Vaka - 01.11.1927, Page 19

Vaka - 01.11.1927, Page 19
[vaka] NÝUNGAR í SKÓLAMÁLUM. 337 verður aldrei komizt, að menn verði að læra sjálfir. Öll menntun er í raun og veru sjálfmenntun, þó unrdð sé undir umsjón og ineð leiðbeiningum kennara. Þess- vegna er allt til bóta, sem eykur trygginguna fyr- ir sjálfsstarfi nemendanna. 1 skólum í strjálbýli, þar sem aðeins starfa einn til tveir kennarar, kemur flokk- unin af sjálfu sér. Hún er nauðsyn, sein ekki verður hjá komizt, en þar fyrir er vitanlega mikill rnunur á því, hversu vel kennurunum tekst að flokka og líta eftir starfsemi inargra flokka í senn. Ég hefi séð mjög lof- samleg ummæli erlendra námsstjóra um starfshátt sveitaskólanna. Erfiðið auki þar getuna og árangur- inn verði þar stundum undursamlegur, þegar borið sé saman við stórskóla þéttbýlisins, sem búi við öll þau þægindi, sem uppeldisfrömuðum hef.ir komið til hug- ar að heimta. Mega þau ummæli heita fagnaðarboð- skapur fyrir íslenzka kennarastétt, sem löngum verður að miklu leyli bundin við smáskóla strjálbýlisins, kosti þeirra og galla. Ef það verður þess valdandi, að hæfileikar vaxi til að láta læra og starfa mikið, án þess að of mikið sé kennt og skipað, þá er göllunum snúið i kosti. Þá er og byggt á grundvelli hinnar eldri, skólalausu menningar, sem aldrei náði til allra, en kom einstökum hæfileikamönnum til mikils þroska. Aðferðir þeirra tíma eiga án efa erindi til skólanna. ()g ef þeim er beitt, má vænta, að skólarnir skili fram- takssömum, sjálfstæðum mönnum, sem þá standa feti framar fortíðinni fyrir leiðsögn góðs kennara. Það vottar þegar fyrir því, að unglingaskólar gangi í þjón- ustu sjálfmenntunarinnar svokölluðu, en það eiga barnaskólarnir líka að gera. Ein hin þekktasta tilraun til að auka sjálfstætt starf skólanemenda er hin svokalla Dalton-aðferð. Hefir hún náð all-miklum tökum á skólastarfi víða um heim. Náinsskráin er syrpa af verkefnum. Eitt verkefni er lagt fyrir nemendurna i einu. Að þvi á að vinna í eina viku, 22

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.