Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 25
Hafið þér atliugað hvað 4 rnaiina bifreiðarnar frá FORD-verksmiðjunum kosta? PORD ANGILA — 2 dyra. Pob-verð kr. 13.320,00. — tltsöluverð ca. kr. 79.446,00. FORD PREPECX — 4 dyra. Fob-verð kr. 14.265,00. — Útsöluverð ca. kr. 85.176,00. Af þessu sést að FORD bifreiðarnar eru meðal þeirri ódýrustu sem völ er á. Leitið nánari upplýsinga hjá oss. Sve inn Egilsson h.f. FORD-umhoð Laugavegi 105 — Reykjavík — Sími 22466. Norsku ambassadorshjónin Framhald af bls. 5. Enn finnst mér ég lieyra fjallasvan í f jarska sín vegaljóð hef ja ... Ungur að árum fékk Bjarne Börde áhuga fyrir Islandi. Það var, þegar hann hlýddi á erindi um Island, sem h:nn mikilhæfi fyrirlesari og einlægi Islandsvinur, prófessor Paasche flutti. En þau voru mörg ei'indin hans um Island og öll jafn heillandi eins og allt, sem hann með hugmyndaflugi sínu, persónuleika og orðkynngi hafði að segja. Það er sjaldgæft að heyra vitnað í ræðu, sem hlýtt hefur’ verið á fyrir jafnvel tugum ára, en það gerði ambassadorinn, þegar hann lýsti áhrifum, sem hann hefði orðið fyrir af landinu eftir að hann kom hmgað. 1 morgun, sagði hann, þegar ég horfði út yfir hafið til fjalla og sá þennan purpurarauða bjarma út við sjóndeildai'hringinn, kom mér x hug það, sem prófessor Paasche sagði .... Það var einmitt svona, sem Paasehe greip áheyrendur sina. Án þess að hann eða þeir gerðu sér grein fyrir þvi, mótaði hann líf þeirra meira eða minna og lifir enn í hug þeirra og hjarta, þótt hann sé löngu hoi-finn sjónum. Það var sama ástæðan fyrir hing- aðkomu fyrrv. ambassadors Norð- manna Thorgeir Andersen-Rysst. Einnig hann hafði á ýngri árum hlýtt á fyi'ii-lestra um Island hjá pró- fessor Paasche. Áhrif þeirra stunda entust honum ævi alla. Hann kom eins og hann var sendur, með fangið fullt af velvilja og vinarhug til Is- lendinga og þannig var hann kvaddur hér hinni hinztu kveðju. Áður en Esmark vai'ð sendihei’ra ambassadors Börde hafi af forsjón- an Börde og hann. Fyrst heima í Noregi og síðan í Danmörku, þar sem Börde var þá sendiráðsritari. Leiðir þeirra skildu, þegar Esmark kcm hingað sem sendiherra Norð- manna á striðsárunum. Nú hefur öndvegissúlur hans rekið hér að landi, og spá mín er sú, að við Islendingar munum eignast trausta vini, þar sem Böi'de hjónin eru. R. tJTILÍF OG VEIÐISPORT Veiðistöng, þetta er töfraorð í hug- um flestra tápmikilla di'engja og óskadraumur og táknar enda margt. Hrífuskaft sem athafnasamur pott- ormur hefur haft lag á að láta hverfa áxi þess að þess sé saknað með bx'ún- um kolalínuspotta vafinn uppá ann- an endann, 20 feta bambuslengja með heimagerðum vírlykkjum og hjóli festu með einangrunarbandi og Hai'dy’s 12 feta flugustöng með stál- miðju og De Luxe veiðihjóli, sem endist heila öld og kostar kýrverð, allt eru þetta einstaklingar sömu tegund- ar þótt gei'ð og gæði séu breytileg og áhuginn, einbeitnin og veiðigleðin er ekki minni hjá litla manninum sem heldur óhreinum sólbi’enndum hönd- urn urn bambusprikið eða hrífuskaft- ið og bíður þess að lækjarlontan láti ginnast, en hins stóra bróður sem stendur í vönduðum vöðlum til mitt- is í stríðri laxánni með síðasta módel a': Hardy, Scottie eða Allcock milli handanna, polai'oidgleraugu á nefinu og fleygir fyrir þann silfraða flugum sem kosta kr. 20 p. st. Sá sem þetta ritar man 5 eða 6 ára snáða sem eignaðist svolitinn bambusstubb sem af tilviljun bai'st á heimili hans, með einhvei'ju móti varð komist yfir nokkra faðma af línu eða