Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 26
26 10. desember 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin >Meðalkílóverð á heilum frystum kjúklingi í nóvember ár hvert „Verstu kaup mín um ævina eru þeir tugir ef ekki hundruð skópara sem ég hef keypt reglulega á útsölum síðastliðin tuttugu ár. Skórnir eru alltaf mjög smart á útsölum. Þegar við bætist gott verð verð ég að kaupa þá. Í flestum tilvikum eru þeir hins vegar dauðadæmdir frá upphafi og ég nota þá aldrei,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Ísland. Hún viðurkennir að hún hafi líkt og margar konur æði fyrir skóm og eigi erfitt með að halda aftur af sér þegar útlit og verð sé annars vegar. Þegar heim sé komið með útsöluskóna verði hún ævinlega fyrir vonbrigðum. Þeir séu ýmist of háir, of lágir eða of þröngir í tána. „Vegna þessa á ég birgðir af ónotuðum skóm,“ segir Rakel og bætir við að hún fari á þriggja ára fresti með fullan ruslapoka af ónotuðum skóm í endurvinnsluna en þar öðlast þeir framhaldslíf á annarra kvenna fótum. Rakel segir bestu kaupin hafa verið baðvog sem hún keypti á námsárum sínum í Los Angeles- borg í Bandaríkjunum árið 1991. „Ég keypti hana á bílskúrssölu á um tvo dollara. Hún mælir bæði í pundum og kílóum, virkar enn þá og stenst fyllilega sam- anburð við vogir á líkamsræktarstöðv- um.“ NEYTANDINN RAKEL SVEINSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI CREDITINFO Á ÍSLANDI Fær æðiskast á skóútsölum Neytendasamtökin vara eindregið við svokölluðum smálánum eða SMS-lánum. Fólk er lent á vanskilaskrá í Svíþjóð vegna slíkra lána. Stórhættuleg lán, segir lögmaður Neytendasamtak- anna. Um hundrað manns hafa hafnað á vanskilaskrá í Svíþjóð vegna smá- lána, svokallaðra SMS-lána. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsókn- ar sem Kronofogden, sænska inn- heimtustofnun- in, hefur gert og sagt er frá á vef sænsku neyt- endasamtak- anna. Þeir sem hafa lent á van- skilaskrá vegna SMS-lánanna hafa sja ldn- ast aðeins tekið eitt slíkt lán. Í sumum tilfellum eru þau allt að fjörutíu talsins. Lánin sem veitt hafa verið eru allt frá 500 og upp í 4.000 sænskar krónur, sem eru rúmar 700 þúsund íslenskar krónur. Samkvæmt rannsókninni eru þeir sem hafa lent á vanskila- skránni sænsku einnig komnir í vandræði með aðrar skuldir, til dæmis vegna leigu, rafmagnsreikn- inga, stöðumælabrota eða síma svo fátt eitt sé nefnt. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi heyrt af slíkum málum hér á landi. „Við höfum heyrt af fólki sem stendur kannski ekkert allt of vel að vígi í samfélaginu og er að fá innheimtubréf frá þessu smálána- fyrirtæki,“ segir Hildigunnur. Í nýjasta blaði Neytendasamtak- anna er eindregið varað við SMS- lánunum. Lánin hafi verið harð- lega gagnrýnd í nágrannalöndum okkar og markaðssetningu þeirra hafi aðallega verið beint að yngri neytendum. „Við viljum ítreka það að þetta eru stórhættuleg lán. Þótt þetta séu ekki háar upphæðir bera þessi lán gríðarlega háa vexti og það er mjög auðvelt að detta í skuldasúpu út af þeim,“ segir Hildigunnur. Neytendasamtökin hér á landi hafa hvatt stjórnvöld til aðgerða til að sporna við SMS-lánunum. Lánin falli ekki undir lög um neyt- endalán, þar sem þau séu einungis veitt til fimmtán daga. Fundur var haldinn í október með for- svarsmönnum Kred- ia, eina fyrirtækisins sem býður slík lán hér á landi, Neyt- endasamtökunum og talsmanni neyt- enda. Hildigunn- ur segir að ekk- ert hafi gerst í málinu síðan þá. „Þeir aðil- ar sem bjóða upp á þessi lán virðast falla utan laga og eftirlits þannig að það er í bígerð hjá okkur að krefjast þess að þessi lánategund falli undir lög um neyt- endalán,“ segir Hildigunnur. Leifur Alexander Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia, segir að smálánunum hafi verið vel tekið hér á landi og að viðskiptavinir hafi margir hverjir nýtt sér lánamögu- leikann oftar en einu sinni. Hann vill þó ekki gefa upp hversu margir hafi nýtt sér slík lán. Hann segir að tæplega þriðjung- ur lántakenda sé á aldrinum átján til 27 ára og þriðjungur frá þrítugu og upp í fimmtugt. Leifur segir málum ólíkt farið með smálánin hér á landi og í Sví- þjóð. Þar í landi séu um fjörutíu fyr- irtæki sem veiti slík lán. Þau reki mjög óábyrga lánastefnu og gangi ekki nægilega vel úr skugga um lánstraust viðskiptavina. „Þar er verið að lána viðskipta- vinum fleiri hundruð þúsund króna og þeir fá jafnvel lán til að greiða upp gömlu lánin,“ segir Leifur. „Þannig er auðvelt að sökkva sér í skuldasúpu. Hjá Kredia er þetta hins vegar ekki vandamál því við lánum bara samanlagt að fjörutíu þúsund krónum. Við lánum held- ur ekki til að greiða niður gömlu lánin.