Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Side 14

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Side 14
86 NÝTT KIRKJUBLAÐ andlegum svæðum sjáum vér það svo áþreifanlega, hvernig þekkingarsvæðið færist út, og lífsskoðanirnar mótast hægt og hægt — alt háð eilífu og alvitru lögmáli framþróunar og fullkomnunar. Hinn hugsandi rannsóknarandi vorra tíma nær og að sjálfsögðu til trúarbragðanna, hann hefir auðvitað gert það meir eður minna á öllum tímum, en nú, með hinni stórum auknu þekkingu á svæðum allra þeirra fræða, eru margir trú- aðir kristnir menn vorra tíma að gera sér og öðrum svo sem auðið er Ijóst og lifandi hið óumræðilega undur mannkyns- sögunnar, komu Krists, og alt það er lýtur að hinni fyrstu myndun og mótun kristins félags í kenning og lífi. Sjálft upprisuundrið hefir þá eigi sízt verið rætt og rakið eftir því sem það speglar sig í hinum elztu ritum og trúarmeðvitund frumsafnaðarins. Og eins og sjálfgefið er, þá sæta skýringar eða vitnisburðir þessara manna misjöfnum dómum. Frá rök- legri íhugun og igrundun er svo stutt sporið til efasemda, og til efasemda-ásökunarinnar. Fyrir fám árum hefir komið út eitt höfuðrit til skýringar Nýja testamentinu, eftir helztu guðfræðinga vorrar kirkju: „Rit Nýja testamentisins, þýdd og skýrð fyrir kynslóðina, sem nú er uppi“. Ekkert rit af þvi tagi mun nú jafnmikið notað við lúterska háskóla sem það rit, og hefir því eðlilega líka komið til lesturs og meiri og minni nota við vorn eigin prestaskóla. Alstaðar er ritið vekjandi til hugsunar og próf- unar, hvort heldur til samsinningar eða andmæla. Þar er svo sem afdráttarlaust um það talað, og rök færð að því, að í guðspjallafrásögum vorum um upprisuna komi fram munnmæli og sögumótan hins elzta safnaðar, sem alt vildi hafa sem áþreifanlegast og sögulegast. Segi þar um hver fyrir sig! Mér er slíkt tilfinningamál. Þó að t. d. allir lærðir guð- fræðingar heimsins færðu rök að þvi að frásagan í Jóhann- esar guðspjalli um fundi þeirra Jesú og Maríu frá Magdölum hjá gröfinni væri munnmælasaga, þá mætti eg eigi með neinu móti missa þá ástúðlegu mynd úr trúarmeðvitund minni, og kærleiksmynd minni af frelsaranum, og eg slepti henni því ekki. En svo les eg aftur í þessu merka riti mér fremur til trúarstyrkingar en efasemda hinar itarlegu skýringar á upp- risukapítulanum hjá Páli í 1. Korintubréfi. Óhikað er þar

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.