skein dapurt á málaragrind Mendezai'; hljómskæra stunda- kiukkan á dómkirkjunni í Sevilla sló 3, og vakti Sebastian upp af svefninum; ílest önnur börn en hann mundu hafa iátið svefninn og þreytuna sigra sig, en Sebastian, sem gat. einungis eignað sór 3 klukkutíma - 3 frjálsa klukkutima — stökk upp úr hæli sínu og að hálf-opnum glugga, til að draga að sér hreint morgunloftið, og sagði um loið við sjálfan sig: „Áfrarn, Sebastian, þú heflr einar 3 klukkustundir á valdi þjnu, notaðu þær vel, hinar stundirnar á hús- bóndi þinn.“ Nú þegar hann var glaðvaknaður, skaut honum fyrst skeik bringu, þegar hann fór að hugsa um hvað út af myndinni hlaust, sem liann iialði teiknað dag- inn áður, og ásetti sór þvi, að skemma hverja línu af henni, hann dýfði burstanuro ofan í farfan, gekk að mynöinni, sem í þessari feigðarlegu hálf-dimmu var fegri og yndislegri en nokkru sinni áðui'. „Að strjúka yflr þessa fallegu andlitsdrætti, skemma þessi skæru augu,“ sagði hann. „Nei, ég get það ekki! ég vil heldur verða fyrir refsingunni, ég vil held- ur þola hverja sem helst hegningu, en að skemma þetta fallega hugmynda-smíði mitt, jafnvel ungu lista- mennirnir vildu ekki skemma það, og ætti óg þá að gera það, nei, af og frá, það er eins og varirnar séu lifandi, andi og tali; mér finst ef ég ónýtti þetta himn- eska andlit, að ég sjálfur hafl úthelt blóði þeirrar heil- ögu meyjar; nei, ég vil halda áfram við þetta ánægju- lega starf, og fullgera það og láta svo hegninguna verða hvað helzt sem vill.“ Éegar hann var búinn að átta sig á þessu, greip hann litspjald Mendezar, og bjó til hina margvíslegu liti, gelck svo að málaragrindinni og byrjaði að mála. Sólin hækkaði á loftinu, og mynd Maríu meyjar fór smám saman eins og að fá lif og fjör eftir burst- ann hans. „Hérna eina línú til — og þarna náttúrlegri skugga — þá munninn, ó, himneskt! varirnar opnast — þessi augu þau horfa á mig með himneskum svip, og ennið, hvað það er sakleysisiegt! Ó, tilbeiðiuvej ða meyja!“ Sebastian gleymdi sér svo geisamlega af undrun og aðdáun, að hann mundi hvorki eftir timanum né hegningunni. Hann stóð frainmi fyrir mynd sinni og sá ekkert nema engilsásjónu Miiriu meyjar, sem sýnd- ist brosa að honum með ánægjublandinni elsku (rning- led look oí approbation and love). Alt í einu vaknaði hann upp af hugardraumum sínum, því hann heyrði hægt fótatak að baki sér, snóri sór við og sá alla lærisveinana í hóp og Murillo fremstan í flokknum. í fyrsta augnablikinu datt honum ekki í hug að reyna til að afsaka sig, bann drap höfðinu á bringu sér, með litspjaldið i annari hendi en burstan í hinni og beið þegjandi eftir þeirri refsingu, sem liann var sannfærð- ur um að hafa fyllilega unnið til, þar sem liann var staðinn að verkinu. Par varð dauða þögn, því væri Sebastian ótta lost- inn frammi fyrir þeim, var meistari hans engu síður undrunarlostinn. Murillo benti lærisveinunum — sem voiu komnir á fremsta hlunn með að láta aðdáun sína í ljósi - að þegja, huldi tilfinningar sínar undir kuldalegu og hörðu yfirbragði, horfði biturlega á þræl- inn sinn, sem skalí af ótta og svo á fögru myndina, og sagði: „Hver heflr verið kennari þinn, Sebastian?" „Þú herra minn,“ svaraði hann varla heyranlega. „Hver heflr kent þér að mála, átti ég við, Se- bastian ? “ „Enginn annar en þú sjálfur, lierra minn,“ svaraði hann óttasleginn. „Ég hefl aldrei sagt þér neitt til í málaraíþrótt- inni,“ sagði Murillo forviða.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.