Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 100

Fréttablaðið - 14.11.2009, Page 100
72 14. nóvember 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Áhugaverður landsleikur fer fram í Katar í dag þar sem England og Brasilía mætast. Mikil forföll hafa verið í liði Englend- inga. Í liðið vantar David Beckham, Frank Lampard, Steven Gerrard, Ashley Cole, Rio Ferdinand og Glen Johnson svo ein- hverjir séu nefndir. Svo er óvissa með þátttöku Johns Terry í leiknum en Wayne Rooney verður gerður að fyrirliða fari svo að Terry geti ekki leikið. „Rooney er klár í slaginn og tilbúinn að taka við fyrirliða- bandinu ef á þarf að halda,“ staðfesti Fabio Capello, lands- liðsþjálfari Englands. Sökum meiðslanna má búast við því að Michael Carrick verði aðalmaðurinn á miðj- unni. Hann er væntanlega feginn að fá tækifæri eftir slakan leik gegn Úkraínu. Spurs-mennirnir Tom Huddlestone og Jermaine Jenas gætu einnig komið við sögu. Peter Crouch verður væntanlega í framlínunni með Rooney en Crouch hefur gengið vel að skora með enska landsliðinu, hefur skorað ellefu mörk í síðustu ellefu landsleikjum. Matthew Upson verður væntanlega við hlið Terrys ef hann getur spilað. Hvað varðar Brasilíu er ljóst að Robinho mun ekki spila þó svo hann sé í hópnum. Hann er ekki enn tilbúinn. - hbg England og Brasilía mætast í vináttulandsleik í Katar í dag: Margir meiddir hjá Englendingum FABIO CAPELLO Stillir ekki upp sínu sterkasta liði í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í vikunni gagnrýndur af Herði Magnússyni íþróttafréttamanni í viðtali í Morgunblaðinu. Hörður sagði að engu líkara væri en að Eiður Smári væri orðinn saddur á boltanum og við það að hætta. Sjálfur gefur Eiður Smári lítið fyrir þessa gagnrýni Harðar. „Eiður virkar hálf-áhugalaus og hefur greinilega lítið sjálfstraust þessa dagana. Honum leiðist inni á vellinum, vill ekki fá boltann og hreyfir sig ekki nóg. Hann virkar ekki í sínu besta formi. Hann var að vísu að koma úr meiðslum en það afsakar ekki þessa frammi- stöðu. Það er engu líkara en að hann sé orðinn saddur á boltan- um og sé við það að leggja skóna á hilluna.“ Breytingin var mikil Þannig lýsir Hörður áliti sínu á frammistöðu Eiðs Smára með AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í viðtali við Morgunblaðið sem birt- ist 10. nóvember síðastliðinn. Sama dag birtist einnig viðtal við Gunn- laug Jónsson, þjálfara Vals og fyrrverandi atvinnumann í knatt- spyrnu. Hann vill gefa Eiði Smára meiri tíma „til að aðlagast nýjum aðstæðum“ en Eiður fór frá Barce- lona til Monaco í lok ágústmánaðar síðastliðins. „Ég heyrði af þessari umfjöll- un,“ segir Eiður Smári. „Ummæli Gunnlaugs lýsa nákvæmlega því sem búið er að gerast hjá mér. Þetta var vissulega mikil breyt- ing og kannski var hún mun stærri en ég gerði mér grein fyrir í upphafi,“ viðurkennir hann. „En það er svo annar maður sem fullyrðir að mér leiðist inni á vellinum og að ég sé orðinn sadd- ur,“ segir hann og gerir stutt hlé á máli sínu. En heldur svo áfram: „Eini maðurinn sem lítur út fyrir að vera saddur er Hörður Magnús- son sjálfur og þannig hefur hann alltaf litið út.“ Hann segir það eðlilegt að hann fái tíma til að aðlagast franska boltanum, sem og nýju tungumáli og hugarfari. „Mér finnst ekki skrýtið að Hörður Magnússon, sem var aldrei meira en áhugamaður í fótbolta, skilji það ekki. Gunnlaug- ur Jónsson skilur það hins vegar vel enda margreyndur sjálfur.