Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 10.12.2009, Blaðsíða 85
FIMMTUDAGUR 10. desember 2009 65 Fergie segist vilja eignast barn á næsta ári. Söngkonan, sem er 34 ára, giftist Transformers- leikaranum Josh Duhamel í jan- úar og í viðtali við breska tíma- ritið Cosmopolitan segir hún þau hjón ætla að reyna að eign- ast barn um leið og tónleika- ferðalagi hljómsveitar hennar, Black Eyed Peas, lýkur í apríl á næsta ári. „Ég vil ljúka þessu tónleika- ferðalagi áður en ég stofna fjöl- skyldu. Við munum aldrei upp- lifa þetta aftur í lífi okkar svo við þurfum að njóta þess í botn,“ segir Fergie. Hún viðurkennir þó að hún sakni eiginmannsins á tónleikaferðalaginu. „Þetta er búið að vera yndislegt ár, en ég sakna Josh núna. Það er mán- uður síðan við sáumst síðast, en við heyrumst í síma daglega. Það hjálpar til að hann er líka í sýningarbransanum,“ segir hún. Barneignir á næsta ári Leikarinn Hugh Grant ótt- ast mjög að verða fimm- tugur 9. september á næsta ári. „50 er ekki góð tala og við lendum öll í því að hafa áhyggj- ur af aldrinum,“ segir hinn einhleypi Grant. „Mér líður stundum eins og ég hafi samið við djöfulinn um að ég megi skemmta mér núna og ráða fram úr öl lu öðru síðar. Síðan kemur hann til mín og segir: „Tíminn þinn er liðinn. Ég fer með þig til helvítis og þú verð- ur einmana gamall maður“,“ sagði hann. Grant er barnlaus en seg- ist vel geta orðið góður faðir í framtíðinni. „Ég er ekki í vafa um að ég yrði frábær faðir. Kannski ekki þegar börnin eru pínulítil heldur þegar þau eru orðin aðeins eldri. Samskipti mín við litlu frændur mína og frænkur eru góð og þess vegna hef ég engar áhyggj- ur af þessu.“ Óttast fimmtíu ár SAKNAR EIGINMANNSINS Fergie er nú á tónleikaferðalagi með Black Eyed Peas og segist sakna eiginmanns síns, en þau ætla að stofna fjölskyldu þegar ferðalaginu lýkur. Fjórða plata Hjálma hefur selst í yfir fimm þúsund eintökum og fyrir vikið verður meðlimum sveitarinnar afhent gullplata í versluninni Havarí í dag kl. 17. Piltarnir munu einnig taka lagið til að fagna áfanganum. Fyrri plötur Hjálma hafa allar náð gullplötusölu en engin plata hennar hefur samt selst eins vel og sú nýjasta. Stefnir allt í að platan rjúfi tíu þúsund platna markið á næstunni. Gullplata Hjálma er jafnframt fyrsta gullplatan á vegum útgáfunnar Borgarinnar, sem var stofnuð fyrr á þessu ári. Hjálmar í gullsölu HJÁLMAR Plata sveitarinnar hefur selst í yfir fimm þúsund eintökum. Náttúrulegar snyrtivörur frá MÁDARA - án óæskilegra aukefna Vönduð vítamín og bætiefni frá hinum virta framleiðanda SOLARAY AMÉ - Ljúffengur og óáfengur eðaldrykkur Fjölbreyttar YOGI teblöndur frá öllum heimshornum Heilsuhúsið býður nú sem áður upp á hinar geysivinsælu ítölsku PANETTONE kökur sem ómissandi er hjá mörgum á aðventunni VIVANI gæða sælkerasúkkulaði – Unnið úr lífrænum kakóbaunum • Laugavegi 20 • Kringlunni • Smáratorgi • Lágmúla 5 • Austurvegi 4, Selfossi • Glerártorgi, Akureyri Frá fimmtudegi til sunnudags 10.-13. desember UDO'S CHOICE 3•6•9 olíublandan – Blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum (500 ml) Söngvarinn Alan Jones, sem hefur að undanförnu tekið þátt í Michael Jackson-sýningunni á Broadway, íhugar að fara einn með sýninguna út á land ásamt lagahöfundinum Örlygi Smára. Fyrst ætla þeir að prufukeyra sýninguna á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi á föstudagskvöld. „Við ætlum að sjá hvernig geng- ur. Við ætlum að byrja á Spot og síðan er planið að fara með sýn- inguna um Ísland,“ segir Alan, sem verður á sviðinu í um það bil hálftíma, syngjandi helstu slag- ara poppkóngsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég get ekki beðið,“ segir hann. Stílisti Alans og umboðsmaður, Selma Ragnarsdóttir, hefur hann- að fyrir hann nýjan, rauðan latex- búning sem hann ætlar að klæð- ast á Spot ásamt reyndar fleiri búningum. Þannig vill hann kom- ast sem næst hinu fræga Jackson- útliti þar sem skrautlegir búning- ar voru sérlega áberandi. Alan hefur í nógu að snúast því fyrir jólin ætlar hann að senda frá sér nýtt lag sem nefn- ist So Strange. Honum til halds og trausts við upptökurnar eru hljóð- færaleikararnir Börkur og Daði Birgissynir. Að sjálfsögðu er lagið undir áhrifum frá Michael Jack- son en einnig gætir þar áhrifa sálarkóngsins James Brown. Síðasta Jackson-sýningin á Broadway fyrir jól verður síðan á laugardaginn. - fb Fer með Jackson út á land ALAN JONES Söngvarinn Alan Jones verður í rauðu latexi á Jackson-sýning- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.