Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 4
Hinn nýskipaði ambassador Norð- manna á Islandi, Bjarne Börde og trú hans, er tóku við embættinu hér á Islnndi eftir Andersen-Rysst, áttu crfiðan og erilsaman dag þ. 17. maí s. I.. sem er þjóðhátíðardagur Norð- manna. Þetta var þeirra fyi’sti 17. maí á Islandi. Engum, sem hefur verið staddur í Noregi 17. maí, getur dulizt hin stei'ka ættjarðarást og þjóðernis- kennd þjóðarinnar, enda óvenju margt, sem er vel til þess fallið að efla slikar kenndir — undurfagurt land, sterk og gáfuð þjóð, göfug saga og fortíð — þar sem eins og hér — „ættirnar fága eldgamalt stál í samvistum fjalla og stranda." Hjá þeim, sem dveljast fjarri ætt- jörð sinni, verður ættjarðarástin oft hvað heitust og um leið trega bland- in. Ekki hve sízt hjá þeim, er hafa valið sér það ævistarf að vinna að beill og hag þjóðar sinnar á erlendri grund og vera athvarf landa sinni í því landi, er þeir dveljast. Þeir, sem áttu stund á Fjólugötu 15, heimili ambassadorshjónanna, þennan dag, fundu þetta gjörla. Strax fyrir hádegi þennan um- rædda dag fóru gestirnir að sýna sig. Það voru börn þeirra Norðmanna, sem búsettir eru hér. Slík móttaka mun einsdæmi í nokkru sendiráði, en i norska sendiráðinu hefur þessi háttur verið hafður á frá því á stríðs- annarra búsettra Norðmanna hér, ár- herra Norðmanna hér á landi tók á móti börnum norskra flóttamanna og annarra búsettra Norðmanna hér ár- clegis þ. 17. maí. Þeii', sem síðan hafa komið, sem eru þeir Andersen-Rysst og nú Bjarne Börde, hafa ekki vilj- aj afnema hann, enda þótt það liggi í augum uppi, hvílík óhemju vinna það er, að hafa fyrst fjölda barna sem góða gesti og síðan samdægurs að fylla húsið af hinum fullorðnari lcndum sínum, fulltrúum erlendra r.'kja úsamt öðrum vinum Noregs og veita þeim af mikilli gestrisni, þar til dagur er að kvöldi kominn. Heimilið og börnin. Það er auðséð á heimili ambassa- dorshjónanna, að frúin er mikil hús- móðir. Hún er af dönsku bergi brot- in, og því hefur lengi verið við brugð- ip, hversu framúrskarandi húsmæður danskar konur eru. Þessi þjóðarein- kenni hefur frúin sýnilega í rikum mæli. »Það hafa verið gerðar heppi- legar breytingar á húsinu, bæði mál- að og breytt. öllu er fyrirkomið af hinni mestu smekkvísi, en um leið á látlausan og einfaldan hátt. Hrein- læti og falleg umgengni blasir alls staðar við manni, þannig að heim- ilið er á allan hátt til fyrirmyndar. Ambassadorshjónin eiga 3 uppkom- ir> börn. Einkadóttirin Unni hefur lokið meistaraprófi frá Stanford University í Californíu í útvarps- og sjónvarpsfræðum. Ketil hefur lokið meistaraprófi frá University of Cali- fornia í Berkeley í stjórnvísindum. Hákon, yngri sonurinn, lauk stúd- entsprófi í Oslo nú í vor, og mun ætlunin sú, að hann stundi nám hér við Háskóla íslands og innritist í hann á hausti komanda. Það hefur eflaust haft sín áhrif á móðurhjartað og átt sinn þátt í á- huga ambassadorshjónanna fyrir dvöl sinni hér, að fjarlægðin, þegar hing- að væri komið, yrði ekki eins mikil milli þeirra og barnanna, sem nú eru við nám og starf í heimalandinu. Undanfarin 6 ár hefur ambassa- dorinn gegnt starfi sem aðalræðis- maður Norðmanna í San Francisco, en á meðan hjónin áttu heimili sitt í Oslo, sem var m. a. öll stríðsárin, bjuggu þau upp i Holmenkollen, ekki fjarri hinu heimsfræga skíðakeppni- svæði, þar sem yfir 100.000 manns geta verið viðstaddir skíðamót, þeg- ar þau fara fram. Oslo, sem er eitt af hinum fyrstu byggðu bólum Noregs og byrjar, áður en sagnir herma að mynda sin fyrstu dtög sem höfuðborg landsins, hefur þau sérstæðu einkenni að vera stór- borg án þess að missa hin skemmti- legu sérkenni smábæjanna. Það er ekki að undra, þótt frúin sakni heimilis þeirra þar, enda lofar hún ekki nógsamlega, hversu yndis- legt og heppilegt það hafi verið að eiga þarna heimili, meðan börnin voru að komast á legg. Mikið útilíf og frelsi án þess að þurfa að óttast um, að þau færu sér að voða, þar sem engar hættur voru í grennd við heimilið. Þarna var hægt að una sér við sleða- og skíðaferðir á veturna í skógivöxnum hliðunum allt í kring, og svo að sumrinu til er ekki hægt að hugsa sér neitt meira heillandi en sund og siglingar á hinum undur- fagra Oslofirði. Byggt upp í iðjuverum í Norður Noregi. Við lærðum margt heima í Noregi á stríðsárunum, segir frúin, en fyrst og fremst það að horfast í augu við blákaldan veruleikann og halda okk- ur við jörðina. Þetta hefur til dæmis reynzt okkur hollráð í uppbyggingu okkar í Norður-Noregi, sagði am- bassadorinn. Þrátt fyrir það að þjóð- in er fyrst og fremst landbúnaðar- og fiskveiðiþjóð eins og Islendingar Hún sat á tröppunum, glöð í góða veðrinu, með norska fánann sinn. og hugur þeirra og hönd hneigist mest til slíkra starfa, höfum við samt tekið þann kostinn að byggja allt upp í iðjuverum í þeim lands- hlutum, sem við tókum við i rústum í stríðslokin. Við vitum, að landbún- aðurinn með þeirri vélatækni, sem hann er rekinn nú, þarfnast ekki eins margra vinnandi handa og áður. Eins er með fiskveiðarnar, þar þarf færra fólk til meiri afkasta en áður þekktust. Vélamenningin vex við- stöðulaust og grípur orðið meira eða minna alls staðar inn í störf fólksins. Þess vegna byggjum við upp í iðju- verum. Við sáum fram á, að í fram- tíðinni yrði ekki hægt að sjá þjóðinni fyi'ir nægri vinnu með öðru móti. Það hefur einnig orðið til þess, að á uridanförnum árum hefur fólksfjölg- un hvergi orðið tiltölulega meiri í landinu en einmitt í þessum byggðum Norður-Noregs. Mér verður hugsað til okkar fá- mennu þjóðar og þeirra möguleika, sem við gætum e. t. v. haft í þessum efnum. í Ambassadorinn, sem er reyndur maður" í viðskiptalífinu, svarar spurningu minni um, hvort ekki gæti verið hættuspor að fá erlend lán, sem væri eini möguleikinn fyrir okkur Is- lendinga til að leggja út í frekari uppbyggingu iðnaðarins. Það er svo stutt síðan ég kom hingað, að ég veit ekki enn, hvernig báttai’ til um leyfi útlendinga til at- Norsku ambassadorshjónin fagna komandi dögum á íslan d í Bjarne Börde, reyndur og vel þekkfuz í ufanríkisþjónusfu f\!orö- manna, hefur nýlega verið skipaður ambassador IMoregs á íslandi. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.