Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 38

Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 38
38 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR G uðrún Sæmunds- dóttir hugvitskona leitaði til Karls G. Kristinssonar, próf- essors og yfirlækn- is á sýklafræðideild Landspítalans, fyrir allmörgum árum með nýstárlega hugmynd. Hún hafði þá verið að leita leiða til þess að lækna króníska eyrna- bólgu í dóttur sinni, eftir að hún hafði fengið marga skammta af sýklalyfjum. En alltaf tók eyrna- bólgan sig upp aftur, gjarnan í kjölfar kvefs. „Dóttir mín, sem er tuttugu og eins árs núna, var eyrnabólgu- barn frá því að hún var nokkurra mánaða,“ segir Guðrún. „Hún fékk allar þessar hefðbundnu meðferð- ir hjá læknum. Síðan kom að því að það átti að fara að gera aðgerðir á henni.“ Framan af fékk dóttir Guðrún- ar pensilínmeðferð. Það gekk ekki vel, því eftir smátíma fékk hún aftur í eyrun. Þá var henni gef- inn annar skammtur og svo koll af kolli þannig að úr varð víta- hringur. Guðrún kveðst hafa verið komin með hálfgert ógeð á pensilíni, því hún hefði séð hvern- ig síendurtekin fúkkalyfjanotkun fór með barnið. Þá var stelpan um ársgömul. Þekkti til náttúrulækninga „Ég var dálítið inni í náttúrulækn- ingum af því að ég er sjálf gigt- arsjúklingur, auk þess sem ég hef haft óbilandi áhuga á þess konar lækningum. Ég tók því að prófa allt sem í boði var á dóttur mína. Þar má nefna saxaðan lauk sem ég setti bak við eyrun á henni, svo og hvítlauk, auk þess sem hún hafði verið tekin af mjólkinni. Sjálf var ég með ýmis náttúrulyf sem mér þóttu betri en önnur og hóf nú að grúska í eiginleikum hinna ýmsu efna. Á talsvert löngum tíma leið- ir það svo af sér að ég fór að prófa basilíku, auk annarra ilmkjarnaol- ía. Ég vætti bómull og setti í eyrun á dóttur minni. Ég náði henni góðri á tveimur dögum.“ Guðrún þróaði svo þessa heima- tilbúnu hugmynd út í tappameð- ferð, því gegnvætt bómullin vildi erta eyrun á barninu. Guðrún viðr- aði málið við yfirmann sýkladeild- ar og hófu þau Guðrún samstarf. Karl hóf að prófa efnið í tilrauna- glösum og tekin var ákvörðun um að rannsaka það á vísindalegum grunni. Eyrnatappi með ilmkjarnaolíu „Meðferðin er með þeim hætti að eyrnatappa með rokgjörnu bakteríu- drepandi efni úr ilmkjarnaolíum er komið fyrir í eyranu,“ útskýrir Karl. „Gufan fer í eyrnaganginn og í gegnum hljóðhimnuna inn í mið- eyrað þar sem hún drepur bakter- íurnar. Efnið virkar á allar bakt- eríur sem valda eyrnabólgu, þar á meðal fjölónæmar bakteríur. Það er náttúrulegt og hefur verið talið öruggt af Lyfjastofnun Bandaríkj- anna. Þetta er í fyrsta sinn sem bráð miðeyrnabólga er meðhöndl- uð með „útvortis“ meðferð, en þau efni sem reynt hefur verið að nota til þessa komast ekki í gegnum heila hljóðhimnu.“ Karl segir að þessi meðferð geti dregið mikið úr sýklalyfjanotkun á tímum hratt vaxandi sýklalyfja- ónæmis. Þar að auki sé ónæmi orðið algengt hjá helstu eyrnabólgubakt- eríunni og því sé oft ekki hægt að treysta á að sýklalyfjameðferðin beri tilætlaðan árangur. „Eftir að efnin höfðu verið prófuð á helstu sýkingarvöldum var virkni þeirra könnuð í meðferð tilbúinnar bráðrar miðeyrnabólgu hjá rottum,“ segir Karl, spurður um þróun málsins. „Niðurstöðurnar voru það góðar að ákveðið var að stofna einka- hlutafélag um hugmyndina, Auris ehf., og er Guðrún einn eigenda þess. Í framhaldinu var sótt um einkaleyfi á helstu markaðssvæð- um. Einkaleyfi hafa nú verið sam- þykkt í Evrópu og Ástralíu og unnið er að einkaleyfum á fleiri stöðum. Gerðar hafa verið enn frekari rannsóknir á rottum til að staðfesta virkni eins tiltekins innihaldsefnis og rannsóknir á heilbrigðum sjálfboðaliðum til að kanna öryggi meðferðarinnar hjá mönnum.