Vaka - 01.11.1928, Síða 107

Vaka - 01.11.1928, Síða 107
[vaka ] HELGI HJÖRVAR: FERÐABRÉF. 3Ö1 Eftir veturnætur hélt ég norður eftir iandi. Ég fór frá Uppsölum um nón. Þá var frost og hreinviðri og snjólitið. Leiðin liggur norður um Uppland hið forna. Landið er marflatt, með urðarholtum, sem sum eru hálfnakin, en flest vaxin háum skógi, en allt í milli voru haustplægðir akrar og töðuvellir, og eru skógar- holtin eins og hólmar í þessu frjósama landi. Sól rann til viðar um fjögurleytið, og hún seig til „viðar“ í orðs- ins gömlu og réttu merkingu, því að hún hvarf bak við skóginn langt i vestri. Skógarbrúnin var eins og ferleg stórviðarsög, sem sneri hvössum tönnunum upp í blóð- rautt vesturloftið, en á austurhimni dró upp mjúkan skýjaboga yfir nætursortanum, sem færðist upp á him- inhvolfið. Tindrandi stjarna blikaði þar i dimmunni yfir hrímhvítum skóginum, alein og hljóð, og fékk mér margt að hugsa, þar sem ég sat einn í vagnklefanum og horfði út, á himininn og jörðina. Ég var þreyttur og mókti og dreymdi: Fjármaður norður á Möðrudalsöræfum sagði stúlk- unni sinni frá því, hvernig hann hefði villzt. Það var skammdegismyrkur og gekk að með grenjandi viku- hrið. Það rofaði til i hálofti litla stund, en á öllum himninum sást ekki nema ein einasta stjarna, sem skein gegnum sortann. Af hverju var stjarnan ein? — Af því að þú ert al- ein á mínum himni, og ef þú hverfur mér, þá er ekk- ert ljós framar fyrir mínum augum. — Ég fór til Gávle um kvöldið, skamml fyrir norðan ósana á Dalelfi. Þar er ein mesta verzlunarhöfn Svía, einkum áður fyr. Timbur úr Dalaskógum er flutt út þaðan, og fyrr meir ógrynni járns og eir úr Kopar- bergsnámum. Nú liggur fjöldi af námum Svía i auðn; reksturinn svarar ekki kostnaði. Þeir búa til bezta stál um víða veröld, en það er dýrt og varla notað nema í smáhluti nú orðið, utan þeirra eigin lands. Stálbræðsla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.