“ Eiður getur þó vel tekið undir að hann hafi ekki verið að finna sig það sem af er frönsku úrvalsdeildinni í haust. „Ég hef ekki líkst sjálf- um mér í þess- um leikjum. En það verður að hafa það einnig í huga að ég hef ekki feng- ið margar mín- útur inni á vellinum. Ég held að samtals hafi þetta verið um þrír heilir knatt- spyrnuleikir við gjörbreyttar aðstæður fyrir mig. Þar að auki var ég frá í þrjár vikur vegna meiðsla sem settu strik í reikninginn.“ Eiður hefur ekki fengið háar einkunnir fyrir frammistöðu sína í frönskum fjölmiðlum og tölfræð- iúttektir þarlendra miðla hafa sýnt að hann er einfaldlega mun minna í kringum boltann en liðsfélagar hans. Hann hefur heldur enn ekki fengið að spila heilan leik frá upphafi til enda. „Ég upplifi mig ekki sem minni þátttakanda en aðrir. Ég held að þetta snúist frekar um að ég er ekki kominn inn í leik- stíl liðsins og að aðrir leikmenn hafi ekki vanist því hvernig ég spila. Ég hreyfi mig til að mynda öðruvísi og tel að mínir styrkleikar hafi ekki fengið að njóta sín enn. Auðvitað er líka ekkert gaman að þurfa að fara af velli í hálfleik eða eftir sex- tíu mínútur. Það hefur vissulega verið hikst á þessu en maður bítur bara á jaxlinn og heldur áfram.“ Engin vandamál hjá félaginu Hann segir að sér hafi verið vel tekið hjá félaginu. Honum gangi einnig vel að læra frönsku og kynnast liðsfélögunum. „Ég er byrjaður að babla á frönsku og skil nánast allt. Liðs- félagarnir hafa tekið mér vel enda held ég að ég sé nokkuð auðveldur í umgengni. Samstarfið við þjálf- arann er einnig ágætt.“ Eiður þvertekur fyrir að það hafi verið mistök að fara til Frakk- lands. „Alls ekki. Þó svo að lífið hafi ekki verið dans á rósum þarf ekki að líta á það sem mistök. Ég hef alltaf náð að breyta hlutunum mér í hag þegar á móti blæs og því mun ég breyta aftur nú. Mér bara leiðist þegar menn, sem sitja og horfa á leikina, eru að setja sig í spor ann- arra og gagnrýna þá án þess að hafa hugmynd um hvað málið snýst um. Hörður segir að ég hafi verið í miklu uppá- haldi hjá sér og því hafi hann áhyggjur af mér. Ég held að Hörður ætti frekar að eyða orkunni sinni í að hafa áhyggjur af sjálfum sér frekar en mér.“ eirikur@frettabladid.is Ef einhver lítur út fyrir að vera saddur þá er það Hörður sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen gefur lítið fyrir gagnrýni á sig sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni. Hann sé ekki kominn með leiða á fótbolta. „Það voru ekki mistök að fara til Frakklands,“ segir Eiður við Fréttablaðið. ÓSÁTTUR Eiður Smári er óánægð- ur með gagnrýni Harðar Magnús- sonar. N O R D IC P H O TO S/ A FP , FR ÉT TA B LA Ð IÐ / ST EF Á N Það er mikil handboltahelgi hjá Haukum en karlalið félagsins mætir ungverska liðinu Pler KC í tveimur leikjum um helgina. Leikirnir eru í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikur- inn fer fram í dag klukkan 16 en síðari leikurinn á sunnudag klukkan 18. „Þetta lið er um miðja deild í Ungverjalandi sem stendur. Því hefur gengið illa á heimavelli en þeim mun betur á útivelli,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, en er það ekki bara ástæðan fyrir því að þeir seldu Haukum heimaleikinn sinn? „Það er aldrei að vita nema þetta sé einhver taktík hjá þeim. Þeir voru annars fljótir að hringja og bjóða okkur leikinn er þeir sáu hvað það kostar að fljúga hingað.“ Það hefði heldur ekki verið ódýrt fyrir Hauka að fara út og þeir græða meira að segja á því að kaupa útileikinn hingað heim. „Það munar 200 þúsund krónum á kostnaðinum, þannig að við spörum og fáum tvo heimaleiki. Við getum ekki kvartað.