Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 34

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 34
I KJOLA- EFNI.. fór svo og hringdi í RauSa kross- inn. — Þú hefur auðvitað kynnzt ýmsum merkum mönnum þama vestra. — Já, ekki vantaði það. Ann- ars var svo mikið að gera að maður gat lítið gefið sig við slíku. Ég kynntist þarna aðal- lega fslendingum þótt undarlegt kunni að virðast. Þarna var stór nýlenda af íslenzkum kaupsýslu- mönnum. Þ6 voru þarna nokkrir menn íslenzkir sem búsettir voru í Bandaríkjunum, t. d. Halldór Hermannsson sem alltaf hélt fast við sitt þjóðerni og ferðaðist á íslenzkum passa þó að það ylli honum nokkrum erfiðleikum í fyrra stríðinu. Ég kynntist líka Vilhjálmi Stefánssyni, þeim fræga manni. — Já. segðu mér frá honum. — Það er mér ljúft, hann varð mér kær vinur, indæll maður, og ekki síðri var kona hans. Ég hafði gaman af hve Vilhjálmur var alíslenzkur í sér þó að hann dveldist alla ævi erlendis. Einn góðan veðurdag kom hann með niðjatal langafa míns sem Eirík- ur Briem hafði gert, en Vilhjálm- ur eignazt. Hafði hann setið við að reikna út hvernig við værum skyldir þó að hann væri að kafna úr önnum og hefði tuttugu manns vinnandi á skrifstofu sinni. Hann skrifaði upp sína ættartölu og var alveg viss á henni. Einnig var hann viss á hvernig ættir okkar komu saman. — Hann hefur talað við þig ensku. ■—- Hann talaði alltaf ensku, var mjög stirður í íslenzku þó að hann talaði ekkert nema íslenzku til tíu ára aldurs, en eftir það var enska hans mál. Hann gat aftur lesið íslenzku sæmilega. Ameríkumenn litu svo á að hann væri sérfróður um ísland, en hann hafði þó aðeins komið tvisvar til landsins og dvalizt hér stutlan tíma hvort sinn auk þess sem landið hafði gjörbreytzt þann tíma sem liðinn var síðan. Fyrir bragðið var bók hans um ísland ekki eins góð og efni stóðu til. Vilhjálmur var auðvitað stór- merkur maður og ómögulegt að ganga fram hjá honum þegar rakin er saga heimskautarann- sóknanna þó að frændur okkar Norðmenn hafi reynt eftir megni að troða niður af honum skóinn. Hann var allra manna ljúfast- ur í umgengni, og eins og ég sagði áðan mikill íslendingur og kunni vel að meta allt sem ís- lenzkt var. Svona til gamans get ég sagt að hann kunni vel að meta hangikjötslæri sem ég gaf honum einu sinni. Konan hans sagði mér síðar að nóttina eftir að lærið kom í búrið hjá þeim hafi hann þurft að fara margar ferðir fram, og þegar hún gáði að morguninn eftir var lærið bú- ið. Gamli maðurinn hafði étið það um nóttina og auðvitað hrátt. Hann var slíku vanur úr ferðum sínum. — Hafðir þú einhver kynni af stofnun Sameinuðu þjóðanna? — Ekki get ég nú sagt það. Og þó. ég get kannski sagt þér frá dálitlu í sambandi við þær. Það er mál sem ekki hefur verið skýrt frá opinberiega. En nú er svo langt um liðið að ég tel mig geta leyst frá skjóðunni. — Þú gerir mig ekki lítið for- vitinn. — Það var einhvern tíma á þessum árum að vinur minn einn kom til mín með miklum hátíða- svip. Þegar við höfðum ræðzt við góða stund um daginn og veginn spyr hann hvernig mér lítist á það að Sameinuðu þjóð- irnar fái aðaiaðsetur á íslandi. Ég hafði náttúrlega ekkert hugs- að um þetta mál og tók því fjarri. Svo ræddum við um þetta fram og aftur og virtist hann hafa mikinn áhuga á að fsland yrði aðsetur S. Þ. Ég skildi ekki al- minlega hvers vegna