Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 9
177 NÝTT KIRKJUBLAÐ veg út, þar sem hann enn þá lifir, og að reyna aö vekja hann aftur til lífs, þar sem hann er að hverfa eða erhörfinn. Því eins og heimilismeiitunin er að mínu áliti hin bezta og styrk asta undirstaða allrar barna- og unglingamentunar, eins nnmdi það verða hið happadrýgsta meðal til etlingar almennum og góðum safnaðarsöng í kirkjunum að sálmasöngurinn glæddist. og efldist á heimilunum, og að um leið jykist á hverju ein- stöku heimili virðingin fyrir fögrum sálmasöng, — en hún þarf að aukast; og út til heimilanna dreifist hin rétta tilfinn- ing fyrir góðum sálmasöng mest og bezt með börnunum, sem væntanlega læra sálmalögin á barnaskólunum. Ví. Það sem mest af öllu ríður á í þessu máli er það, að söfnuðirnir sjálfir finni til þess að hér þarf endurbóta við, og að þeir sýni fullan vilja á því að ráða bót á meinsemdunum; að söfnuðirnir samþykki fúslega á safnaðarfundum tillögur, sein miða til bóta í þessu efni, framfylgi þeim samþyktum með áhuga og leggi fram fé, ef á þarf að halda. Söngfélag þyrfti að stofna í hverjum söfnuði og æfa sálmulögin, fyrst að eins einrödduð, meðan litlir söngkraftar eru og rnenn eru óvanir að syngja; síðar meir má fara feti lengra. Æfingar mætti hafa í kirkjunni eftir messu og að vetrinum svo sem einu sinni í viku að auki. Æskilegt væri að presturinn gæti verið við slíkar æfingar, annaðhvort með organi tanum eða í hans stað. Til slíks félagsskapar skyldi einkum fá ungmenn- in og yngra fólkið, sem fremur má búast við að sé lil fram- búðar. Hér er sem endranær byrjunin ei-fiðust, en erfiðið léttist með timanum og launin fvrir starfið koma fram síðar i batnandi kirkjusöng. Það er uni að gjöra að enginn, hvorki sá sem kennir né sá sem kent er, telji sig of góðan lil að gjöra þetta eða telji sér það óviðkomandi að vinna með öðr- um að þessu stóra verki. að bata kirkjusönginn í landinu. Góður kirkjusöngur hefir ákaflega mikil og póð áhrif á hið kristilega safnaðarlíf og á hvern einstakan meðlim safn- aðarins, sem í kirkju kemur; hann dregur fólkið að kirkjnn- um, ekki síðuren góðar ræður ogfagurt tón; hann tengir sanian alla þá er syngja, með innilegu bræðrabandi, og lyftir þeim öllum í sam- einingu hærra upp og í nánara samfélag við guð og frelsaranu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.