Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 19

Iðnneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 19
Nýtt verkmenntahús opnaðá ísafirði Snemma í janúar á þessu ári v>om liðin 90 ár síðan Iðnaðarmannafélag ísa- jjarðar hóf kennslu í teikn- ingu aðJlafnarstrœti 11. Því imr það vel við hœfi er tekið var í notkun nytt verk- menntahús á ísafirði þann 9. janúar síðastliðinn.Jíús- ið em tæpir sex hundnið fennetrar að fiatarmáli og er skipt í þrjá kjamæjl jarðhœð em tveir salir, smíða- og vélarsalur, en í miðju hússins er aðstaða fyrir nemendur og kennara á tveimur hœðum, þar á meðal fataskápar fyrir alla nemendur og hreinlœtisað- staða með sturtuklefum. Einnig hefur tækjakostur skólans verið bættur með ýmsum handverk- færum, rennibekkjum, beygjuvél, klippum og suðutæki. Auk þess barst skólanum að gjöf Caterpillarvél með rafalvökva og loftkerfi ásamt ýmsum búnaði til kennslu.Við skólann eru hin- ar ýmsu brautir og má þar nefna grunndeildir raf- og málmiðna, vél- stjórnarbrautir 1. og 2. stigs og matar- tæknibraut auk kennslu fyrir nema í faggreinum í samningsbundnu námi. Þá eru einnig starfrækt skíðabraut, sem val fyrir nema sem eru keppnis- fólk á skíðum og öldungadeild. Fram- haldsskóli Vestfjarða, eins og hann er í dag, er tilkominn vegna sameiningar Iðnskólans og Menntaskólans á Isafirði árið 1988. Nafni nýja skólans var síðan breytt í Framhaldskóla Vestfjarða 1992. Með nýja skólahúsinu verður öll að- staða mun betri en áður en þá fór kennsla fram á þremur stöðum í bæn- um og voru nemendur og kennarar því á sífelldum þeytingi á milli staða. Stefnt er að því að hefja byggingu nýs hluta verkmenntahúss sem fyrst. Það mun verða ætlað fyrir tré- og rafiðnir en tréiðnaðardeild hefur ekki verið starfrækt áður við skólann. Iðnnema- samband Islands sendir Vestfirðingum árnaðaróskir með nýja skólahúsið. H.P. Gott starf sumhverf i • •• byggist ekki síst á góðri loftræstingu, hávaðavörnum og viðeigandi öryggisráðstöfunum við notkun véla og verkpalla. í vinnuverndarlögunum segir: „atvinnurekandi skal tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Fleiri örryggistrúnaðarmenn 1995 Notið rétt ykkar til að kjósa örryggistrúnaðarmenn þar sem 10 eða fleiri starfa. Örryggistrúnaðarmaður á rétt á fræðslu, tíma og upplýsingum- og góðum stuðningi starfsfélaganna. Vinnueftirlit ríkisins sími 567 25 00 Vinnuvernd í verki IÐNNEMINN 19

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.