Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1995, Page 14

Iðnneminn - 01.09.1995, Page 14
J\íú í sumar fékk Iðn- nemasambandið heim- sókn tveggja kennara mð Jiorsens 'Polytecnic í dóanmörku sem er nokk- urskonar sambland af iðn- og tœkniskóla. Sögu Jíorsens Tekniske skole má rekja allt aftur til 1857 þegar boðið var uppá kvöldkennslu í teikningu fyrir hcincl- verksmenn íJíorsens. I dag býður skólinn uppá nám ífjölmörgum iðn- greinum auk náms- brauta á alþjóðlegu sviði. Má þar helst nefna Jdönnunar- og bygginga- tœknidéild sem var sú fyrsta sem bauð uppá nám í 'Byggingaarki- tektúr á ensku. Horsensskólinn vill draga að nemendur úr öðrum löndum Evrópu og boðið er uppá nám t.d byggingafræði á ensku og þýsku. Allar brautir sem Horsens auglýsir hér að neðan eru lánshæfar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna þannig að hér aukast möguleikar íslenskra námsmanna til að verða sér úti um menntun sem finnst ekki í íslenska menntakerfinu. Nemend- ur útskrifast af þessum brautum sem fræðingar og tæknar sem eru millistig til verkfræðings eða tæknifræðings. I Horsens er hægt að leigja herbergi eða litlar íbúðir á svokölluðum Kollegie eða stúd- entagörðum. Einnig er hægt að sækja um svokallaðar Ungdoms- boliger sem eru einsherbergja íbúð- ir með eldhúsi og eru aðeins leigð- ar út til námsfólks. Islendingafélag er starfrækt í Horsens. Upplýsingar um einstakar námsbrautir og um- sóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu INSI auk upplýsinga um félagslega þjónustu s.s sjúkra- samlag, dagheimili og leigubætur. Ætlunin er að kynna nánar ein- staka brautir í næstu Iðnnemum og þá starfsmöguleika sem námið gef- ur. NÁM í DANMÖRKU Hjá Horsens Polytecnic bjóðum við uppá fleiri tegundir af tæknimenntun. Meðal annars: - tækniteiknun - landmælingatæknir - véltæknir - byggingaiðnfræðingur - bygginga- og framkvæmdalína - byggingafræðingur með fjórum brautum: enskri, þýskri, byggingar- og framkvæmdalínu. Horsens Polytecnic Slotsgade 11, DK-87000 Horsens Tlf. + 4575625088, Fax. + 4575620143 14 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.