Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 50
Ég tók pakkann og stakk honum í vasa minn. Þegar maísuppskeran var um garð gengin og kornið selt, óleit ég það viturlegt af mér að hverfa á brott, áður en ég lenti í einhveri- um vandræðum. Nokkrum vikum síðar sat ég í lestinni, á leið til höfuðborgarinnar. Lestarferðir koma oft á kynnum milli fólks. Tveir herramenn, báðir innfædd- ir, sátu andspænis mér. Þeir spurðu hvort ég væri ekki til í að spila tuttugu og einn við þá. Ég sam- þykkti. Við spiluðum um bjór, sem var framreiddur í lestinni, og héld- um okkur að spilamennskunni, þangað til 'við vorum orðnir leiðir á henni. Svo fórum við að rabba saman, og miög fljótlega snerist samtalið um Ameríkana, sem voru búsettir í lýðveldinu. í hvert sinn sem eitt- hvað var hallað á Ameríkana, sögðu þeir hæversklega: — Við eigum ekki við yður eða yðar líka. Svo hlógu þeir og ég lét einhver orð falla um þá innfæddu, svo hló ég og sagði að þetta segði maður aðeins til að segja eitthvað, ég hefði sannarlega ekkert á móti íbú- um þessa lands, síður en svo, mér líkaði eins vel við þá og mína eig- in landsmenn. En það væri nú einu sinni þannig að aliir hefðu góðar og slæmar hliðar, sama hvert þjóð- ernið væri. — Það er þó satt og rétt, herra, sagði annar. — Það eru margir Norte-Americanos hér, sem orsaka mikil vandræði í landi okkar. — Ég veit það, herra. Það eru til dæmis olíukóngarnir, námufyrir- tækin, ávaxtakaupmenn og banka- fyrirtækin, sem vildu eflaust ætt- leiða eitt ríkið af öðru hér suður frá, og innlima það í Bandaríkin. — Já, þeir líka, sagði hann, — en ég var ekki að hugsa um þessa stóru. Ég var að hugsa um aðra gringóa. O, fyrirgefið orðbragðið, góði herra. Það sem ég átti við er það, að hér er fullt af alls konar glæpamönnum, sem flýja undan hegningu I Bandaríkjunum og halda sig örugga hér, og beita brögðum sínum á sakleysingjana sem hér búa. — Já, auðvitað er slíkt til, sam- þykkti ég, Já, þeir halda sig ör- ugga hér. — Ekki ef ég næ til þeirra, sagði sá sem var lítill og þybbinn. — Ekki ef ég hef hendur í hári þeirra. í mínu héraði þrífast ekki slíkir hundar. Þeir fá hvergi friðland, ég er alls staðar á hælum þeirra. Og þegar ég næ þeim læt ég þá finna fyrir því. Ég læt samstundis gera þá landræka. — Eruð þér kannski hinn opin- beri ákærandi? sagði ég til að gera honum til geðs. — Ekki enn þá, en það getur komið að því. Nú er ég lögreglu- stjóri í héraðinu San Vincente Legardilla. Vitið þér hvar það hér- 50 VIKAN 3- tbl- að er? Hafið þér nokkurn tíma komið þangað? — Hver? Ég? — Nei, aldrei á ævinni, sagði ég sakleysislega. Maður verður alltaf að segja sann- leikann, þegar maður talar við lög- reglustjóra, dómara eða opinbera ákærendur. Það er eina leiðin til að lifa ánægiulegu lífi. En ég gat ekki gert að því að ég var svolítið tortrygginn gagnvart þessum tveim herramönnum, vegna þess að San Vincente Legardilla var einmitt það hérað þar sem ég hafði leigt og ræktað lítinn bómullarakur, þar sem ég hafði búið í kofa meðal fólks- ins í þorpinu, fólksins, sem var svo sakleysislegt, að það var líkast hreinþvegnum englum, sem prýddu myndir dýrðlinganna. Lögreglustiórinn var auðvitað fullviss um, að ég hafði aldrei kom- ið r.álægt þessu héraði, þess vegna gat hann talað frjálslega við mig. — í héraði mfnu búa nokkrir Norfe-Americanos, sumir reka verzlun, aðrir rækta bómull, og enn aðrir rækta nautgripi. Þetta eru heiðarlegir og góðir menn, sem borga skatta sína skilvíslega, og hlýða landslögum í einu og öllu. Enginn þeirra hefur bakað mér óþægindi. Þetta er yfirleitt vel menntað fólk og f töluverðum efn- um. Þetta er fólk sem við erum hreykin af, herra, landsmenn yð- ar, sem við vildum gjarnan fá sem ríkisborgara. — Já, ég hef hitt slíkt fólk, það er synd að það skuli ekki vera kyrrt í sínu heimalandi, sagði ég með sannfæringu. Lögreglustjórinn veitti orðum mínúm enga athygli. Hann vildi tala, og ég lét hann hafa frið til þess. Það er mín bezta skemmtun að hlusta á fólk tala eins og það lystir. Maður er miklu betur liðinn fyrir það að lofa fólki að tala, heldur en að tala siálfur. Svo hann hélt áfram, fór að segja mér frá einhverjum vesaling sem hafði bú- 'ð í héraði hans, og að þvf er virtist, gert honum lífið leitt á stundum. Hann sagðist vera full- viss um, að þessi náungi væri eft- irlýstur fyrir morð, þófnaði, nauðg- un, innbrot og eiturlyfjasmygl, og jafnvel fyrir að selja ónýtar málm- námur. — Ég veit ekki ennþá, hvern- ig hann komst inn í hérað mitt, eða