Vikan


Vikan - 11.05.1967, Side 2

Vikan - 11.05.1967, Side 2
BARA HREYFA EINN HNAPP oe M/%,&4ÆkFULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - H A iC A GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. MAÍ4AFULLNIATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. SJÁLFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100° 2. Heitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4. Mislitur þvottur 60° 5. Viðkvæmur þvottur 60° 6. Viðkvæmur þvottur 40° 7. Stífþvottur/Þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90° 11. Nylon Non-lron O o o 12. Gluggatjöld 40° HU%»4/%FULLMATIC mÐEINS H/MKAFULLMATIC ER SVONA AUÐVELD I NOTKUN. SNÚIÐ EINUM SNERLI OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉU IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. —yi æs $ h m— ábyrgð KOEV3IÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST í FULLRI ALVÖRU Velferðar- merki Nú fyrir kosningar þykir til- hlýðilegt að hampa því hátt, að ísland sé mikið velferðarríki og lífskjör almennings standi með skærum blóma. Þessu til stuðn- ings eru fram færðar skýrslur um meðaltekjur landsmanna og ummæli útlendinga, sem hingað koma til að láta sýna sér það bez'.a, sem land og þjóð hefur Iupp á að bjóða. Hinn almenni landi tekur þess- um lýsingum með nokkrum fyrir- vara; hann er öðrum kunnugri Iþeim óhóflega vinnudegi, sem liggur að baki háum meðaltekj- um. Hann neitar því ekki, að vel- : megun sé hér nokkur, enda hlýt- ur svo að vera, þar sem tveir af hverjum þremur eiga sjálfir sitt húsnæði og bílaeign er almenn, án þess að nokkur veruleg lán fáist til þess að auðvelda mönn- um slíkar fjárfestingar. En það er líkasl til á óheppi- legustu sviðum, sem merki vel- ferðarríkisins blasa skýrast við. Samtakahópar eru ótrúlega sterk- ir svo mest líkist hinum tvíeggj-. uðu ,,syndicates“ í Bandaríkjun- um og víðast. Nægir þar að minna á hin frægu samhljóða tilboð reykvískra málarameistara, þriðj- ungi hærri en kollega þeirra í Keflavík, og hitt, að þeir reyndu með ímyndaðri svæðisskiptingu að koma í veg fyrir, að Keflvík- ingurinn fengi að vinna verkið. Tryggingarfélög hafa sýnt sig í slíkri samhljóðastarfsemi, og svo má minna á hina geysispennandi samkeppni olíufélaganna. Annað er þó ef til vill öllu al- varlega einkenni: Sjálfsmorða- faraldurinn, sem gengið hefur síðustu mánuði. Fyrir um tveim- ur vikum heyrði ég eftir áreiðan- legri, óopinberri heimild sem starfar hjá því opinbera, að fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefðu verið framin hér 40 sjálfs- morð. Þetta er gífurlega há tala og líkiega eitthver öruggasta og dapur’egasta dæmið um velferð- arríki, sem unnt er að fá. Um orsakir faraldursins treysti ég mér ekki að fullyrða, enda hefur það vafizt fyrir mönnum mér fróðari. En gaeti ekki hugs- azt, að áslæðan væri hin ofsalega vinna fyrir velferðinni, með því stressi og upp'ausn á heimilis- lífi, sem henni fylgir? Sé svo, er ef til vill efunarmál, hve mikils | virði það er að vera eitt mesta velferðarríki heims. S.H. 9 VIKAN19'tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.