hann sótti mál sitt af slíku kappi, maldaði í móinn og benti á að loftslagið væri erfitt og heldur ákomusamt fyrir slíkar samkundur. Við hefðum ekki fundarsali né aðr- ar byggingar fyrir starfsfók. En hann sat við sinn keip og sagði að það gerði ekkert til. Það verð- ur alls staðar að reisa bygging- ar, og það skiptir ekki máli hvað það kostar. Ég sagði þá að fólk sem ynni slík störf gæti ekki alltaf verið innan húss, það þyrfti að geta fengið sér gönguferðir sér til hressingar, en til þess mundi íslenzkt veðurlag þykja rysjótt og ærið umhleypinga- samt, jafnvel að sumrinu stund- um. En ekkert beit á þennan kunningja minn. „Það er einmitt loftslagið hjá ykkur sem er mest hressandi. Það er hægt að byggja súlnagöng og múr til skjóls fyrir vindáttinni. Eigum við að segja 10 mílur? Er það nóg? Væri það ekki nógu langt fyrir morgun- göngur?“ Hann hafði sem sagt gagnrök gegn öllum mínum mót- bárum. Þegar ég var farinn að linast ráðlagði ég honum að húgsa sér fremur Azoreyjar ef hann vildi helzt vera úti í miðju hafi, á milli Evrópu og Ameríku. En Azoreyjar voru honum ekki að skapi. „Nei. nei, nei, þarna verður að vera kúltúr.“ Ég man eftir einni röksemd sem hann bar fram og hafði nokkur áhrif á mig. Hann sagði: „Hvernig stendur á að íslendingar stofna fyrsta alþingi og eiga nú elzlu lýðræðisstofnun sem til er í Evrópu. Þarna er eitthvað hjá ykkur í þjóðinni og landinu, kannski í loftslaginu, sem við sækjumst eftir fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þjóðabandalagið er tal- ið hafa verið drepið í Genf vegna lognmollu. Það safnast fyrir í þessum djúpa dal eitthvert logn- molluloftslag sem talið er eiga þátt í þeirri þreytu sem virtist strax koma yfir menn er þeir fóru að starfa þar fyrir Þjóða- bandalagið gamla. Þó að þeir væru hressir og fullir af áhuga heima fyrir var sem þeir væru stungnir einhvers konar svefn- þornum fljótlega og þeir voru komnir til Genf.“ Við töluðum svo um þetta af miklum vígmóði fram og aftur. Ég man ekki hve lengi hann staldraði við hjá mér í það skipt- ið. Nokkru seinna kom Halldór Hermannsson í heimsókn til mín, og ég spurði hann hvernig hon- um litist á þessa uppástungu. — Hann fussaði og sveiaði, sá góði fslendingur, og sagði að það kæmi ekki til mála. Það mundi eyðileggja ísland og islenzka menningu. Við hefðum ekki tök á að taka á móti svo mörgu og miklu fólki. Svo líða eitthvað tvær vikur eða þar um bil. Þá kemur þessi góði maður aftur til mín og við tökum þar upp þráðinn er frá var horfið. Hann sækir fast á sem í hið fyrra sinn, en ég verst sem ég má. segist hafa talað við góðan og gamlan íslending sem sé í Ameríku og hann telji þetta af og frá, við hefðum ekki mögu- leika á að vera gestgjafar Sam- einuðu þjóðanna, engin skilyrði til að taka á móti slíku fólki. Þá sneri hann sér allt í einu að mér og sagði með festu: „Veiztu það að ég kem til að tala um þetta við þig frá allra hæsta stað, og þú skilur hvað það þýðir. Ég svaraði að ég gæti ekki tekið þetta öðruvísi en að hann ætti við Hvíta húsið og for- setann. „Já, getum við ekki lát- ið það liggja milli hluta í bili.“ sagði hann, og sneri mig þannig út af laginu. Hann hélt því statt og stöðugt fram að hjá okkur á íslandi væri eitthvað, hvað sem það væri, sem gæti þýtt líf eða dauða fyrir 34 VIKAN 3 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.