Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Síða 10

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Síða 10
82 NÝTT KIRKJUBLAÐ Hér er alt, sem hrelda sál huggað fœr í raunum vöndum, hér má lesa heilagt mál, höggvið á stein af drottins höndum: „Sá í trúnni efast eigi altaf lifir — þótt hann deyi.“ Guðl. Guðmundsson. jdska=prédikun „Það er svo erfitt að sætta sig við þá hugsun, að ein- staklingui-inn sé ekki nema eins og gári á straum tímails, sem snöggvast finnur kvöl tilverunnar og speglar eitthvað af dýrð hennar, en hverfur svo að eilífu“. Eg sá þessi orð nýlega í fjöllesnu blaði í rækilegum rit- dómi um eitt af höfuðskáldunum okkar hjá bræðrum vorum vestan hafs. Margur hefir sagt svipað áður, en einhvernveg- inn festist þetta í minninu og rifjaðist upp, þegar páskahátíð- in kom með sínar hugsanir og sínar vonir um það efni. Orðin gætu verið andvarp leitandi sálar sem þráir að lifa áfram, þráir trúarsjónina á lífi og dauða. £n höfundur- inn bætir við: „Það er svo dauflegt að dauðinn sé eina bótin. En þó gæti mönnum komið til hugar, er þeir líta á trúarbragðasögu mannkynsins, hvort það inundi ekki mönnunum hollast til langframa að trúa á lífið, en svo á dauðann. Trúa á dauðann! Það er að segja, að vera viss um það, að alt sé búið að vera, þegar hjartað hættir að slá. Orðin þessu tilvitnuðu virðast þá fremur snúast upp í þá ásökun, að trúin á annað lif spilli fyrir velgengni og fram- þróun mannkynsins í þessu lífi. — — Fimm hundruð árum á undan Kristi var Búddha uppi, annar mesti trúarbragðahöfundur heimsins. Asíuljó-ið hefir hann verið kallaður, enda fór saman hjá honum mannvit og manngæzka á allra hæsta stigi. Nú heyrum vér það og les- um á þessum siðustu tímum, er mannsandinn hefir glímt sig

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.