hvað hann hafði fyrir stafni. Hann þóttist fást við búskap, eða leita að olíu, en í raun og veru var hann flækingur, sem átti ekki einu sinni garmana utan á sig. Hann borgaði aldrei leiguna af búgarð- inum, eða húsaleiguna fyrir glæsi- legt hús sem hann bjó f. — Það gæti verið að vesalings maðurinn hafi ekki haft neina pen- inga, sagði ég. — Það getur verið, ég ætla ekki að áfellast hann fyrir það. Dios mio, óheppnin getur margan mann- inn hent. En það sem fór hræði- lega í taugarnar á mér var það sem hann gerði í héraðinu. Hann var skottulæknir. Ekki svo að skilja að ég hefði heimtað af honum skit- ríki, iafnvel þótt hann hefði sprett upp holinu á einhverjum, en hann læknaði stigamennina af skotsár- um, þegar við vorum búnir að skjóta á þá. Það gerði mig alveg æfan. Ef hann hefði ekki verið, hefðum við haft hendur í hári þeirra allra. Vegna aðgerða hans náðum við engum af þessum skepnum. Hann hélt hlífiskildi yfir þeim, þekkti hvert einasta hús og kofa, sem þeir bjuggu í og földu sig. Verst af öllu var, að hann lét ekki sitja við það eitt að lækna þá af sárum sínum, heldur lét hann þá hafa einhvern töfradrykk, sem gerði þá ósýnilega, og þess vegna heppnaðist þeim allt. Hann gerði þeim viðvart um komu hermann- anna með senditækium og Ijós- merkjum. Og það var ekkert smá- ræði, sem hann græddi á þessu. Stigamennirnir færðu honum pen- inga í haugum. Þessi maður hefur ábyggilega haft tíu sinnum meiri tekjur en ég. Og í ofanálag kenndi hann stigamönnunum ensku, svo þeir gátu líka skilið amerísku bænd- urna, ráðizt á þá og rænt þá. Madre mia, það sem ég reyndi til að ná i þennan þrjótl Fjórum sinn- um fór ég með heila herdeild til að ná honum. Þér eruð það vel greindur, að þér getið fmyndað yð- ur hve kostnaðarsamt þetta var fyrir ríkið. Þér vitið, að maður get- ur ekki gert neitt án peninga. Allt kostar peninga og jafnvel lögreglu- stjóri verður að lifa líka. Maður getur ekki unnið endurgjaldslaust, aðeins vegna föðurlandsástar. Ég fékk margar ákúrur frá stjórninni, stundum var mér jafnvel hótað að svifta mig embætti, ef ég gæti ekki komið á reglu í héraðinu. Ég sendi auðvitað nákvæma skýrslu, sextfu vélritaðar síður. Nú hefur stjórnin loksins viðurkennt, að ég hafi gert allt sem f mínu valdi stóð, og yfir- völdin vita nú að það er ómögu- legt að ráða við þessa fjandans stigamenn, ef þeir hafa einn gringo sér til aðstoðar. — Náðuð þér nokkurn tfma f þennan gringo? — Nei, aldrei. Hann var svo slótt- ugur, svo fjandans ári slunginn, ég sá hann aldrei. Þess utan var hann læknir skæruliðanna og þeir vörðu hann með hnúum og hnefum, því þeir máttu ekki missa hann. Þetta veit stjórnin núna. En einhvern tíma kemur að því að við náum honum. Við höfum gert öllum lög- reglustöðvum lýðveldisins viðvart. Það eru bara vandræði að við höf- um enga mynd af hounm. — Hvaða hegningu fær hann ef þið náið honum? — Oh, hann verður annaðhvort skotinn eða sendur í lífstíðarfang- elsi. — Er þessi gorilla ennþá í hér- aði yðar? spurði hinn samferðamað- urinn. — Nei, hann hvarf eina nóttina. Við vorum búnir að hita honum svo, að hann sá sitt vænsta að flýja. Og trúið mér, herra, sfðan hann fór hefur ekki orðið vart við stigamennina. Það hefur ekki ver- ið svona friðsælt í mörg ár. Á þessu getið þér séð hvað einn slfkur ná- ungi, Iítilfjörlegur eins og aðeins gringoar geta verið, — ó, fyrirgef- ið, herra, getur gert löghlýðnu og guðhræddu fólki. Þegar við komum til San Juan del Rio, komu tveir lögreglumenn, sem lögreglustjórinn þekkti, inn f lestina, og hófu upp langar sam- ræður við samferðamenn mína tvo. Þeir litu við og við tortryggn- islega til mín, eins og þeir könn- uðust eitthvað við mig. Ég hugsaði því að hyggilegast væri fyrir mig að koma mér burt, meðan þeir voru svona sokknir ofan f samræð- urnar. Ég vissi að lögreglan, sérstak- lega þeir óeinkennisklæddu höfðu í frammi alls konar brögð, svo mér þótti öruggara að fara af lestinni á síðustu stöð fyrir utan höfuðborg- ina, og taka mér far með strætis- vagni inn f borgina. Eftir á að hyggja, ég vissi aldrei hversvegna nemendur mínir vildu læra ensku, nema ef vera skyldi að þeir hafi viljað tala við naut- gripi Ameríkananna á þeirra eigin máli. Allt sem ég hafði haft upp úr læknislistinni, var ein krukka af hunangi, ágætis hunangi, tvær tylftir af eggjum og nokkur pund af nautakjöti. Það er vissulega ekki nóg til að láta setja sig í fangelsi á Islas Marias f þrjátfu ár. . . . ☆

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.