“ Spurður hvort einhver lán séu komin í vanskil hjá Kredia segir Leifur svo vera. „Auðvitað ger- ist það að fólk geti ekki greitt á réttum tíma og þær kröfur fara í innheimtu samkvæmt íslenskum innheimtulögum. Það eru nokkr- ir aðilar sem hafa dregið endur- greiðsluna en þeir eru alls ekki margir og það eru ekki háar upp- hæðir sem um ræðir.“ Leifur vill ekki segja til um hversu margir hafi lent í vanskil- um. „Þetta er mjög lítill hluti sem hefur lent í vanskilum. Við erum með mjög góða viðskiptavini sem eru að nota þessa þjónustu til að fá fjármagn á skömmum tíma. Ég á því ekki von á að sjá sömu þróun hér og við höfum séð í Svíþjóð. Það hjálpar engum.“ Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að sér hafi brugð- ið þegar hann frétti að SMS-lánin væru að koma hingað til lands. Þá hafi hann horft til reynslunn- ar frá Skandinavíu og þá sérstak- lega Svíþjóðar. „Hins vegar eru töluvert lægri fjárhæðir í boði hér en þar, þannig að kannski er erf- itt að halda því fram að þessi lán setji einhvern á hausinn,“ segir hann. Gísli segist ekki hafa búist við því að þessi lán myndu festa rætur hér þar sem notkun kred- itkorta og yfirdráttar sé mikil. Hann er engu að síður að skoða í samvinnu við aðrar stofnanir hvort hægt sé að sporna við þessum tegundum lána eða í það minnsta setja þeim einhver mörk. SMS-lánin enn í skoðun HEIMASÍÐA KREDIA Lántaki skráir sig á vef Kredia og með einu SMS-i getur hann fengið lán. Vextirnir sem þeim fylgja eru himinháir. GÓÐ HÚSRÁÐ MIGIÐ Á FÓTSVEPPI ■ Friðrik Steinn Friðriksson nemi kann gott ráð við meinsemdum á fótum. „Ég las einhvern tímann pistil í Velvakanda eftir mann sem vildi útskýra hvernig ætti að losna við fótsveppi án þess að kaupa sveppaeyðing- arlyf,“ segir Frið- rik Steinn. „Til að gera langa sögu stutta á maður að míga um morguninn í bala og setja fæturna síðan í balann. Hátt sýrustig þvagsins ætti að eyða sveppunum á nokkrum vikum, það er ef þú gerir þetta á hverjum degi.“ Mikill verðmunur er á uppþvottavélum, að því er fram kemur í nýrri könnun Neytendasamtakanna. Samtökin könnuðu framboð og verð á uppþvottavélum í nóvember- mánuði í fjórtán verslunum. Í ljós kom að úrvalið er mikið og hægt að velja á milli 136 véla í tveimur breiddum. 115 vélar voru til í breiddinni 60 sentimetrar, sú ódýr- asta kostaði 69.900 kr. og sú dýrasta 392.550 þúsund. Af minni vélum sem eru um 45 sentimetrar á breidd kostaði sú ódýrasta 89.900 krónur og sú dýrasta 199.900 krónur. Loks voru fjórar borðvélar til og kostaði sú ódýrasta 59.995 kr. en sú dýrasta 199.995 kr. Að því er fram kemur á vef samtakanna www.ns.is eru algengustu uppþvotta- vélarnar þær sem ætlað er að falli inn í innréttingu. Allar vélarnar í tveimur fyrrnefndu flokkunum eru til að setja inn í innréttingu en sumar þeirra má einnig kaupa sem frístandandi. ■ Neytendasamtökin könnuðu verð á þvottavélum 560 prósenta verðmunur á uppþvottavélum Einfalt er að verða sér úti um smá- lán eða SMS-lán. Lántaki skráir sig á vef lánafyrirtækisins og getur í kjölfarið sótt um lán hvenær sem er með því að senda SMS-skeyti í ákveðið númer. Upphæðin sem beðið er um er þá lögð strax inn á bankareikning viðkomandi. Lánið getur numið allt að fjörutíu þúsund krónum og þarf að end- urgreiða það innan fimmtán daga. Lánin eru veitt á okurvöxtum, eins og segir í Neytendablaðinu, en af fjörutíu þúsund króna láni þarf að greiða 9.250 krónur í vexti. LÁN MEÐ OKURVÖXTUM LEIFUR ALEXANDER HARALDSSON Neytendastofa hefur bannað birtingu reiknivélar Tals í óbreyttri mynd. Í reikni- vélinni gátu neytendur borið saman símreikning sinn saman við verð hjá Tali til þess að sjá hvort, og hversu mikið, þeir spöruðu á því að flytja viðskipti sín til Tals. Samanburðurinn brýtur hins vegar gegn lögum vegna þess að reiknivélin tók ekki tillit til þess að neytandinn gæti verið með svokölluð vinanúmer sem hann borgaði ekki fyrir en kæmi hugsanlega til með að greiða fyrir hjá Tali. Þá var ekki tekið tillit til þess að viðskiptavinir Símans gætu til dæmis fengið fimmtíu pró- senta afslátt af verði símtala í eitt síma- númer í útlöndum. Í reiknivélinni var þvert á móti gert ráð fyrir að verð fyrir útlanda- símtöl hjá keppinautum væri það sömu hjá Tali og því ekki litið til mismunandi verðskrár fyrirtækjanna. Nánar má sjá á heimasíðu embættisins, www.neytenda- stofa.is. ■Reiknivél Tals birti ólöglegan samanburð Neytendastofa bannar birtingu reiknivélar Heimild: Hagstofa Íslands 2005 2006 2007 2008 2009 386 kr. 413 kr. 441 kr. 558 kr. 518 kr. w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 monaco veggsamstæður Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.