Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 12

Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 12
12 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR SNJÓR Í PARÍS Börnin í París voru ekki lengi að hópast út á götu að leika sér þegar svolítill snjór féll þar úr lofti í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Arion banki býður nú viðskiptavinum með erlend og innlend íbúðalán lausnir sem lækka höfuðstól lána og létta greiðslubyrði. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Skoðaðu hvaða leið gæti hentað þér á arionbanki.is. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 40 9 12 /0 9 DÓMSMÁL Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins, sagði ósatt þegar hann fullyrti í bréfi til Fjármálaeftirlitsins (FME) að hann hefði aldrei átt samskipti við stjórnendur Landsbankans. Þetta sagði Björn Þorvaldsson, fulltrúi sérstaks saksóknara, fyrir dómi þegar tekist var á um kröfu Baldurs um að rannsókn á hendur honum yrði hætt. Viðskiptablaðið greinir ítarlega frá málflutningn- um í nýjasta tölublaði sínu. Baldur er grunaður um að hafa, í krafti stöðu sinnar sem ráðuneyt- isstjóri, öðlast innherjaupplýsing- ar um alvarlega stöðu Landsbank- ans í fyrrasumar, og í kjölfarið selt hlutabréf í bankanum fyrir 192 milljón- ir króna rétt fyrir bankahrun. Í málflutningn- um kom fram, að því er segir í Við- skiptablaðinu, að Jónína S. Lárusdótt- ir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, hefði sagt í yfirheyrslu vegna málsins að Baldur hefði setið fund með henni og banka- stjórum Landsbankans 13. ágúst í fyrra. Þar hefðu þeir „í algjörum trúnaði“ lýst því að Landsbankinn væri í miklum vandræðum. „Þetta sýnir að Baldur sagði ósatt um að hann hefði aldrei átt samskipti við stjórnendur Lands- bankans,“ er haft eftir Birni í Við- skiptablaðinu. Jafnframt sýni þetta að Baldur hafi búið yfir innherja- upplýsingum um stöðu bankans. Þá sagði Björn að málið á hend- ur Baldri hefði verið tekið upp að nýju eftir að ábending hefði borist um fundargerðir samráðshóps Seðlabankans um fjármála- stöðugleika, sem geymdar voru í Seðlabankanum. FME vissi ekki af tilvist þeirra fram að því. Á fundi hópsins hinn 31. júlí 2008 var staða Landsbankans til umræðu og lét Jónas Fr. Jóns- son, þá for- stjóri FME, bóka að Landsbankinn hefði þrjá mánuði til að uppfylla skilyrði breska fjármálaeftirlits- ins. Þá lét Baldur sjálfur bóka að það yrði „banabiti“ bankanna ef upplýsingar um stöðuna yrðu á allra vitorði. Björn nefndi einnig að Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Seðlabankans, hefði við yfirheyrslur sagt að samráðs- hópurinn hefði eðli málsins sam- kvæmt „alltaf“ haft innherjaupp- lýsingar um stöðu Landsbankans. Karl Axelsson, lögmaður Bald- urs, krafðist þess að rannsókninni yrði hætt, en Baldri hefði þegar verið tilkynnt að rannsóknin hefði verið látin niður falla og það væri mannréttindabrot að rannsaka sama málið tvisvar. stigur@frettabladid.is Saksóknari fullyrðir að Baldur hafi logið Baldur Guðlaugsson hitti Landsbankastjóra á fundi í fyrra. Hann fullyrti í bréfi til FME að hann hefði aldrei átt samskipti við þá. Þetta kom fram fyrir dómi í vikunni. Mannréttindabrot að rannsaka sama málið tvisvar, segir verjandinn. JÓNAS FR. JÓNSSON Sat í samráðshópn- um með Baldri. BALDUR GUÐLAUGS- SON Er sagður hafa logið í bréfi til FME. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest dóm héraðsdóms yfir manni sem í kynmökum við konu setti kynlífsbolta inn í leggöng hennar og skildi hann þar eftir. Maður- inn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða konunni ríflega 800 þúsund krónur. Afleiðingar athæfis hans gagn- vart konunni urðu þær að þrem- ur vikum síðar þegar í ljós kom að boltinn var enn í leggöngum hennar var hún komin með bólgur og alvarlega sýkingu í leg- göng. Þurfti að fjarlægja boltann með aðgerð. Þá var maðurinn einnig sak- felldur fyrir að hafa hótað lög- reglumönnum við störf lífláti. - jss Sex mánuðir á skilorði: Kynlífsbolta- dómur stendur PAKISTAN, AP Enn á ný er skorað á Asif Ali Zardari, forseta Pakist- ans, að segja af sér vegna spill- ingarmála. Kröfur þessar fengu byr undir báða vængi þegar hæstiréttur landsins nam úr gildi friðhelgis- samning við Pervez Musharraf, fyrrverandi forseta, sem hefur verndað Zardari og sjö félaga hans gegn ákærum í tengslum við spillingarmálin. Zardari er ekkill Benazir Bhutto, sem vann mikinn kosn- ingasigur áður en hún var myrt árið 2007. Zardari hefur undan- farið orðið æ óvinsælli í Pak- istan, ekki síst vegna stuðnings hans við Bandaríkin. - gb Þrýst á Zardari að segja af sér: Nýtur engrar friðhelgi lengur FAGNA DÓMSÚRSKURÐI Pakistanskir lögfræðingar eru hæstánægðir með hæstarétt. NORDICPHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.