Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Síða 2

Nýtt kirkjublað - 01.10.1913, Síða 2
218 NÝTT KIRKJUBLaB kvenna —, sem sjá þörfina faetur en aðrir og elska bæði krist- indóni sinn og æskulýðinn meir en aðrir. Hjá öðrum kirkjufélögum eru sunnudagaskólarnir skoðaðir sem einn allra þýðingarmesti liðurinn í kirkjulega starfinu. Kirkjufélögin sjá um, að kennararnir geti fengið undirbúning undir starf sitt. Kennarar og aðrir starfsmenn skólanna á stærri eða smærri svæðum hafa sameiginlega fundi með sér við og við til þess að ræða um kenslu-aðferðir og starfs-að- ferðir, hvernig aðsókn megi auka að skólunum og hvernig heppilegast sé að glæða áhuga nemenda við námið. Kirkju- félögin gefa út heil-mikið af prentuðu máli handa skólunum, og hafa sérstaka starfsmenn, sem gjöra það að aðal-starfi sínu að vinna að eflingu sd.skóla-starfsins, með því að sjá um út- gáfu hentugra sd.skóla-rita, heimsækja skólana, kynna sér hag þeirra og leiðbeina þeim. Hugsum oss t. d. hvílíka þýð- ingu það hefir haft fyrir framfarir sd.skóla-starfsins í Banda- rikjunum, sem dr. Trumbull heitinn, sá er stofnaði blaðið Sunday School Times, vann í þarfir þess máls, bæði með ferðum sínum milli skólanna og blaði sínu. Hjá oss vantar að kalla má alt þetta. Það er engin samvinna milli sd.-skólanna, engir sameiginlegir kennarafundir ekkert eftirlit. Síðustu árin hefir af kirkjufélagsins hálfu ver- ið lítið annað gjört fyrir sd.skólana en það, að „Ljósgeislar" hafa verið gefnir út, og nú slðustu tvö árin stuttar lexíuskýr- ingar fyrir eldri deildirnar. Sd.skóla-blaðið „Kennarinn", sem var gott blað og mörgum kært, var látið hætta að koma út. Það hefir verið talað um, að gjöra ýmislegt þessu máli til stuðnings, eins og t. d. að gefa út á prenti eitthvað af leið- beiningum við sd.skóla-starfið, og að koma á fót nokkurskon- ar kennaraskóla yfir einhvern stuttan tíma árs, — en ekki hefir neitt orðið af þvi ennþá. Af hverju kemur ])etta framkvæmdarleysi? Af því að skilninginn á þessu máli og áhugann fyrir þvi vantar svo mjög lrjá fólki safnaðanna — alment talað. Kirkjuþingsmenn hafa líklega oft alt of fáir verið áhugamenn fyrir sd.skólum; hafa þvi sd.skólamáls-fundir kirkjuþinganna stundum fengið álíka undirtektir einsog fólkið fékk forðum hjá lærisveinunum, sem fanst það vera að eyða til ónýtis dýrmætum tíma að ónáða meistarann með börnunum litlu. En hann leit öðruvisi á það;

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.