Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 4
172 KÝTT KIRKJUBLAT) Hm kirkjusönginn hjá oss og hin heLstu ráð til að bœia hann. Eftir síra Bjarna Þorsteinsson. I. í Svíaríki var fyrir 20 árum stofnað félag lil þess að bæta kirkjusönginn jiar, og leggur jiað félag og befir frá byrj- im lagt mikla áberzlu á ])að, að koma sálmajögunum aftur i |iað form, er ])au höfðu á Þýzkalandi á dögum Lúters og fyrst þar á eftir. Fyrst voru í félagi þessu að eins [irestar og að eins úr einu biskupsdæmi, (Skara). Því næst fóru prest- ar í öðrum biskupsdæmum að taka þella eftir og mynda fé- lög hjá sér; loks gengu öll þau félög í eilt allsherjarfélag. Prestarnir héldu fyrst kirkjulega samsöngva i kirkjunum, eink- um í sambandi við ársfundi sína; þótti fólki það í fyrstu hálf- undarlegt. Smámsaman breytli. t þetta til muna; miklu fleiri fóru að fá inngöngu í felögin heldm- en prestarnir, einkum organistar og kennarar; jafnframt var að mestu liætt að halda kirkjulega samsöngva í fél'aginu; en félagið reynir á annan bátt, með ræðum og ritum, með bókaúlgáfiim og ýmsu öðru, ,að opna augu almennings fyrir því, að mjög ábótavant sé með kirkjusönginn, einkum úti á landsby^ðinni og í minni bæjum, og liverjar leiðir séu tiltækilegastar til |>ess að ráða bót á þessu. Sérhver deild heldur einn eða tvo aðalfundi, og aðal- sambandið beldur einn ársfuild, og befir það gefið út gotl og og fróðlegt tímarit um þetla efni nú í 9 ár. Og í sambandi við jiessi fundarböld sér félagsstjórnin iim, að haldnar séu guðsþjónustur, — venjulega tvær —, sem eiga að vera fyrir- mynd að því er allan kirkjusðng snertir. Þess má einnig geta. að eitt af því, sem félagið hefir komið í framkvæmd, er það að taka upp á nokkrum stöðum eftirmiðdags- eða kvöld-guðsþjónustur, þar sem lítið er prédikað og stun.dum ekkert. en mikið sungið, bæði sálmar og ritningarorð, lesnir biblíukaflar og töluvert tónað. belagið heitir Kirkjusöngsvin- irnir (Kyrkosángens v/lnner, K. S. V.); erut þeir nálægt 2000 að lölu í 10 deildum.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.