“ Áhrifin rannsökuð Meðferðarrannsóknir á mönnum eru mjög kostnaðarsamar og flókn- ar, að sögn Karls. Nú í sumar var samið við Nýsköpunarsjóð atvinnu- lífsins og Íslenskar lyfjarannsókn- ir ehf. um kostun og framkvæmd slíkra rannsókna. Um rannsókn er að ræða á virkni meðferðarinn- ar við vægum bráðum miðeyrna- bólgum hjá íslenskum börnum, svokallaða fasa II-rannsókn, þar sem prófuð er virkni á þá sem eru með sjúkdóminn. GUÐRÚN SÆMUNDS- DÓTTIR Leitaði leiða til þess að lækna króníska eyrnabólgu í dóttur sinni. Eyrnatappar í stað sýklalyfja Sýklalyf virkuðu ekki sem skyldi á þráláta eyrnabólgu dóttur hugvitskonunnar Guðrúnar Sæmundsdóttur en eyrnatappi vættur ilmkjarnaolíu gaf góða raun. Þessi nýstárlega hugmynd vakti athygli Karls G. Kristinssonar, læknis og prófessors, sem hefur nú þróað eyrnatappa, sem innihalda efni úr ilmkjarnaolíum, til notkunar gegn eyrnabólgu. Jóhanna S. Sigþórsdóttir kynnti sér málið. Til eru fjöldamargar gerðir af ilmkjarnaolíum og margar þeirra með bakteríu- drepandi verkun til dæmis basil- og timjanolíur. Rannsóknarlyfið sem unnið er með er týmol, sem er eitt virkasta innihaldsefnið í tilteknum ilmkjarnaolí- um sem hafa bakteríudrepandi verkun og er jafnframt að finna í blóðbergi. Týmol er nú framleitt með efnafræðilegum aðferðum. Það er vel þekkt innan læknis- og lyfjafræðinnar fyrir sótthreinsandi og bakteríudrepandí eiginleika sína og er til að mynda skráð í Evópsku lyfjaskrána. Einnig er það að finna sem eitt af virku innihaldsefnunum í Listerine-munnskoli og Vicks Vapor Rub-áburði, en báðar vörurnar hafa verið til í lengri tíma á íslenska lyfjamarkaðinum og fást í lausasölu í apótekum. Jafnframt er týmól algengt innihaldsefni í ýmsum kvef- og hóstalyfjum. EFNIÐ SEM RANNSAKAÐ ER Eyrnatappi Eyrnagangur Miðeyra SYKLALYFIN VIRKUÐU EKKI Margrét Kjartansdóttir, dóttir Guðrúnar, fékk þráláta eyrnabólgu í æsku. DÝRATILRAUNIR Þótt innihaldsefni ilmkjarnaolíanna hefðu bakteríudrepandi áhrif, var ekki þar með sagt að þau gætu læknað miðeyrnabólgu. Þar sem miðeyrnabólga læknast oft af sjálfu sér var mikilvægt að sýna fram á virkni með rannsóknum framkvæmd- um eftir ströngustu kröfum. Því var ákveðið að kanna áhrif efnanna með dýratilraunum. Þær tilraunasýkingar í miðeyrum dýra, sem líkjast hvað mest miðeyrnabólgum í mönnum eru miðeyrnabólgur í rottum. Eftir að miðeyru rottanna höfðu verið sýkt með helstu sýkingarvöldum var með- ferð hafin annað hvort með basilolíu eða nokkurra virkra innihaldsefna ilm- kjarnaolía. Árangur þeirrar meðferðar var borinn saman við áhrif meðferðar með lyfleysu. Reynt var að líkja sem mest eftir meðferð í mönnum, það er bómull vættri í viðkomandi efni eða lyfleysu var komið fyrir í úteyra sýktra dýra og látin vera þar í um hálftíma. Þetta var endurtekið tvisvar á dag í tvo daga. Þegar ljóst var hve árangurinn var góður voru tilraunirnar endurteknar með týmóli sem eina virka efninu. Niðurstöðurnar sýndu að týmól hafði jafnvel betri verkun en þær meðferðarblöndur sem notaðar höfðu verið fram til þessa. RANNSÓKNIR Á MÖNNUM Fasa I-rannsókn Í rannsóknina voru teknir inn 30 heilbrigðir einstaklingar sem gengust undir eina og síðan endurtekna meðferð í ytra eyra með rannsóknar- lyfinu til að kanna öryggi og þol. Niðurstöður sýndu að rannsóknarlyfið þoldist vel, engar alvarlegar aukaverkanir komu fram og ekki marktækur munur saman- borið við lyfleysu. Fasa II-rannsókn Nú er hafin rannsókn, samhliða sam- anburðarrannsókn á lyfleysu, til að meta öryggi og verkun ilmkjarnaolíu- blöndunnar. Áformað er að taka inn 75 börn með væga til meðalsvæsna eyrnabólgu. Aðalrannsakandi er Hannes Petersen, dósent og sérfræð- ingur í háls-, nef- og eyrnalækning- um á Landspítala. Eftirlit og stjórnun rannsóknar: Íslenskar lyfjarannsóknir. DÝRATILRAUNIR Miðeyru rottannna voru sýkt með helstu sýkingarvöldum. VIÐ STÖRF Á RANNSÓKNASTOFUNNI Karl G. Kristinsson, yfirlæknir og prófessor á sýklafræðideild Landspítalans, stendur, ásamt fleirum að þróun á notkun bakteríudrepandi efnis úr ilmkjarnaolíu í eyrnatappa til þess að lækna eyrnabólgu. Áhrif tappanna eru um þessar mundir rannsökuð vísindalega á börnum með eyrnabólgu. Hugmynd Guðrún- ar varð kveikjan að þeessari rannsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ FERLI RANNSÓKNA – í grófum dráttum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.