Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Side 15

Nýtt kirkjublað - 01.04.1910, Side 15
NÝTT KIRKJUBLA© 87 upprisan viðurkend að vera hinn virkilegasti virkileiki. Þeg- ar lærisveinarnir af sjón og heyrn sannfærast um það, að hinn dáni drottinn þeirra og meistari lifir, þá er það, sem þar gerist ekki neinar ímyndanir eða missýningar. Trúin lætur aldrei taka frá sér þann dóm, a.ð þá hefir eilíft sann- leiksljós skinið inn í sálir postulanna, og fært þeim hinn mikla sannleika, að Jesús væri lifandi og væri með þeim alt til enda heims með allri fylling anda síns. Eg veit að margt og margt í þessu riti getur orðið góðu guðsbarni til ama og ásteytingar, og þá eins í skýringu þessa hins elzta og langábyggilegasta vitnisburðar um upprisuna — frá sjónarmiði biblíuskýrenda —; en það er eitthvað annað en þar sé neitun upprisunnar. Og eitt er víst, að á vorri rannsakandi guðfræðisöld, þá skilur það mjög mikið á við önnur undangengin rannsóknar- skeið, að nú er af öllum trúuðum rannsóknarmönnum sjálf persóna Jesú Krists boðuð og birt fyrst og síðast, og eg segi þá, góðrar vonar, með Páli postula, að enginn getur sagt „Jesús er drottinn41, nema í heilögum anda. Þar sem per- sóna hins krossfesta og upprisna frelsara Jesú Krists er höfuðinntakið, þá lifum vér enn 'í einingu andans við hina elztu kristni, og við hið bezta í vorri eigin kristni, þótt þekk- ingar- og skilningssvæðið sé að ýmsu annað. — — Páskaboðskapurinn er þessi: Hann er vpprisinn! — Fyllir sá boðskapur sálu þína hjartanlegri páskagleði, kristni vin? Tekur þú undir það orð fyrir sjálfan þig? Er hann þér upprisinn, svo að dásemdarkraftur dauða hans og upp- risu dreifist nú inn til hjarta þíns, og verði þér lífskraftur til hreysti og djörfungar til að lifa og til að deyja? Austur frá, á hinum fornu stöðvum kristninnar, sem svo mjög hafa gengið saman, og þar sem oss finst að enn meiri deyfð og dauði nki yfir, en i vorri eigin kristni, er varðveitt hið fornkristilega kveðjuávarp kunnugra og ókunnugra, sem finnast við uppkomu sólar hinn fyrsta dag vikunnar, páska- morgun: „Jesús Kristur er upprisinn!" „Já, sannarlega er hann upprisinn!“ Það fagnaðarorð bergmáli nú í sálum vor allra:

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.