Vikan


Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 24

Vikan - 25.06.1959, Blaðsíða 24
BANKARÁN Jóns á Klapparstígnum Framhald óvenjulegt að ábyrgðarbréf komi þannig til okkar.“ Ég var að hugsa um að opna bréfið ekki fyrr en ég væri búinn að klæða mig. En forvitnin varð yfir- sterkari þessari, sem ég hélt, skyn- samlegu ályktun minni, og ég reif það upp. Það voru þá 1500 krónur í því, í 100 króna seðlum. Ég var nú orðinn vanur peningaaustrinum, en samt varð ég forviða. 1 löngu bréfi, undirrituðu J., var mér sagt að reyna að fá tvö tiltekin herbergi í Mjólkurfélagshúsinu, sem var sennilegt að hægt væri að fá skipt á, og herbergi því, sem ég hafði fengið. Svo kom listi yfir það, sem ég átti að kaupa af húsgögnum og skrifstofuáhöldum. Mér féll sérlega vel, að það áttu að verða legubekkir í báðum herbergjunum, það er alltaf gott að hafa þá, þegar maður hefir ekkert að gera. Fyrirskipun var um sérstök gluggatjöld, sem áttu að vera fyrir gluggunum í báðum her- bergjunum, þannig að ekki sæist inn um gluggana á daginn, en sér- staklega útbúin rennitjöld áttu að vera til þess að ekki væri hægt að sjá á kvöldin, hvort ljós væri inni. Ennfremur var sagt frá því x bréf- inu, að ég ætti að fara með Skíða- félaginu upp í Hengil, næstu för þess, og reyna í förinni að koma mér í kynni við Geir bæjarverkfræðing. ffig fór strax á fætur, þegar ég v.ar búinn að lesa bréfið. Ég talaði víð Eyjólf um að fá herbergin, og héppnaðist erindið. Herbergin voru allstór, og kostuðu til samans 150 krónur á mánuði. Eg borgaði fyrir þrjá mánuði fyrirfram, eins og fyrir mig hafði verið lagt. Síðan fór ég út um alla borg, því það var langt- xmi fleira, sem mér hafði verið sagt að kaupa, en það, sem ég hafði getið um, og ég var ekki búin að kaupa það allt, þegar 1500 krónurnar voru þretnar. Ég skrifaði skýrslu um hvað ég hefði gert. Það var orðið dimmt þegai ég var búinn að því, svo ég fór beina leið.með hana undir steininn við litlu tjörriina, og ætlaði mér siðan að éta, hvíla mig og láta mér líða vel, þyí ég hafði allan daginn verið á þönum, og ekki gefið mér tíma til þess að borða, heldur aðeins hellt í mig kaffi. En nú var ég orðinn þxeyttur, enda hafði ég ekki sofið mikið nóttina áður, vegna lestursins. Er það vár þá heldur betur bréf til ntin undir stéininum, og i því nýjar fýrirskipanir, meðal annars um heil- miklar mælingar, sem mér var ætl- að gei'a þá um nóttina: Lengdin á húsi Brynjólfsson & Kvaran, bilið á xrriUi þess húss og Mjólkurfélagshúss- ins, lengd Edinborgarhússins og ýmis- legt fleira. J. hefur víst vitað að peningarnir, sem hann sendi mér um morgunirin, myndu ekki hafa verið nógir, því að innan í þessu bréfi voru 50.0 krónur i viðbót. Mér var sagt aí taka af því kaup mitt til næsta laugardagskvölds, og síðan taka kaup mitt á hvex-jum laugardegi fyrirfram fýi'ir næstu viku, af því fé er ég hefði undir höndum. En þegar ég væri ekki með svo mikið fé, þá láta vita að pt riinga vantaði. Ég fór í kvikmyndahús þetta kvöld, og eftir það fór ég á Borg, en sá þar ekkert, sem ég kærði mig um. Af því að kalsaveður var um nótt- ina,. var fátt á ferli, og gat ég því fat'ið að mæla klukkan tólf. En mér varð anzi kalt við það, og ég var af bls. 21 ekki búinn fyrr en klukkan þrjú. Ég varð feginn þegar ég komst í rúmið og fljótur að sofna. 6. ANNAÐ BRÉF FRÁ JÖNI Á KLAPPARSTlGNUM. Ég fékk ekki að sofa út þennan moi'gun, frekar en hinn. Það var aftur Magnús hlaupagarpui', sem vakti mig með ábyrgðarbréfi frá Jóni á Klapp- arstígnum, með merki Strandamanna í grænu lakki. Ég spurði Magnús, hvort þetta væri ávani, sem hann hefði, að færa mönnum ábyrgðar- bréf frá Jóni á Klapparstígnum á morgnana, og vekja þá með þessum ósköpum upp úr fasta svefni. En Magnús lokaði öðru auganu, og sagði að það myndi nú ekki vera frá svo miklum Jóni, og var svo velviljaður að gefa í skyn, að bréfið væri frá kvenmanni. Þegar Magnús var farinn og ég opnaði bréfið, varð ég dálítið hissa, þegar ekki voru neinir peningar í því. Ég var orðinn þvi svo vanur, að það yltu pennigar út úr bréfum þeim, er ég fengi frá Jóni. 1 þessu bréfi voru nýjar og einkennilegar fyrirskip- anir: Ég átti að reyna að ná í ein- hvei’n útlending, sem héfði litla at- vinnu, en myndi vera óhætt að treysta. Það verk, sem honum var ætlað að gera, var að leigja vöru- geymsluskúra á