seglgarni og öngul og síðan haldið upp í bæjargil, þar voru sil- ungarnir; að beita var vandamál, kjarkurinn ekki nógur til að halda stórum iðandi ormi milli fingranna og þræða hann upp á öngulinn. En það mátti pota honum upp úr dós- inni á flatan stein og krækja síðan í hann með önglinum á tveim þrem stöðum, koma síðan færinu út í hylinn með því að láta strauminn bera það. Að sjá línuspottann augna- bliki síðar þjóta móti straumnum, finna kippinn í stönginni, taka af alefli á móti og sjá rauðdrófnóttan pundsurriða koma í loftköstum upp- úr vatninu og lenda á malareyrinni var eitt af ævintýrum þeirra ára, sem ekki gleymist, og síðan hefur þessi maður verið haldinn þeirri ásti'íðu veiðimannsins sem hann von- ar að seint læknist. Ári seinna eða tveirn eignaðist þessi piltur fimmkall og það var þó nokkur peningur á kreppuárum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Fyrir þetta mátti fá sundurtekna veiðistöng á kr. 4 í Geysi, skeiðarhníf á fimm- tíuaura, nokkra kolaöngla og línu- spotta. 1 þann tið var hver smá- spi’æna sunnan heiða full af silungi smáum og stórum, enda Islendingar ekki búnir að læra þá hagspeki að reka minka úr búrum á fjall og láta þá ganga sjálfala á vatnafiskí og villtum sem tömdum fugli, kaupa Síðan útlendinga til þess að drepa þá og grafa, í stað þess að geyma þá í búrum að hætti menningarþjóða og selja loðskinn úr landi fyrir millj- ónir. Það var því auðvelt að gleyma sér í hinum fáu frístundum sumarsins á þeim árum og jafnvel á þeim stund- urn sem ætlaðar voru til annars, en væri piltur týndur um háttutíma á góðu vorkvöldi var ráð að leita úl með á eða uppi í gili. Að eignast virkilega vandaða stöng og kopar- gljáandi hjól var óskadraumur sem lá ofar fjárráðum flestra sveita- drengja á þeim árum, og því mikil ánægjan þegar einn af kunnustu sportmönnum þessa lands sendi fall- egt veiðihjól að gjöf eftir að hafa þegið leiðsögn milli veiðihylja ár- innar heilan dag og veitt vel. Nýgi-æðingurinn, sem, eftir að hafa farið eitt sinn eða tvö með kunn- ingjum sínum í veiðiferð, og „sett í ,ann‘‘ með hinu venjulega glópaláni byi'jandans, er staddur inní veiðar- færaverzlun með þá peninga sem hann hefur ákveðið að verja í „græj- ur“ hann er að bjóða vandanum heim. Sennilega biður hann af- greiðslumanninn, eða dömuna, sem venjulega hefur ekki meira vit á slíkum hlutum en hann sjálfur, um ódýra veiðistöng handa byrjanda. Ef hann hittir á óprúttinn seljanda eða bara fáfróðan, er sennilegt að hann' fari þaðan út með eitthvert stangarprik, sem framleitt er aðeins til sölu, ekki til veiða, kannski eitt- hvert fyrirbrigði sem honum er sagt að sé bæði flugustöng, kaststöng og ágæt fyrir maok!! eða þá japanska flugustöng ásamt hræódýru og jafnómerkilegu kasthjóli og nælon- línu sem nægði til að halda hval- skutli o. s. frv. önnur tegund slíkra kaupenda staldrar við útstillingargluggana, tel- ur i buddunni og skoðar síðan verð- miða og gengur að lokum inn, á- kveðinn á svip og biður um þessa stöng og þetta hjól og einn spón. Báðurn hefur kannski tekist að stilla kostnaðinum við hóf og jafnvel fyrir- fram gerða fjárhagsáætlun, en trú- lega hafa báðir eytt talsvei’ðum pen- ingurn til einskis, hafa keypt tæki sem ekki éiga saman frekar en utan- borðsvél og skellinaðra. Því það er lítið betra að kaupa ódýra japanska flugustöng og nota við hana sænskt kefliskasthjól, en að kaupa fluguhjól og setja á spón eða beitukaststöng. Framhald í ncesta blaði. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.