Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 7
NÝTTKIRKJUBLAÐ. 175 syn«ja of sterkt í kirkjunni, en |)vi síður má spila of sterkt; liljóðfœrið á að leiðbeina söfnuðinum og styrkja sönginn, en ekki yfirgnæfa hann. Ekki má spila of liægt, — það er margoft tekið fram, — en heldur ekki of fljótt. En um það er tæplega auðið að gefa neinar ákveðnar reglur; sé organ'istinn smekkmaður, þarf hann engar fast ákveðnar reglur, og sé hann enginn smekkmaður í þessari grein, duga engar utan að lærðar reglur. Forspilin eiga að vera stutt og lagleg, í sama anda, sömu tóntegund og í sama takfi og sálmalagið, sem á eftir kemur. Eftirspilin við enda sálmanna eiga að vera stult og veikt spiluð. Ymsir organistar spila eitthvert hergöngulag á eftir guðsþjónustugjörð, svo sem til útgöngu, en aldrei kann eg vel við það, t. d. „Hergöngulagið lians Napóleons yfir Alpafjöll“ og fleira þess háttar, sem einnig heyrist stundum í dans-sölunum; mér finst það of veraldlegt, finst það spilla þeim áhrifum, sem guðsþjónu-tan yfir höfuð og síðasti sálmurinn sérstakiega hafði á mig. Sé eitlhvað spilað á eftir guðsþjónustunni, verður það að vera kirkjuleg „músik“. Kirkjurnar þurfa að eiga præludium og postludium- Samvinna þyrfti að vera sem allra bezt á milli prests og organista, og ætli það að vera bæði létt og ljúft, ekki síztþar sem presturinn er meira eða minna gefinn fyrir söng. Org- anistinn þarf að vita sálmana og lögin fyrir fram, svo liann geti kynt sér hvorltveggja rækilega áður en guðsþjónustan byrjar. Sálmavalið er ekki eins vandalaust vei'k eins og sumir kunna að ætla; alt sem sungið er, tónað og lesið við eina guðsþjónu tugjörð, þarf að vera i samræmi hvað við annað og eins og nokkurskonar heild. Inngöngusálminn ber að velja bæði með lilliti til þess tíma kirkjuársins, sem þá er að líða og til þeirrar þýðingar, sem dagurinn og guðspjallið kann sérstaklega að hafa. Hinir sálmarnir eiga svo sem unt er, að benda fram fyrir sig, henda til þess, sem næst á undan var tónað eða talað, vera éins og svar safnaðarins upp á það. Góðuin sálmum verður oft að sneiða hjá, ef þeir eru undir ófögrum, ókirkjulegum eða mjög vandsungnum lögum; en sé urn tvo eða fleiri jafngóða sálma að gjöra, skyldi fremur taka

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.