“ Pler tapaði aðeins með einu marki fyrir Pick Szeged á dög- unum, sem Aron segir gefa til kynna að liðið búi yfir nokkrum gæðum. „Þetta lið er með sterkan markvörð og er jafnt heilt yfir. Engar stjörnur en vel spilandi strákar. Fyrir fram má ætla að liðin séu áþekk að styrkleika,“ segir Aron en smá basl hefur verið á undir- búningi Haukanna. Gunnar Berg Viktorsson og Tjörvi Þorgeirs- son eru veikir og svo meiddist Pétur Pálsson lítillega gegn FH. Aron vonast þó til að allir verði klárir í slaginn í dag. Haukunum hefur gengið vel í Evrópukeppninni undan- farin ár og virðist það henta liðinu afar vel að spila gegn sterkari liðum. „Við höfum oft spilað yfir getu ef eitthvað er. Við erum oft taldir vera minna liðið og þá náum við upp stemn- ingu sem myndar gífurlega orku í liðinu. Hún verður til þess að menn ná sínu besta fram. Vonandi verður framhald á því,“ segir Aron og hvetur fólk til þess að mæta. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir þá sem kaupa á báða leikina en stakur miði kostar 1.000 kr. ARON KRISTJÁNSSON: HAUKAR SPILA TVO HEIMALEIKI AÐ ÁSVÖLLUM UM HELGINA Græða 200 þúsund á því að kaupa útileikinn > Leikið í N1-deild kvenna Þrír leikir fara fram í N1-deild kvenna í handbolta í dag þar sem hæst ber leik Íslands -og bikarmeistara Stjörn- unnar gegn Haukum í Mýrinni í Garðabæ kl. 13. Stjarnan er á miklu skriði og hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir tapið gegn Val í fyrstu umferð deildarinnar. Haukar hafa aftur á móti tapað tveimur toppslögum til þessa, gegn Val og Fram, og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í dag til þess að dragast ekki aftur úr. Þá tekur Fram á móti FH í Framhúsinu kl. 15 og Víkingur fær KA/Þór í heimsókn í Víkina kl. 16. FÓTBOLTI Framherjinn Mateja Zver hefur náð samkomulagi við Pepsi- deildarfélag Þór/KA um að vera áfram í herbúðum félagsins og spila með því næsta sumar. Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA, kveðst í viðtali á heima- síðu Þórs vera í skýjunum með að halda Zver hjá félaginu. „Ég er mjög ánægður með að okkur hafi tekist að halda henni hjá okkur. Hún er frábær leik- maður sem bæði getur skorað og lagt upp mörk. Við vitum að lið frá Rússlandi og Grikklandi sem og lið frá Íslandi reyndu að fá hana til liðs við sig og því er það ánægju- efni að hún skyldi velja að halda sig hjá okkur,“ sagði Dragan. - óþ Mateja Zver áfram hjá Þór/KA: Var eftirsótt af öðrum liðum FÖGNUÐUR Leikmenn Þór/KA náðu besta árangri í sögu félagsins síðasta sumar. MYND/STEFÁN FÓTBOLTI Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir hætti formlega í gær sem þjálfari Aftureldingar þegar hún fékk sig lausa undan samningi við Mosfellsbæjarliðið. Samningurinn náði upphaflega út næsta sumar. Guðrún Jóna hefur verið sterk- lega orðuð við þjálfarastöðuna hjá KR en hún vildi ekkert gefa upp um það þegar Fréttablaðið heyrði hljóðið í henni í gær. „Það er ekkert staðfest enn með KR. Ég vil halda áfram í þjálfun en veit ekki hvort ég tek mér frí núna eða ekki. Þetta kemur fljótlega í ljós,“ segir Guð- rún Jóna. - óþ Guðrún Jóna Kristjánsdóttir: Ekkert staðfest enn með KR Aðeins eitt verð 1.190, - kr/kg Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Ath! Sama hvað það er. Allur ferskur fi skur, allir fi skréttir ....allur fi skur í fi skborði. Tilboðið gildir alla vikuna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.