ákveðnum stöðum í borginni, semja við ökumann um að flytja þangað vörur, er hann tæki við skipshlið o. fl. En þegar hann væri búinn að þessu, átti hann að fara til útlanda og aldrei koma aft- ur. Ég var láitnn vita þetta allt, til þess að ég gæti betur valið manninn. En ég átti ekki að umgangast þetta við hann; það átti allt að fara fram með símtölum og bréfum. Mér duttu undir eins í hug einir tveir eða þrír menn. Ég hafði sjálfur verið svo lengi félaus, að ég var vel kunnur, vhað einkenndi þá, sem félitl- ir voru, og þekkti þá þegar úr, er ég sá þá á ódýrum matsöluhúsum. Ég varði því deginum til þess að kaupa það, sem ekki hafði unnizt tími til daginn áður, og til þess að koma á ódýrari veitingastaðina. Ég kom á Bjössa, Símberg, Matstofuna, Heitt & Kalt og Ölduna, og var um kvöld- ið búinn að sjá út tvo staurblanka en heiðarlega útlendinga, sem ég áleit að væri hægt að treysta; ég þekkti þá báða lítilsháttar. Annar var Norð- maður, en hinn Bandaríkjamaðúr. En báðir voru litið eitt gallaðir: Banda- rikjamaðurinn drakk dálítið, og hafði það til að vilja slást. Hinsvegar drakk Norðmaðurinn meira en dálitið og vildi alltaf fyrir hvern mun slást. Daginn eftir hitti ég Bandaríkja- marminn inni á Heitt & Kalt. John Miller hét hann, en var að íslenzkum sið alltaf kallaður Jón. Ég tók eftir því, að hann fékk sér ekki kaffi á eftir matnum, þó að hann væri bú- inn að sitja alllengi og lesa í gömlum myndablöðum. Ég þóttist vita, að hann ætti ekki fyrir því. Ég gaf mig á tal við hann, bað hann að setjast hjá mér og þiggja hjá mér kaffi, og varð hann við boði mínu. Þetta var greindarlegur strákur frá Boston, sem örlögin höfðu rekið skref fyrir skref hingað út til Islands, þar sém hann hafði enga atvinnu, engan vísan náttstað, og fæsta daga nóg að éta. Hann var búinn að vera hér eitthvað liðugt ár, og talaði furðu vel íslenzku. Ég fékk hann til að fara ýmsar smáferðir fyrir mig, og borgaði honum fyrir það nokkrar krónur, og sagði honum, að ég myndi síðar þurfa hann til smásnúninga, og að hann skyldi láta mig vita, þegar hann vantaði krónu eða túkall, fyrir náttstað eða miðdegismat, því hann gæti alltaf unnið það af sér. Virtist hann verða þessu feginn. Næstu daga hitti ég hann við og við, og komst ég þá að því, að hann hefði verið lxtið eitt í'iðinn við smygl- unai'mál, en sloppið við að verða nefndur í sambandi við það. En það var töluverður geigur x honum um að málið yrði tekið upp aftur, og hann yrði settur inn í marga mánuði. Sá ég ekki ástæðu til að draga úr þessum ótta hans. Jafnframt því, sem þessi viðkynning átti sér stað, athugaði ég Norðmanninn, en ég sá fljótt, að John yrði betri fyrir Klapp- arann, ekki sízt fyrir það, hvað auð- velt yi'ði að hræða hann til þess að fara af landi burt, vegna smygl- unarmálsins, þegar hann væri búinn að ljúka stai'finu. 7. SJÖFN OG ÉG Það var einu sinni seinni hluta dags, er ég gekk fram hjá Lands- bókasafninu, að mér datt í hug að fara þangað inn og líta i útlendu tímaritin. En þegar ég fór að skima þar í kring um mig, sá ég að hvert sæti var setið. Loks kom ég samt auga á autt sæti, gekk ég i'akleitt þangað og settist niður. Ég hafði enga eftirtekt veitt þvi, hver það var, sem sat á móti auða sætinu, og mér kom það töluvert á óvart, þegar ég sá, um leið og ég settist niður, að það var Sjöfn fagra. Ég fór að lesa tímaritin, en gat þó ekki varizt að líta við og við á kvenmanninn á móti mér, sem var með stóran hlaða af bókum fyrir framan sig. Ég var sömu skoðunar enn og ég var þá, að ég hafi engan kvenmann séð fríðari, en ég hugsaði, að þegar ég sæi hana oftar, myndi ég taka eftir einhverjum hlutföllum í andliti hennar, er mér fyndust að betri hefði mátt vera á annan veg, en það hefur ekki orðið — ekki nema það, að enn- ið er ef til vill, miðað við önnur hlutföll andlitsins, heldui’ of hátt. En það var nú einmitt ennið, sem olli mér mestrar undrunar, því það var á því einhver dularfullur blettur, er sást þegar hún var hugsi, þó að hann væri ekki til. Hvað var að gerast bak við þetta fagra enni? Ótal sinnum síðar hef ég starað á það með lotningarkendri undrun, án þess að geta gert mér í hugarlund, hvort það var viljafesta eða visdóm- ur, sem þessi dularfulli blettur lýsti. En við friðleik hennar bættist, að Framh. í næsta blaði 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.